Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nefnd um fjármál stjórnmálaflokka ætlað að takast á við nafnlausan áróður

Formað­ur nefnd­ar­inn­ar seg­ir að til lengri tíma lit­ið muni all­ir tapa ef ekki tekst að koma bönd­um á hat­ursáróð­ur og fals­frétt­ir í stjórn­mál­um.

Nefnd um fjármál stjórnmálaflokka ætlað að takast á við nafnlausan áróður
Endurskoða lög um fjárframlög Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að endurskoða lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Nefndinni er einnig ætlað að finna leiðir til að takast á við nafnlausan áróður. Mynd: Pressphotos.biz

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra. Nefndinni er einnig ætlað að finna leiðir til að takast á við nafnlausan áróður og auglýsingar, hliðarkennitölur og ógagnsæ lán til stjórnmálaflokka. Formaður nefndarinnar segir að ef ekki takist að finna leiðir til að hefta slíkan áróður og koma í veg fyrir að farið verði framhjá lögum, muni það þýði að allir tapi á endanum.

Nefndin var skipuð 8. febrúar síðastliðinn og segir í skipunarbréfi að markmið endurskoðunar laganna sé „að leita leiða til að tryggja betur en nú er fjármögnun og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi í störfum þeirra. Stjórnmálasamtök eru vettvangur umræðna og mótun lausna á viðfangsefnum samtímans. Þeir þurfa að vera lýðræðislegir, óháðir hagsmunaöflum, sjálfstæðir og starfsemi þeirra og fjármál þurfa að vera gagnsæ. Stjórnmálahreyfingar þurfa að geta boðið fólki að taka virkan þátt í stjórnmálastarfi án þess að það sé fjárhagslega íþyngjandi fyrir viðkomandi.“

Fengu veglega hækkun í ár

Seint á síðasta ári sendu fulltrúar sex stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi erindi til fjárlaganefndar þingsins þar sem farið var fram á að flokkarnir fengju viðbótarframlag á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir, 127 prósent aukning. Í erindinu var hækkunin sögð nauðsynleg og bent á að framlög ríkisins hafi lækkað ár frá ári frá því að lög um fjármál stjórnmálasamtaka tóku gildi árið 2007. Staða mála væri orðin sú að flokkarnir næðu ekki endum saman til að sinna grunnþörfum í rekstri og að slíkt væri í raun ógn við lýðræðið.

„Ég óskaði eftir því að nefndin fengi lengri tíma til að vinna að tillögum að leiðum til að koma vörnum við gegn nafnlausum áróðri, hliðarkennitölum og sjálfskipuðum hópum sem vaða uppi með hatursáróður og falsfréttir í tengslum við stjórnmálin og kosningar“

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lagði til að beiðni stjórnmálaflokkanna yrði samþykkt í lok síðasta árs og varð það úr. Samtals fá ríkisstjórnarflokkarnir þrír 347,5 milljónir króna í styrk úr ríkissjóði, en fjármunum er úthlutað í samræmi við þingstyrk flokkanna. Stjórnarandstöðuflokkarnir fá hins vegar 300,5 milljónir króna.

Tækifæri til að jafna aðstöðu flokkanna

Í skipunarbréfi nefndarinnar er tiltekið að töluverðum hluta af framlögum ríkisins sé ráðstafað í kostnaðarliði sem séu í raun óháðir þingstyrk og megi þar nefna skrifstofurekstur, lágmarks starfsmannahald, lögbundna skyldu til færslu bókhalds og endurskoðunar ársreikninga, auk annars. Með fjölgun flokka sem sæti eigi á Alþingi hafi hlutfall fjármuna sem varið er í rekstur slíkra grunnhlutverka hækkað verulega. „Með endurskoðun laganna gefst tækifæri til að jafna aðstöðu flokkanna að þessu leyti, óháð stærð þeirra, sem felur sér í lagi í sér aukinn stuðning við smærri flokka,“ segir í skipunarbréfinu.

Flokkar utan þings óskuðu eftir aðkomu

Flokkar sem ekki eiga sæti á Alþingi eiga takmarkaðan rétt á fjárframlögum. Þó segir í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka að flokkar sem hlotið hafi að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í þingkosningum skuli fá úthlutað fjármunum í samræmi við atkvæðamagn. Þá geti stjórnmálasamtök sem bjóði fram í öllum kjördæmum sótt um sérstakan styrk, að hámarki 3 milljónir króna, til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttuna.

Fulltrúar flokka sem ekki eiga sæti á Alþingi voru ekki skipaðir í nefndina. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastýra Vinstri grænna, sem skipuð var formaður hennar segir hins vegar í samtali við Stundina að fulltrúar Alþýðufylkingarinnar hafi sett sig í samband við hana og æskt þess að eiga aðkomu að nefndarstörfunum. Varð úr að Alþýðufylkingin myndi taka að sér að hafa samband við fulltrúa annarra flokka í sömu stöðu og ræða hvaða aðkomu þeir geti átt að starfi nefndarinnar.

„Þau vilja, sem mjög eðlilegt er, fylgjast með þessu starfi og fá leiðréttingu sinna mála ef þörf er á. Við ræddum það í þessu samhengi, við Þorvaldur [Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar], hættuna sem gæti falist í að moka peningum í flokka sem eru kannski í raun ekki starfandi, og við erum alveg meðvituð um að fara verði varlega í þeim efnum,“ segir Björg Eva.

Þarf að bregðast við nafnlausum áróðri og svindli

Nefndin hefur fundað einu sinni en henni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir 1. júní næstkomandi. Björg Eva segir hins vegar að einungis sé stefnt að því að skila niðurstöðum er varði fjárframlög til flokkanna og reglum er þau varða fyrir þann tíma. „Ég óskaði eftir því að nefndin fengi lengri tíma til að vinna að tillögum að leiðum til að koma vörnum við gegn nafnlausum áróðri, hliðarkennitölum og sjálfskipuðum hópum sem vaða uppi með hatursáróður og falsfréttir í tengslum við stjórnmálin og kosningar. Þetta tel ég afar mikilvægt verkefni og við munum meðal annars hafa samstarf við Fjölmiðlanefnd hvað þetta varðar, en hún hefur þegar fjallað um þetta. Það er nauðsynlegt að finna leiðir til að bregðast við og ég trúi að nefndin geti fundið þær leiðir. Til lengri tíma litið munu nefnilega allir tapa ef ekki verður brugðist við.“

Eftirtaldir fulltrúar skipa nefndina:

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, formaður.

Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Helgi Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.

Ásgeir Runólfsson, aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar.

Hólmfríður Þórisdóttir, skrifstofustjóri Miðflokksins.

Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar.

Magnús Þór Hafsteinsson, ritari þingflokks Flokks fólksins

Lárus Ögmundsson, aðallögfræðingur Ríkisendurskoðunar.

Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.

Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár