Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fulltrúi eigenda N1 vill lækka 5,8 milljóna króna hækkuð laun forstjórans

Formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna vill að Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi selji öll hluta­bréf sín í N1 til að mót­mæla launa­hækk­un for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn VR krefst þess að aðr­ir starfs­menn N1 fái sam­bæri­leg­ar launa­hækk­an­ir og for­stjór­inn.

Fulltrúi eigenda N1 vill lækka 5,8 milljóna króna hækkuð laun forstjórans
Guðmundur Ragnarsson Telur tilgangslítið að hafa siða- og starfskjarareglur ef ekki er farið eftir þeim. Mynd: Sandra Karls

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, vill að Lífeyrissjóðurinn Gildi selji öll hlutabréf sín í N1. Guðmundur situr í stjórn sjóðsins og vill með þessu mótmæla launahækkun Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1. Laun og hlunnindi hans hækkuðu um rúmlega eina milljón á mánuði á síðasta ári.

„Það gengur ekki lengur að gera siða- og starfskjarareglur sem enginn fer eftir,“ segir Guðmundur í pistli á vefsíðu félagsins. „Við eigum ekki að biðja þá sem hlut eiga að máli, um að laga eða bæta. Ákvörðunin er að baki og stjórn N1 verður að axla sína ábyrgð. Nú er kominn tími til að lífeyrissjóðirnir, sem eru meðal helstu eigenda, láti til sín taka.“

„Mat mitt er að lækka eigi verulega laun forstjórans sem og laun stjórnar N1.“

Guðmundur segist setja stórt spurningarmerki við hæfi forstjórans og stjórnar félagsins ef þau séu ekki hæf til að lesa inn í ástandið í samfélaginu. „Hvernig fer þetta fólk að því að leggja mat á markaðinn sem fyrirtækið starfar á, ef þau ná ekki að vera í sambandi við samfélagið sem þau búa í,“ skrifar Guðmundur. „Mat á hæfi hlýtur að eiga virka í báðar áttir. Laun geti þá líka lækkað ef hæfnin er ekki til staðar. Mat mitt er að lækka eigi verulega laun forstjórans sem og laun stjórnar N1.“

Stjórn VR samþykkti tillögu þess efnis að aðrir starfsmenn N1 hljóti sambærilegar launahækkanir og forstjórinn, en Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,3% hlut í N1. Verður tillagan lögð fram á aðalfundi N1. „Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017,“ segir í tillögunni. „Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“

Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti hluthafinn í N1 og Gildi lífeyrissjóður sá næst stærsti. Sex aðrir lífeyrissjóðir eru meðal stærstu hluthafa. Hagnaður N1 voru rúmir tveir milljarðar króna árið 2017, en hann drógst saman um 38% frá 2016, þegar hagnaður nam tæpum 3,4 milljörðum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár