Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ferðamaður hótar afleiðingum verði umskurður barna bannaður á Íslandi

Eig­andi ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is birt­ir póst frá Banda­ríkja­manni sem kveðst ætla að hætta við Ís­lands­ferð og beita sér gegn ís­lenskri ferða­þjón­ustu verði umskurð­ur barna bann­að­ur. „Ef hún nær fram að ganga get­ið þið bú­ist við af­leið­ing­um á heimsvísu,“ seg­ir ferða­mað­ur­inn.

Ferðamaður hótar afleiðingum verði umskurður barna bannaður á Íslandi
Ferðamenn við Jökulsárlón Myndin er uppstillt og úr safni og tengist ekki viðkomandi ferðamönnum. Mynd: Shutterstock

Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited segir starfsmann fyrirtækisins hafa fengið sendar hótanir um „afleiðingar á heimsvísu“ frá bandarískum ferðamanni, sem kveðst ætla að afbóka ferð sína til Íslands ef látið verður af því að banna umskurð barna hér á landi.

Bréf ferðamannsinsIceland Unlimited barst þetta bréf í kvöld.

Umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri þingmanna liggur nú fyrir Alþingi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið, sem og hjúkrunarfræðingar.

Í bréfi, sem eigandi Iceland Unlimited, Jón Gunnar Benjamínsson, birtir í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar, kemur fram að maðurinn hyggist beita sér gegn íslenskri ferðaþjónustu í samfélagi gyðinga og múslima. 

„Við höfum frestað áformum okkar og bíðum ákvörðunar ríkisstjórnar ykkar. Ef þessi lög ná fram að ganga munum við hætta við ferðina og ferðast annað,“ segir í bréfi Bandaríkjamannsins. 

Jón Gunnar hefur kallað eftir umræðu um málið. „Þessi tölvupóstur barst starfsmanni mínum nú í kvöld en hér er sármóðgaður einstaklingur af gyðingaætt, að hætta við að bóka „self-drive“ ferð með okkur vegna tilvonandi frumvarps um bann við umskurði sveinbarna, ásamt jafnframt að hóta því að breiða út sitt „fagnaðar“-erindi til vina og vandamanna,“ skrifar hann. Samkvæmt svörum hans hafði maðurinn átt í samskiptum við fyrirtækið um ferðina áður en hann sendi póstinn.

Annar ferðaþjónustuaðili staðfestir á sama stað að hann hafi fengið hótanir frá svissneskri ferðaskrifstofu um að viðskipti við Ísland verði sniðgengin í kjölfarið umskurðarfrumvarpsins. „Við umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar, það er alveg á hreinu!“ segir síðan rekstraraðili bílaleigu.

Bréf bandaríska ferðamannsins 

„Eiginkona mín og ég vorum við það að borga inn á ferðina þegar við lásum um frumvarp ríkisstjórnar ykkar um að banna umskurð. Mér þykir þetta vera antisemítismi (bæði gegn múslimum og gyðingum) dulbúið sem „barátta fyrir réttindum barna“ sem er alger vitleysa. Við höfum frestað áformum okkar og bíðum ákvörðunar ríkisstjórnar ykkar. Ef þessi lög ná fram að ganga munum við hætta við ferðina og ferðast annað. Ég mun einnig tala gegn íslenskri ferðaþjónustu í samfélagi gyðinga í Boston og nágrenni og hafa einnig samband við bræður okkar og systur í samfélagi múslima. Ég get aðeins bundið vonir við að ríkisstjórn ykkar muni halda í snert af velsæmi og stöðva þessa ógeðfelldu tillögu. Ef hún nær fram að ganga getið þið búist við afleiðingum á heimsvísu.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umskurður barna

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár