Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur fundaði með ráðherra

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son fékk loks fund með dóms­mála­ráð­herra um vist­un hans í fang­elsi vegna fötl­un­ar. Ráð­herra vildi ekki lofa rann­sókn eða gefa út nein­ar yf­ir­lýs­ing­ar um fram­hald­ið.

Ólafur fundaði með ráðherra
Fundaði með ráðherra Ólafur Hafsteinn Einarsson fundaði með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í síðustu viku. Mynd: Berglind Jónsdóttir/Landssamtökin Þroskahjálp

Dómsmálaráðherra fundaði með Ólafi Hafsteini Einarssyni, ásamt Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp, þann 7. mars. Þar greindi Ólafur Sigríði Á. Andersen frá harðræði sem hann var beittur þegar hann var vistaður með föngum vegna þess að hann var fatlaður, þótt hann hefði ekki framið neina glæpi. Hann og fulltrúar þessara samtaka fóru fram á að rannsókn yrði hafin á þessum málaflokki og hann fengi opinbera viðurkenningu á að brotið hefði verið á honum. Að sögn Ólafs var ráðherra ekki fús til að gefa nein loforð, eða hefja rannsókn að svo stöddu.

 Ólafur er öryrki með samsetta fötlun, en hann er lögblindur, flogaveikur og með væga þroskahömlun. Á níunda áratugnum var Ólafur vistaður árum saman í kvennafangelsinu Bitru á níunda áratugnum með öðrum fötluðum einstaklingum sem deildu efstu hæð hússins með refsiföngum. Þar varð Ólafur að eigin sögn fyrir miklu harðræði, bjó við hótanir og andlegt ofbeldi, auk þess sem sjálfræði hans sem lögráða einstaklingur var ekki virt.

„Ég sagði henni að sama hvernig hún myndi bregðast við að þá myndum við halda áfram að berjast fyrir þessu máli.“

Þann 8. febrúar sendu Ólafur, ÖBÍ og Þroskahjálp dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað var eftir fundi en erindi þeirra var ekki svarað fyrr en tæpum mánuði síðar, þegar Stundin, Rúv og fleiri fjölmiðlar höfðu fjallað um málið. Þá var þeim boðið á fund með ráðherra 7. mars.

Að fundi loknum sagði Ólafur að fundurinn hefði gengið vel, þótt engu hafi verið lofað hafi ráðherra hlustað á sögu hans og framlengt fundartímann úr hálfum tíma í heilan. „Þetta komst til skila. Hún tók vel á móti okkur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort ráðherra hafi gefið einhverjar væntingar um framhaldið hafði Ólafur það eftir Sigríði að hún vildi frekar skoða stöðuna í dag en að líta til fortíðar.  „Ég sagði henni að sama hvernig hún myndi bregðast við þá myndum við halda áfram að berjast fyrir þessu máli,“ segir Ólafur. „Við ætlum að halda áfram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár