Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur fundaði með ráðherra

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son fékk loks fund með dóms­mála­ráð­herra um vist­un hans í fang­elsi vegna fötl­un­ar. Ráð­herra vildi ekki lofa rann­sókn eða gefa út nein­ar yf­ir­lýs­ing­ar um fram­hald­ið.

Ólafur fundaði með ráðherra
Fundaði með ráðherra Ólafur Hafsteinn Einarsson fundaði með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í síðustu viku. Mynd: Berglind Jónsdóttir/Landssamtökin Þroskahjálp

Dómsmálaráðherra fundaði með Ólafi Hafsteini Einarssyni, ásamt Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp, þann 7. mars. Þar greindi Ólafur Sigríði Á. Andersen frá harðræði sem hann var beittur þegar hann var vistaður með föngum vegna þess að hann var fatlaður, þótt hann hefði ekki framið neina glæpi. Hann og fulltrúar þessara samtaka fóru fram á að rannsókn yrði hafin á þessum málaflokki og hann fengi opinbera viðurkenningu á að brotið hefði verið á honum. Að sögn Ólafs var ráðherra ekki fús til að gefa nein loforð, eða hefja rannsókn að svo stöddu.

 Ólafur er öryrki með samsetta fötlun, en hann er lögblindur, flogaveikur og með væga þroskahömlun. Á níunda áratugnum var Ólafur vistaður árum saman í kvennafangelsinu Bitru á níunda áratugnum með öðrum fötluðum einstaklingum sem deildu efstu hæð hússins með refsiföngum. Þar varð Ólafur að eigin sögn fyrir miklu harðræði, bjó við hótanir og andlegt ofbeldi, auk þess sem sjálfræði hans sem lögráða einstaklingur var ekki virt.

„Ég sagði henni að sama hvernig hún myndi bregðast við að þá myndum við halda áfram að berjast fyrir þessu máli.“

Þann 8. febrúar sendu Ólafur, ÖBÍ og Þroskahjálp dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað var eftir fundi en erindi þeirra var ekki svarað fyrr en tæpum mánuði síðar, þegar Stundin, Rúv og fleiri fjölmiðlar höfðu fjallað um málið. Þá var þeim boðið á fund með ráðherra 7. mars.

Að fundi loknum sagði Ólafur að fundurinn hefði gengið vel, þótt engu hafi verið lofað hafi ráðherra hlustað á sögu hans og framlengt fundartímann úr hálfum tíma í heilan. „Þetta komst til skila. Hún tók vel á móti okkur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort ráðherra hafi gefið einhverjar væntingar um framhaldið hafði Ólafur það eftir Sigríði að hún vildi frekar skoða stöðuna í dag en að líta til fortíðar.  „Ég sagði henni að sama hvernig hún myndi bregðast við þá myndum við halda áfram að berjast fyrir þessu máli,“ segir Ólafur. „Við ætlum að halda áfram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu