Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt öll þessi ár?“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir frá­leitt að ætl­ast til þess að fjár­mála­ráð­herra viti um farma í ein­stök­um flug­vél­um ís­lenskra lög­að­ila milli landa.

„Er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt öll þessi ár?“

„Mér finnst rétt að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvenær vissi hann um þessa flutninga, og þar sem þetta eru umfangsmiklir flutningar, er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt í öll þessi ár?“

Þannig spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi á ellefta tímanum þegar hann átti orðastað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um vopnaflutninga Atlanta og leyfisveitingar íslenskra stjórnvalda. 

Bjarni sagði Loga fara með „rakalausan áburð“ og sagði fráleitt að ætlast til þess að hann sem fjármálaráðherra og forsætisráðherra hefði átt að vera kunnugt um vopnaflutningana. „Ég átta mig ekki á því hvað háttvirtur þingmaður á við þegar hann segir að ég sem fjármálaráðherra, eftir atvikum forsætisráðherra, hafi átt að vita hvaða farmur var í einstökum flugvélum íslenskra lögaðila í útlöndum milli landa. Hvert er háttvirtur þingmaður eiginlega kominn?“ sagði Bjarni. „Heldur hann virkilega að fjármálaráðherra sé ða fara yfir farmskrárnar? Þetta er algjörlega rakalaus áburður sem er hér færður fram og augljóst að það hefur aldrei verið á mínu borði að fara yfir þau stjórnsýslulegu atriði sem þarf að gá að í þessum málum.“ 

Kallaði Bjarni eftir málefnalegri umræðu um alvarleg mál á borð við vopnaflutninga til stríðshrjáðra landa og gagnrýndi Loga fyrir „ómerkilegt skítkast“. 

Logi gaf lítið fyrir þau orð. „Þegar mál eru falin í eitt skipti getum við kallað það slys. Í annað skipti eru það hugsanlega slæleg vinnubrögð en þegar það gerist í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá heita það vinnureglur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannarlega sýnt hverjar hans vinnureglur eru þegar kemur að gögnum sem honum finnst ekki eiga að koma fyrir alþjóð og geti komið flokknum illa,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaflutningar

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár