Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmönnum Bjartrar framtíðar hótað eftir stjórnarslit

Theo­dóra Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir að sér hafi ver­ið ógn­að í nafn­laus­um sím­töl­um eft­ir stjórn­arslit­in á síð­asta ári. Hún seg­ist hafa far­ið að líta í kring­um sig þeg­ar hún labb­aði út úr þing­hús­inu.

Þingmönnum Bjartrar framtíðar hótað eftir stjórnarslit
Taldi sér ógnað Theodóra Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lýsti því hvernig henni var hótað í nafnlausum símtölum eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu síðastliðið haust. Mynd: Pressphotos / Geiri

Þingmenn Bjartrar framtíðar urðu fyrir hótunum eftir að flokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á síðasta ári. Voru hótanirnar meðal annars settar fram í símtölum undir númeraleynd. Þetta fullyrðir fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar og segir hótanirnar hafi verið með þeim hætti að hún hafi orðið óttaslegin og dregið sig markvisst út úr umræðu eftir stjórnaslitin.

Theodóra Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar, var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun og lýsti þessum hótunum þar. „Okkur var ógnað, við fengum símtöl sem voru með þeim hætti við ættum að hafa hægt um okkur því það væru barnaníðingar innan Bjartrar framtíðar. [...] Við létum nú rannsaka eitthvað af þessum númerum. Þetta voru bara svona einhverjir menn sem hringdu.“

Theodóra sagði umrædd símtöl hafa verið mjög óþægileg, svo óþægileg að hún hafi ákveðið að draga sig markviss út úr opinberri umræðu eftir stjórnaslitin og lét ekki ná í sig. „Ég sinnti mínu starfi og kláraði þetta en ákvað síðan að draga mig út úr þessari umræðu. Þetta hafði þannig áhrif að ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbaði út úr þinghúsinu,“ segir Theodóra og játaði því aðspurð að hún hafi verið orðin hrædd.

Hótanirnar voru ekki kærðar til lögreglu, þó að Theodóra segi að ástæða hefði verið til, en þingmenn Bjartrar framtíðar hafi ákveðið að draga athyglina ekki að hótununum á þessum tímapunkti.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár