Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmönnum Bjartrar framtíðar hótað eftir stjórnarslit

Theo­dóra Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir að sér hafi ver­ið ógn­að í nafn­laus­um sím­töl­um eft­ir stjórn­arslit­in á síð­asta ári. Hún seg­ist hafa far­ið að líta í kring­um sig þeg­ar hún labb­aði út úr þing­hús­inu.

Þingmönnum Bjartrar framtíðar hótað eftir stjórnarslit
Taldi sér ógnað Theodóra Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lýsti því hvernig henni var hótað í nafnlausum símtölum eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu síðastliðið haust. Mynd: Pressphotos / Geiri

Þingmenn Bjartrar framtíðar urðu fyrir hótunum eftir að flokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á síðasta ári. Voru hótanirnar meðal annars settar fram í símtölum undir númeraleynd. Þetta fullyrðir fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar og segir hótanirnar hafi verið með þeim hætti að hún hafi orðið óttaslegin og dregið sig markvisst út úr umræðu eftir stjórnaslitin.

Theodóra Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar, var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun og lýsti þessum hótunum þar. „Okkur var ógnað, við fengum símtöl sem voru með þeim hætti við ættum að hafa hægt um okkur því það væru barnaníðingar innan Bjartrar framtíðar. [...] Við létum nú rannsaka eitthvað af þessum númerum. Þetta voru bara svona einhverjir menn sem hringdu.“

Theodóra sagði umrædd símtöl hafa verið mjög óþægileg, svo óþægileg að hún hafi ákveðið að draga sig markviss út úr opinberri umræðu eftir stjórnaslitin og lét ekki ná í sig. „Ég sinnti mínu starfi og kláraði þetta en ákvað síðan að draga mig út úr þessari umræðu. Þetta hafði þannig áhrif að ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbaði út úr þinghúsinu,“ segir Theodóra og játaði því aðspurð að hún hafi verið orðin hrædd.

Hótanirnar voru ekki kærðar til lögreglu, þó að Theodóra segi að ástæða hefði verið til, en þingmenn Bjartrar framtíðar hafi ákveðið að draga athyglina ekki að hótununum á þessum tímapunkti.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár