Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólafur fundaði með ráðherra

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son fékk loks fund með dóms­mála­ráð­herra um vist­un hans í fang­elsi vegna fötl­un­ar. Ráð­herra vildi ekki lofa rann­sókn eða gefa út nein­ar yf­ir­lýs­ing­ar um fram­hald­ið.

Ólafur fundaði með ráðherra
Fundaði með ráðherra Ólafur Hafsteinn Einarsson fundaði með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í síðustu viku. Mynd: Berglind Jónsdóttir/Landssamtökin Þroskahjálp

Dómsmálaráðherra fundaði með Ólafi Hafsteini Einarssyni, ásamt Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp, þann 7. mars. Þar greindi Ólafur Sigríði Á. Andersen frá harðræði sem hann var beittur þegar hann var vistaður með föngum vegna þess að hann var fatlaður, þótt hann hefði ekki framið neina glæpi. Hann og fulltrúar þessara samtaka fóru fram á að rannsókn yrði hafin á þessum málaflokki og hann fengi opinbera viðurkenningu á að brotið hefði verið á honum. Að sögn Ólafs var ráðherra ekki fús til að gefa nein loforð, eða hefja rannsókn að svo stöddu.

 Ólafur er öryrki með samsetta fötlun, en hann er lögblindur, flogaveikur og með væga þroskahömlun. Á níunda áratugnum var Ólafur vistaður árum saman í kvennafangelsinu Bitru á níunda áratugnum með öðrum fötluðum einstaklingum sem deildu efstu hæð hússins með refsiföngum. Þar varð Ólafur að eigin sögn fyrir miklu harðræði, bjó við hótanir og andlegt ofbeldi, auk þess sem sjálfræði hans sem lögráða einstaklingur var ekki virt.

„Ég sagði henni að sama hvernig hún myndi bregðast við að þá myndum við halda áfram að berjast fyrir þessu máli.“

Þann 8. febrúar sendu Ólafur, ÖBÍ og Þroskahjálp dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað var eftir fundi en erindi þeirra var ekki svarað fyrr en tæpum mánuði síðar, þegar Stundin, Rúv og fleiri fjölmiðlar höfðu fjallað um málið. Þá var þeim boðið á fund með ráðherra 7. mars.

Að fundi loknum sagði Ólafur að fundurinn hefði gengið vel, þótt engu hafi verið lofað hafi ráðherra hlustað á sögu hans og framlengt fundartímann úr hálfum tíma í heilan. „Þetta komst til skila. Hún tók vel á móti okkur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort ráðherra hafi gefið einhverjar væntingar um framhaldið hafði Ólafur það eftir Sigríði að hún vildi frekar skoða stöðuna í dag en að líta til fortíðar.  „Ég sagði henni að sama hvernig hún myndi bregðast við þá myndum við halda áfram að berjast fyrir þessu máli,“ segir Ólafur. „Við ætlum að halda áfram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár