Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fulltrúi eigenda N1 vill lækka 5,8 milljóna króna hækkuð laun forstjórans

Formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna vill að Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi selji öll hluta­bréf sín í N1 til að mót­mæla launa­hækk­un for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn VR krefst þess að aðr­ir starfs­menn N1 fái sam­bæri­leg­ar launa­hækk­an­ir og for­stjór­inn.

Fulltrúi eigenda N1 vill lækka 5,8 milljóna króna hækkuð laun forstjórans
Guðmundur Ragnarsson Telur tilgangslítið að hafa siða- og starfskjarareglur ef ekki er farið eftir þeim. Mynd: Sandra Karls

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, vill að Lífeyrissjóðurinn Gildi selji öll hlutabréf sín í N1. Guðmundur situr í stjórn sjóðsins og vill með þessu mótmæla launahækkun Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1. Laun og hlunnindi hans hækkuðu um rúmlega eina milljón á mánuði á síðasta ári.

„Það gengur ekki lengur að gera siða- og starfskjarareglur sem enginn fer eftir,“ segir Guðmundur í pistli á vefsíðu félagsins. „Við eigum ekki að biðja þá sem hlut eiga að máli, um að laga eða bæta. Ákvörðunin er að baki og stjórn N1 verður að axla sína ábyrgð. Nú er kominn tími til að lífeyrissjóðirnir, sem eru meðal helstu eigenda, láti til sín taka.“

„Mat mitt er að lækka eigi verulega laun forstjórans sem og laun stjórnar N1.“

Guðmundur segist setja stórt spurningarmerki við hæfi forstjórans og stjórnar félagsins ef þau séu ekki hæf til að lesa inn í ástandið í samfélaginu. „Hvernig fer þetta fólk að því að leggja mat á markaðinn sem fyrirtækið starfar á, ef þau ná ekki að vera í sambandi við samfélagið sem þau búa í,“ skrifar Guðmundur. „Mat á hæfi hlýtur að eiga virka í báðar áttir. Laun geti þá líka lækkað ef hæfnin er ekki til staðar. Mat mitt er að lækka eigi verulega laun forstjórans sem og laun stjórnar N1.“

Stjórn VR samþykkti tillögu þess efnis að aðrir starfsmenn N1 hljóti sambærilegar launahækkanir og forstjórinn, en Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,3% hlut í N1. Verður tillagan lögð fram á aðalfundi N1. „Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017,“ segir í tillögunni. „Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“

Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti hluthafinn í N1 og Gildi lífeyrissjóður sá næst stærsti. Sex aðrir lífeyrissjóðir eru meðal stærstu hluthafa. Hagnaður N1 voru rúmir tveir milljarðar króna árið 2017, en hann drógst saman um 38% frá 2016, þegar hagnaður nam tæpum 3,4 milljörðum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
6
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár