Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gísli hætti vegna skoðanamunar um kostnaðarsama útrás GAMMA

GAMMA opn­aði aldrei skrif­stof­una í Sviss sem var aug­lýst. For­stjór­inn og stofn­and­inn vildi um­deilda út­rás.

Gísli hætti vegna skoðanamunar um kostnaðarsama útrás GAMMA
Fylgismaður útrásar Gísli Hauksson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri GAMMA, stóð á bak við útrás fyrirtækisins sem var dýr en virðist ekki hafa skilað árangri. Hann hætti hjá GAMMA meðal annars út af skoðanamun um þessa útrás. Mynd: GAMMA.is

Ein af ástæðunum fyrir því að Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA, hætti hjá fyrirtækinu í byrjun mars var kostnaðarsöm útrás fyrirtækisins til þriggja landa, Sviss, Bandaríkjanna og Bretlands.

Forstjóri GAMMA, Valdimar Ármann, hefur ekki viljað svara þeirri spurningu Stundarinnar hreint út af hverju Gísli hætti hjá fyrirtækinu en hann er annar af stofnendum þess og annar af stærstu hluthöfunum. Heimildir Stundarinnar herma hins vegar að útrás fyrirtækisins og kostnaðurinn við hana hafi verið ásteytingarsteinn innan fyrirtækisins þar sem Gísli var sá sem hvað helst stóð á bak við erlenda útrás fyrirtækisins.

GAMMA er sjóðsstýringarfyrirtæki með um 130 milljarða króna í stýringu í gegnum marga sjóði fyrir fjölda fjárfesta, stofnana- og fagfjárfesta, og hefur rekstur fyrirtækisins vakið mikla athygli á Íslandi á liðnum árum vegna stækkunar þess og vaxtar. GAMMA er einungis tíu ára gamalt fyrirtæki. Ekki liggur fyrir hverjir það eru sem eru á bak við einstaka sjóði hjá fyrirtækinu þar sem eigendur hlutdeildarskírteina í hinum ýmsu sjóðum þess eru ekki opinberir.

„Það var fyrirhugað að opna í Sviss en ákveðið að fara ekki lengra með það.“

Engin frekari útrás

Valdimar segir aðspurður að GAMMA ætli sér ekki í frekari útrás til annarra landa og að hætt hafi verið við að opna skrifstofuna í Sviss, nánar tiltekið í Zürich, eins og til stóð. Greint var frá opnun skrifstofunnar í Sviss á seinni helmingi síðasta átt og átti Helgi Bergs, fyrrverandi starfsmaður Kaupþings, að leiða starfsemi GAMMA í landinu. Heimilisfang GAMMA í Sviss stóð um tíma á heimasíðu GAMMA en ekki lengur. „Það var fyrirhugað að opna í Sviss en ákveðið að fara ekki lengra með það – eins og staðan er núna er ekki stefnt á opnun í öðrum löndum heldur er stefnan að byggja á skrifstofum okkar í London og New York,“ segir Valdimar í tölvupósti.

GAMMA mun því hægja á útþenslu sinni og hætta við hluta hennar. Á sama tíma hættir Gísli Hauksson hjá GAMMA.

Svara ekki um útrásina

Valdimar kaus að svara ekki þeirri spurningu Stundarinnar hvort stjórnendur GAMMA, hluthafar og sjóðsfélagar væru ánægðir með útrás GAMMA til annarra landa. „GAMMA er með skrifstofur í London og New York. Hvernig hefur sá rekstur gengið og er almenn ánægja með reksturinn hjá stjórnendum fyrirtækisins og hluthöfum?,“ spurði blaðið en fékk ekki svar.

Í nýlegu viðtali við Viðskiptablaðið sagði Valdimar hins vegar: „Það kostar sitt að vera með skrifstofur erlendis. Það er alveg ljóst.“ Valdimar sagði jafnframt að innlend starfsemi GAMMA hefði gengið mjög vel.

Stjórnarformaður GAMMA, Hlíf Sturludóttir, vildi heldur ekki svara spurningunni þegar eftir því var leitað: „Ég treysti mér bara ekki til að ræða það við þig núna.“ Nokkuð ljóst má telja að útrás GAMMA til annarra landa hefur ekki gengið sem skyldi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA

Ásgeir mælir gegn opinberu eignarhaldi  leigufélaga: „Hef ekki komið nálægt GAMMA síðan 2014“
Fréttir

Ás­geir mæl­ir gegn op­in­beru eign­ar­haldi leigu­fé­laga: „Hef ekki kom­ið ná­lægt GAMMA síð­an 2014“

Ás­geir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði, hélt fyr­ir­lest­ur um leigu­fé­lög og hús­næð­is­mark­að­inn fyr­ir stærsta leigu­fé­lag lands­ins fyrr í dag. Hann var áð­ur efna­hags­ráð­gjafi GAMMA sem á eitt stærsta leigu­fé­lag lands­ins. Ás­geir seg­ist ekki hafa kom­ið ná­lægt GAMMA frá 2014 og að hann vinni ekki fast fyr­ir neina hags­mun­að­ila á leigu­mark­aðn­um í dag.
Stóra plan GAMMA: Ætla að græða á einkavæðingu og innviðum á Íslandi
ÚttektSjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA

Stóra plan GAMMA: Ætla að græða á einka­væð­ingu og inn­við­um á Ís­landi

Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið GAMMA hef­ur stækk­að ört síð­ast­lið­in ár og teyg­ir starf­semi sína nú til fjög­urra landa. Starf­sem­in er far­in að líkj­ast starfi banka um margt þar sem fyr­ir­tæk­ið sæk­ir inn á lána­mark­að­inn. GAMMA er með sterk tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og tal­ar fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu og minnk­andi rík­is­af­skipt­um við upp­bygg­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár