Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nefnd um fjármál stjórnmálaflokka ætlað að takast á við nafnlausan áróður

Formað­ur nefnd­ar­inn­ar seg­ir að til lengri tíma lit­ið muni all­ir tapa ef ekki tekst að koma bönd­um á hat­ursáróð­ur og fals­frétt­ir í stjórn­mál­um.

Nefnd um fjármál stjórnmálaflokka ætlað að takast á við nafnlausan áróður
Endurskoða lög um fjárframlög Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að endurskoða lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Nefndinni er einnig ætlað að finna leiðir til að takast á við nafnlausan áróður. Mynd: Pressphotos.biz

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra. Nefndinni er einnig ætlað að finna leiðir til að takast á við nafnlausan áróður og auglýsingar, hliðarkennitölur og ógagnsæ lán til stjórnmálaflokka. Formaður nefndarinnar segir að ef ekki takist að finna leiðir til að hefta slíkan áróður og koma í veg fyrir að farið verði framhjá lögum, muni það þýði að allir tapi á endanum.

Nefndin var skipuð 8. febrúar síðastliðinn og segir í skipunarbréfi að markmið endurskoðunar laganna sé „að leita leiða til að tryggja betur en nú er fjármögnun og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi í störfum þeirra. Stjórnmálasamtök eru vettvangur umræðna og mótun lausna á viðfangsefnum samtímans. Þeir þurfa að vera lýðræðislegir, óháðir hagsmunaöflum, sjálfstæðir og starfsemi þeirra og fjármál þurfa að vera gagnsæ. Stjórnmálahreyfingar þurfa að geta boðið fólki að taka virkan þátt í stjórnmálastarfi án þess að það sé fjárhagslega íþyngjandi fyrir viðkomandi.“

Fengu veglega hækkun í ár

Seint á síðasta ári sendu fulltrúar sex stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi erindi til fjárlaganefndar þingsins þar sem farið var fram á að flokkarnir fengju viðbótarframlag á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir, 127 prósent aukning. Í erindinu var hækkunin sögð nauðsynleg og bent á að framlög ríkisins hafi lækkað ár frá ári frá því að lög um fjármál stjórnmálasamtaka tóku gildi árið 2007. Staða mála væri orðin sú að flokkarnir næðu ekki endum saman til að sinna grunnþörfum í rekstri og að slíkt væri í raun ógn við lýðræðið.

„Ég óskaði eftir því að nefndin fengi lengri tíma til að vinna að tillögum að leiðum til að koma vörnum við gegn nafnlausum áróðri, hliðarkennitölum og sjálfskipuðum hópum sem vaða uppi með hatursáróður og falsfréttir í tengslum við stjórnmálin og kosningar“

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lagði til að beiðni stjórnmálaflokkanna yrði samþykkt í lok síðasta árs og varð það úr. Samtals fá ríkisstjórnarflokkarnir þrír 347,5 milljónir króna í styrk úr ríkissjóði, en fjármunum er úthlutað í samræmi við þingstyrk flokkanna. Stjórnarandstöðuflokkarnir fá hins vegar 300,5 milljónir króna.

Tækifæri til að jafna aðstöðu flokkanna

Í skipunarbréfi nefndarinnar er tiltekið að töluverðum hluta af framlögum ríkisins sé ráðstafað í kostnaðarliði sem séu í raun óháðir þingstyrk og megi þar nefna skrifstofurekstur, lágmarks starfsmannahald, lögbundna skyldu til færslu bókhalds og endurskoðunar ársreikninga, auk annars. Með fjölgun flokka sem sæti eigi á Alþingi hafi hlutfall fjármuna sem varið er í rekstur slíkra grunnhlutverka hækkað verulega. „Með endurskoðun laganna gefst tækifæri til að jafna aðstöðu flokkanna að þessu leyti, óháð stærð þeirra, sem felur sér í lagi í sér aukinn stuðning við smærri flokka,“ segir í skipunarbréfinu.

Flokkar utan þings óskuðu eftir aðkomu

Flokkar sem ekki eiga sæti á Alþingi eiga takmarkaðan rétt á fjárframlögum. Þó segir í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka að flokkar sem hlotið hafi að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í þingkosningum skuli fá úthlutað fjármunum í samræmi við atkvæðamagn. Þá geti stjórnmálasamtök sem bjóði fram í öllum kjördæmum sótt um sérstakan styrk, að hámarki 3 milljónir króna, til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttuna.

Fulltrúar flokka sem ekki eiga sæti á Alþingi voru ekki skipaðir í nefndina. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastýra Vinstri grænna, sem skipuð var formaður hennar segir hins vegar í samtali við Stundina að fulltrúar Alþýðufylkingarinnar hafi sett sig í samband við hana og æskt þess að eiga aðkomu að nefndarstörfunum. Varð úr að Alþýðufylkingin myndi taka að sér að hafa samband við fulltrúa annarra flokka í sömu stöðu og ræða hvaða aðkomu þeir geti átt að starfi nefndarinnar.

„Þau vilja, sem mjög eðlilegt er, fylgjast með þessu starfi og fá leiðréttingu sinna mála ef þörf er á. Við ræddum það í þessu samhengi, við Þorvaldur [Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar], hættuna sem gæti falist í að moka peningum í flokka sem eru kannski í raun ekki starfandi, og við erum alveg meðvituð um að fara verði varlega í þeim efnum,“ segir Björg Eva.

Þarf að bregðast við nafnlausum áróðri og svindli

Nefndin hefur fundað einu sinni en henni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir 1. júní næstkomandi. Björg Eva segir hins vegar að einungis sé stefnt að því að skila niðurstöðum er varði fjárframlög til flokkanna og reglum er þau varða fyrir þann tíma. „Ég óskaði eftir því að nefndin fengi lengri tíma til að vinna að tillögum að leiðum til að koma vörnum við gegn nafnlausum áróðri, hliðarkennitölum og sjálfskipuðum hópum sem vaða uppi með hatursáróður og falsfréttir í tengslum við stjórnmálin og kosningar. Þetta tel ég afar mikilvægt verkefni og við munum meðal annars hafa samstarf við Fjölmiðlanefnd hvað þetta varðar, en hún hefur þegar fjallað um þetta. Það er nauðsynlegt að finna leiðir til að bregðast við og ég trúi að nefndin geti fundið þær leiðir. Til lengri tíma litið munu nefnilega allir tapa ef ekki verður brugðist við.“

Eftirtaldir fulltrúar skipa nefndina:

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, formaður.

Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Helgi Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.

Ásgeir Runólfsson, aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar.

Hólmfríður Þórisdóttir, skrifstofustjóri Miðflokksins.

Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar.

Magnús Þór Hafsteinsson, ritari þingflokks Flokks fólksins

Lárus Ögmundsson, aðallögfræðingur Ríkisendurskoðunar.

Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.

Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár