Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gísli hætti vegna skoðanamunar um kostnaðarsama útrás GAMMA

GAMMA opn­aði aldrei skrif­stof­una í Sviss sem var aug­lýst. For­stjór­inn og stofn­and­inn vildi um­deilda út­rás.

Gísli hætti vegna skoðanamunar um kostnaðarsama útrás GAMMA
Fylgismaður útrásar Gísli Hauksson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri GAMMA, stóð á bak við útrás fyrirtækisins sem var dýr en virðist ekki hafa skilað árangri. Hann hætti hjá GAMMA meðal annars út af skoðanamun um þessa útrás. Mynd: GAMMA.is

Ein af ástæðunum fyrir því að Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA, hætti hjá fyrirtækinu í byrjun mars var kostnaðarsöm útrás fyrirtækisins til þriggja landa, Sviss, Bandaríkjanna og Bretlands.

Forstjóri GAMMA, Valdimar Ármann, hefur ekki viljað svara þeirri spurningu Stundarinnar hreint út af hverju Gísli hætti hjá fyrirtækinu en hann er annar af stofnendum þess og annar af stærstu hluthöfunum. Heimildir Stundarinnar herma hins vegar að útrás fyrirtækisins og kostnaðurinn við hana hafi verið ásteytingarsteinn innan fyrirtækisins þar sem Gísli var sá sem hvað helst stóð á bak við erlenda útrás fyrirtækisins.

GAMMA er sjóðsstýringarfyrirtæki með um 130 milljarða króna í stýringu í gegnum marga sjóði fyrir fjölda fjárfesta, stofnana- og fagfjárfesta, og hefur rekstur fyrirtækisins vakið mikla athygli á Íslandi á liðnum árum vegna stækkunar þess og vaxtar. GAMMA er einungis tíu ára gamalt fyrirtæki. Ekki liggur fyrir hverjir það eru sem eru á bak við einstaka sjóði hjá fyrirtækinu þar sem eigendur hlutdeildarskírteina í hinum ýmsu sjóðum þess eru ekki opinberir.

„Það var fyrirhugað að opna í Sviss en ákveðið að fara ekki lengra með það.“

Engin frekari útrás

Valdimar segir aðspurður að GAMMA ætli sér ekki í frekari útrás til annarra landa og að hætt hafi verið við að opna skrifstofuna í Sviss, nánar tiltekið í Zürich, eins og til stóð. Greint var frá opnun skrifstofunnar í Sviss á seinni helmingi síðasta átt og átti Helgi Bergs, fyrrverandi starfsmaður Kaupþings, að leiða starfsemi GAMMA í landinu. Heimilisfang GAMMA í Sviss stóð um tíma á heimasíðu GAMMA en ekki lengur. „Það var fyrirhugað að opna í Sviss en ákveðið að fara ekki lengra með það – eins og staðan er núna er ekki stefnt á opnun í öðrum löndum heldur er stefnan að byggja á skrifstofum okkar í London og New York,“ segir Valdimar í tölvupósti.

GAMMA mun því hægja á útþenslu sinni og hætta við hluta hennar. Á sama tíma hættir Gísli Hauksson hjá GAMMA.

Svara ekki um útrásina

Valdimar kaus að svara ekki þeirri spurningu Stundarinnar hvort stjórnendur GAMMA, hluthafar og sjóðsfélagar væru ánægðir með útrás GAMMA til annarra landa. „GAMMA er með skrifstofur í London og New York. Hvernig hefur sá rekstur gengið og er almenn ánægja með reksturinn hjá stjórnendum fyrirtækisins og hluthöfum?,“ spurði blaðið en fékk ekki svar.

Í nýlegu viðtali við Viðskiptablaðið sagði Valdimar hins vegar: „Það kostar sitt að vera með skrifstofur erlendis. Það er alveg ljóst.“ Valdimar sagði jafnframt að innlend starfsemi GAMMA hefði gengið mjög vel.

Stjórnarformaður GAMMA, Hlíf Sturludóttir, vildi heldur ekki svara spurningunni þegar eftir því var leitað: „Ég treysti mér bara ekki til að ræða það við þig núna.“ Nokkuð ljóst má telja að útrás GAMMA til annarra landa hefur ekki gengið sem skyldi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA

Ásgeir mælir gegn opinberu eignarhaldi  leigufélaga: „Hef ekki komið nálægt GAMMA síðan 2014“
Fréttir

Ás­geir mæl­ir gegn op­in­beru eign­ar­haldi leigu­fé­laga: „Hef ekki kom­ið ná­lægt GAMMA síð­an 2014“

Ás­geir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði, hélt fyr­ir­lest­ur um leigu­fé­lög og hús­næð­is­mark­að­inn fyr­ir stærsta leigu­fé­lag lands­ins fyrr í dag. Hann var áð­ur efna­hags­ráð­gjafi GAMMA sem á eitt stærsta leigu­fé­lag lands­ins. Ás­geir seg­ist ekki hafa kom­ið ná­lægt GAMMA frá 2014 og að hann vinni ekki fast fyr­ir neina hags­mun­að­ila á leigu­mark­aðn­um í dag.
Stóra plan GAMMA: Ætla að græða á einkavæðingu og innviðum á Íslandi
ÚttektSjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA

Stóra plan GAMMA: Ætla að græða á einka­væð­ingu og inn­við­um á Ís­landi

Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið GAMMA hef­ur stækk­að ört síð­ast­lið­in ár og teyg­ir starf­semi sína nú til fjög­urra landa. Starf­sem­in er far­in að líkj­ast starfi banka um margt þar sem fyr­ir­tæk­ið sæk­ir inn á lána­mark­að­inn. GAMMA er með sterk tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og tal­ar fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu og minnk­andi rík­is­af­skipt­um við upp­bygg­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár