Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bíða eftir skipun nefndar meðan ráðherra herðir útlendingastefnuna

„Þetta kem­ur mér á óvart,“ seg­ir Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, um nýja reglu­gerð Sig­ríð­ar And­er­sen sem þreng­ir að rétt­ind­um út­lend­inga.

Bíða eftir skipun nefndar meðan ráðherra herðir útlendingastefnuna

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, segist andvígur nýrri reglugerð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um málefni útlendinga og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður sama flokks, segir að reglugerðin komi sér mjög á óvart. Taka verði gagnrýni Rauða krossins alvarlega og tryggja að framkvæmd útlendingalaga sé í anda þeirra mannúðarsjónarmiða sem lágu að baki breytingum á útlendingalögum sem gerðar voru síðasta haust.

Andrés og Kolbeinn horfa til þess að málið verði tekið upp í þverpólitískri nefnd um endurskoðun laga og lagaframkvæmdar um útlendingamál sem brátt verður skipuð í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Nefndin hefur ekki komið saman, enda hafa ekki allir flokkar stjórnarandstöðunnar tilnefnt fulltrúa í hana.

Stundin greindi frá því í gær að dómsmálaráðherra hefði nýlega sett reglugerð sem felur í sér að hert er á skilyrðum þess að stjórnvöld geti tekið umsóknir hælisleitenda til efnismeðferðar vegna heilsufarsástæðna.

Í reglugerðinni er því meðal annars slegið föstu að heilsufar hælisleitenda skuli hafa „takmarkað vægi“ nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt, til dæmis að þeir glími við „mikil og alvarleg veikindi, svo sem skyndilegan og lífshættulegan sjúk­dóm og meðferð við honum [sé] aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki“. 

Rauði krossinn hefur gagnrýnt reglugerðina harðlega og bent á að hertu skilyrðin ná bæði til fullorðinna og barna. „Þannig virðist vera gert ráð fyrir að börn sem eru haldin sjúkdómi sem ekki nær þeim alvarleikaþröskuldi að teljast skyndilegur og lífshættulegur skuli endursend til viðtökuríkis, jafnvel þó að foreldrar barnsins muni þurfa að greiða fyrir meðferð við sjúkdómnum í viðtökuríki, án þess að frekara mat fari fram á einstaklingsbundnum aðstæðum barnsins,“ segir í umsögn Rauða krossins um reglugerð Sigríðar.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, gerði málið að umtalsefni í umræðum á Alþingi í morgun. Hún benti á að þegar útlendingalögum var breytt á síðasta kjörtímabili hefði sá vilji löggjafans verið sérstaklega áréttaður að ávallt skyldi taka hælisumsóknir til efnismeðferðar þegar umsækjandi væri í sérstaklega viðkvæmri stöðu. 

„Ég tel að það þurfi einstaka hæfileika til að sjá ekki hvílík mannvonska felst í slíkum reglum“

„Ég held að engan hafi grunað þegar lögunum var breytt að ráðherra færi þá bara í það, ein og eftir sínu margumrædda brjóstviti, að breyta reglugerð til að skerða réttindi barna og annarra sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu þannig að þetta undantekningarákvæði gilti eingöngu fyrir þau börn og aðra sem eru nánast við dauðans dyr og aðra ekki,“ sagði Helga Vala. „Með hinni nýju reglugerð gerir ráðherrann enn strangari kröfur til stjórnvalda um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að taka ekki til efnismeðferðar umsóknir um alþjóðlega vernd. Ég tel að það þurfi einstaka hæfileika til að sjá ekki hvílík mannvonska felst í slíkum reglum.“

Tekur gagnrýni Rauða krossins alvarlega

Stundin innti Kolbein Óttarsson Proppé og  Andrés Inga Jónsson eftir afstöðu þeirra til nýju reglugerðarinnar. Ekki náðist í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann Vinstri grænna, við vinnslu fréttarinnar en hún er erlendis. Áður hefur Bjarkey talað fyrir því að hert útlendingastefna Sigríðar Andersen verði tekin til umræðu á vettvangi þverpólitísku þingmannanefndarinnar sem brátt verður skipuð.

Andrés er einn af talsmönnum barna á Alþingi og Kolbeinn hefur talað fyrir mannúð í hælisleitendamálum og meðal annars gagnrýnt sjónarmið og orðræðu Sjálfstæðismanna í málefnum útlendinga. 

„Þetta kemur mér á óvart og ég tel mjög mikilvægt að þetta verði tekið fyrir á hinu pólitíska sviði sem fyrst og rætt þar. Það er mjög mikilvægt að framkvæmd laganna sé í anda þeirrar mannúðar sem lagt var upp með og ég tek ábendingar Rauða krossins mjög alvarlega í þessum efnum og hef horft til hans þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir Kolbeinn Proppé í samtali við Stundina.

„Það er miður að enn hafi ekki verið skipuð þverpólitísk nefnd um endurskoðun útlendingalaga. Mér skilst að tveir flokkar eigi eftir að tilnefna nefndina, en sú nefnd á ekki aðeins að fara í endurskoðun á útlendingalögunum heldur einnig að fylgjast með framkvæmd laganna. Svo þetta mál, sem lýtur að framkvæmd laganna, er eitthvað sem þarna yrði tekið upp. Ég ítreka að mér finnst mjög brýnt að það verði rætt á hinu pólitíska sviði.“  

– Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem Sigríður Andersen notar sín stjórntæki sem ráðherra útlendingamála til að þrengja að réttindum hælisleitenda. Hún gerði þetta líka í fyrra, setti reglugerð sem fór að fréttast núna í janúar að hefðu haft sérstakar afleiðingar fyrir hælisleitendur, í stjórnartíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Hefurðu beitt þér eitthvað fyrir því að þessi reglugerð verði felld úr gildi eða henni breytt, eða hugsarðu þetta alltsaman út frá umræddri nefnd?

„Já, það er kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að þessi nefnd verði skipuð, ekki aðeins til að ráðast í endurskoðun útlendingalaga heldur einnig til að fjalla um framkvæmd laganna.“ 

– Er þá Sigríði Andersen ekki treystandi, sem ráðherra málefnasviðsins, til að ákveða hvernig lagaframkvæmdinni er háttað með reglugerðum og slíku?

„Þetta er einfaldlega fyrirkomulag sem stjórnarflokkarnir komu sér saman um. Að málefni hælisleitenda væru svo mikilvæg að réttast væri að taka þau fyrir með þessum hætti, í þverpólitískri nefnd. Ég vona að þeir flokkar sem eiga eftir að tilnefna í nefndina geri það sem fyrst, svo nefndin geti tekið til starfa og við getum farið að ræða þetta á hinum pólitíska vettvangi.“ 

„Ég vona að þeir flokkar sem eiga eftir
að tilnefna í nefndina geri það sem fyrst“

– En er það ekki áhyggjuefni að nú, eftir alla þessa mánuði, og væntanlega einhverja daga eða vikur í viðbót, séu hælisleitendur upp á náð og miskunn sitjandi dómsmálaráðherra komnir þegar kemur að þessari lagaframkvæmd?

„Ég ítreka að ég tel brýnt að í þessum málum sem öðrum sé mannúð höfð að leiðarljósi, og það er andi þeirra laga sem um málaflokkinn fjalla. Því fyrr sem við getum farið að ræða þetta í þessum þverpólitíska hópi því betra.“ 

Vissi ekki af reglugerðinni þegar hann studdi Sigríði

– Vissirðu af þessari nýju reglugerð þegar greidd voru atkvæði um stöðu Sigríðar Andersen sem ráðherra?

„Nei.“ 

– En hefði það breytt afstöðu þinni ef þú hefðir vitað það?

„Ég ætla ekki að vera í þáskildagatíð. Eins og ég fór skilmerkilega yfir í atkvæðagreiðslu þá er ég enn jafn ósáttur með þær embættisfærslur sem lágu undir vantrauststillögunni en ég styð ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.“

– En í ljósi atvika undanfarna mánuði, þar sem fyrri reglugerð Sigríðar Andersen er komin til framkvæmda og farin að bitna á hælisleitendum, og nú er komin ný hert reglugerð, voru það ekki mistök hjá VG, sem talaði fyrir mannúð í útlendingamálum fyrir kosningar, að treysta Sigríði Andersen fyrir þessu málefnasviði þegar ríkisstjórnin var mynduð og forsetaúrskurður samþykktur o.s.frv.?

„Eins og ég segi, eitt af því sem náðist saman um í stjórnarsáttmálanum, sem ég tel að við eigum að vera ánægð með og nýta, er að um þessi mál verði skipuð þverpólitísk nefnd og því fyrr sem hún  fer að fjalla um þetta, því betra.“ 

Segir nefndina besta farveginn til að leysa úr málinu

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, segir að nýja reglugerðin sé varhugaverð en því miður í takt við það hvernig hægt og bítandi hafi verið þrengt að réttindum hælisleitenda. Hann segist andvígur setningu reglugerðarinnar og ætla að beita sér fyrir réttarbótum til handa hælisleitendum. Aðspurður hvort óánægju gæti innan Vinstri grænna vegna málsins segist Andrés ekki geta tjáð sig um það.

„Þetta er sá málaflokkur þar sem stefnur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks eru mjög fjarri hvor annarri, það eru sennilega fáir málaflokkar þar sem jafnt langt er á milli. Ég mun ekki draga af mér í þessum málaflokki þó við séum í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, því fer fjarri. Það er talað um það í stjórnarsáttmála að skipa eigi þingmannanefnd til að fara yfir framkvæmd laganna og endurskoða eftir þörfum. Ég myndi líta á það sem besta farveginn til að ná fram varanlegum úrbótum á regluverkinu. Það hlýtur að fara að bresta á að sú nefnd verði skipuð.“

– En liggur þá ábyrgðin að þínu mati ekki hjá dómsmálaráðherra sem slíkum, heldur kannski frekar í stefnu Sjálfstæðisflokksins í heild sinni í málaflokknum?

„Mögulega. Þetta birtist undir lok þings í haust, þegar verið var að afgreiða lagabreytingu sem snerist um akkúrat þetta. Hvernig ætti að líta til sérstakra aðstæðna fólks þegar verið væri að meta og afgreiða hælisumsóknir. Þá greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn þeirri breytingu. Þessar embættisfærslur Sigríðar eru því bara úr sömu átt og við þekkjum frá Sjálfstæðisflokknum.“

Fyrri reglugerðin aldrei rædd í allsherjar- og menntamálanefnd

– Á síðasta ári, 30. ágúst, setti dómsmálaráðherra reglugerð sem að sviptir hælisleitendur réttinum til framfærslu ef umsókn þeirra um hæli hér á landi er synjað. Hefur þú beitt þér fyrir því að sú reglugerð verði endurskoðuð?

„Það er alveg spurning hvort allsherjar- og menntamálanefnd þurfi ekki að skoða þessar reglugerðir báðar. Sú sem þú nefnir hér að framan hefur ekki verið tekin upp í nefndinni. Hún féll dálítið í skuggann af því að þáverandi ríkisstjórn féll. Þannig að þessi mál hafa því miður ekki verið tekin upp af neinu viti í þinginu.“

– Vissi þingflokkur Vinstri grænna af því að til stæði að setja þessa reglugerð sama dag og umræða og atkvæðagreiðsla um vantraust á hendur Sigríði Andersen fór fram? Vissir þú af því?

„Hún var í opnu kynningarferli tveimur vikum fyrr og ég vissi af henni þá. Ég sá að í henni fælust breytingar í slæma átt. En ég vissi ekki að það ætti að setja hana þennan dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár