Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona lauk söngkennara- og einsöngvaradiplóma frá tónlistarháskólanum í Stuttgart undir handleiðslu Michiko Takanashi, Robert Hiller og Franzisco Araiza. Hún bjó í Stuttgart í 15 ár, á árunum 1998–2013 og eftir námið vann hún sjálfstætt sem söngkona og hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Sviss og á Ítalíu og einnig á Íslandi. Þá má geta þess að Margrét söng ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni inn á geisladiskinn „Vorljóð á ýli“ og sá Kammersveit Azimu um hljóðfæraleikinn. Um er að ræða lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur í Garði.
Úrvalsaríur
Margrét kemur fram á hádegistónleikum Íslensku óperunnar, Kúnstpásu, þriðjudaginn 13. mars. Tónleikarnir eru haldnir mánaðarlega og án endurgjalds og á þeim hafa komið fram margir af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar auk þess sem yngri söngvarar fá einnig tækifæri til að koma fram. „Það er stórkostlegt að hægt sé að bjóða upp á ókeypis tónleika í hádeginu sem Íslenska óperan stendur …
Athugasemdir