Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmönnum Bjartrar framtíðar hótað eftir stjórnarslit

Theo­dóra Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir að sér hafi ver­ið ógn­að í nafn­laus­um sím­töl­um eft­ir stjórn­arslit­in á síð­asta ári. Hún seg­ist hafa far­ið að líta í kring­um sig þeg­ar hún labb­aði út úr þing­hús­inu.

Þingmönnum Bjartrar framtíðar hótað eftir stjórnarslit
Taldi sér ógnað Theodóra Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lýsti því hvernig henni var hótað í nafnlausum símtölum eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu síðastliðið haust. Mynd: Pressphotos / Geiri

Þingmenn Bjartrar framtíðar urðu fyrir hótunum eftir að flokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á síðasta ári. Voru hótanirnar meðal annars settar fram í símtölum undir númeraleynd. Þetta fullyrðir fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar og segir hótanirnar hafi verið með þeim hætti að hún hafi orðið óttaslegin og dregið sig markvisst út úr umræðu eftir stjórnaslitin.

Theodóra Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar, var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun og lýsti þessum hótunum þar. „Okkur var ógnað, við fengum símtöl sem voru með þeim hætti við ættum að hafa hægt um okkur því það væru barnaníðingar innan Bjartrar framtíðar. [...] Við létum nú rannsaka eitthvað af þessum númerum. Þetta voru bara svona einhverjir menn sem hringdu.“

Theodóra sagði umrædd símtöl hafa verið mjög óþægileg, svo óþægileg að hún hafi ákveðið að draga sig markviss út úr opinberri umræðu eftir stjórnaslitin og lét ekki ná í sig. „Ég sinnti mínu starfi og kláraði þetta en ákvað síðan að draga mig út úr þessari umræðu. Þetta hafði þannig áhrif að ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbaði út úr þinghúsinu,“ segir Theodóra og játaði því aðspurð að hún hafi verið orðin hrædd.

Hótanirnar voru ekki kærðar til lögreglu, þó að Theodóra segi að ástæða hefði verið til, en þingmenn Bjartrar framtíðar hafi ákveðið að draga athyglina ekki að hótununum á þessum tímapunkti.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár