Embætti Tollstjóra rannsakar nú eitt tilfelli eggjasmygls úr friðuðum íslenskum fuglum. Þetta kemur fram í svörum frá embætti tollstjóra við spurningum Stundarinnar. Tollstjóri má ekki gefa sértækar upplýsingar um rannsókn mála sem eru til skoðunar hjá embættinu en Gísli Rúnar Gíslason, starfsmaður rannsóknardeildar embættisins, segir aðspurður að eitt slíkt mál sé til rannsóknar. „Tollstjóri hefur eitt mál til skoðunar og rannsókn þess er að ljúka.“
Embættið getur ekki gefið upp nánari smáatriði um eðli málsins.
Eggjasmygl kemst sjaldan upp
Stundin hefur greint frá því að maður, Gunnar Gunnarsson sem búsettur er á Húsavík og var tekinn með tugi eggja úr friðuðum íslenskum fuglum í Norrænu í ágúst í fyrra, hafi ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Meðal annars var um að ræða himbrima-, …
Athugasemdir