Fjölmiðlanefnd, ríkisrekin eftirlitslitstofnun með fjömiðlum á Íslandi, hefur hafið athugun á mögulegum lögbrotum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar á fjölmiðlalögum vegna sýninga á þáttunum Atvinnulífið. Um er að ræða rannsókn á tveimur þáttum, annars vegna þætti um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum gjaldeyrisbrotum útgerðarfélagsins Samherja og hinu svokallaða Asserta-málinu, sem snýst um meint gjaldeyrisbrot, og hins vegar þátt um uppgjör á þrotabúi iðnfyrirtækisins Sigurplasts þar sem skiptastjóri fyrirtækisins, Grímur Sigurðsson, var borinn þungum sökum. Þessar athuganir voru ákveðnar á fundi Fjölmiðlanefndar þann 12. mars síðastliðinn og er fjallað um þær í fundargerð nefndarinnar.
Í fundargerðinni kemur fram að um sé að ræða mögulegt meint brot á 26. grein fjölmiðlalaga og segir um það í fundargerðinni: „Fram kom að málið væri tvíþætt og hefði komið á borð fjölmiðlanefndar á grundvelli ábendingar til nefndarinnar. Í fyrsta lagi væri um að ræða sýningar á þáttunum Gjaldeyriseftirlitið í þáttaröðinni Atvinnulífið á Hringbraut, þar sem fjallað hefði verið …
Athugasemdir