Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt öll þessi ár?“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir frá­leitt að ætl­ast til þess að fjár­mála­ráð­herra viti um farma í ein­stök­um flug­vél­um ís­lenskra lög­að­ila milli landa.

„Er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt öll þessi ár?“

„Mér finnst rétt að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvenær vissi hann um þessa flutninga, og þar sem þetta eru umfangsmiklir flutningar, er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt í öll þessi ár?“

Þannig spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi á ellefta tímanum þegar hann átti orðastað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um vopnaflutninga Atlanta og leyfisveitingar íslenskra stjórnvalda. 

Bjarni sagði Loga fara með „rakalausan áburð“ og sagði fráleitt að ætlast til þess að hann sem fjármálaráðherra og forsætisráðherra hefði átt að vera kunnugt um vopnaflutningana. „Ég átta mig ekki á því hvað háttvirtur þingmaður á við þegar hann segir að ég sem fjármálaráðherra, eftir atvikum forsætisráðherra, hafi átt að vita hvaða farmur var í einstökum flugvélum íslenskra lögaðila í útlöndum milli landa. Hvert er háttvirtur þingmaður eiginlega kominn?“ sagði Bjarni. „Heldur hann virkilega að fjármálaráðherra sé ða fara yfir farmskrárnar? Þetta er algjörlega rakalaus áburður sem er hér færður fram og augljóst að það hefur aldrei verið á mínu borði að fara yfir þau stjórnsýslulegu atriði sem þarf að gá að í þessum málum.“ 

Kallaði Bjarni eftir málefnalegri umræðu um alvarleg mál á borð við vopnaflutninga til stríðshrjáðra landa og gagnrýndi Loga fyrir „ómerkilegt skítkast“. 

Logi gaf lítið fyrir þau orð. „Þegar mál eru falin í eitt skipti getum við kallað það slys. Í annað skipti eru það hugsanlega slæleg vinnubrögð en þegar það gerist í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá heita það vinnureglur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannarlega sýnt hverjar hans vinnureglur eru þegar kemur að gögnum sem honum finnst ekki eiga að koma fyrir alþjóð og geti komið flokknum illa,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaflutningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár