Eggjasmyglari bíður eftir löggunni: Keypti hluta smyglvarnings í búð

Mað­ur sem var tek­inn með egg úr frið­uð­um fugl­um í Nor­rænu í fyrra hef­ur ekk­ert heyrt í lögg­unni.

Eggjasmyglari bíður eftir löggunni: Keypti hluta smyglvarnings í búð
Tíu himbrimaegg Meðal þess sem Gunnar var með í fórum sínum í Norrænu voru tíu himbrimaegg en himbriminn er friðaður fugl á Íslandi. Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

„Dettur þér í hug að ég ætli að segja þér það? Það er bara eins og sagt er: No komment,“ segir Gunnar Gunnarsson, íbúi á Húsavík, sem var tekinn með 100 egg úr íslenskum fuglum í Norrænu á leiðinni úr landi í ágúst í fyrra, þegar hann er spurður að því hvað hafi vakað fyrir honum með eggjasmyglinu. Eggjunum var pakkað inn í sælgætisdunka. Meðal annars var um að ræða egg friðaðra fugla, smyrilsegg, flórgoðaegg og ein tíu himbrimaegg auk langvíueggja. Blásið er úr eggjunum þannig að skurnin ein stendur eftir og eru þau svo seld til erlendra safnara. „Það eru ýmsir sem hafa áhuga á þessu. Líka náttúrugripasöfn og svoleiðis og guð má vita hvað,“ segir maðurinn. 

Langvíueggin fengin í búð

Mál mannsins var sent frá Lögreglunni á Egilsstöðum til Lögreglunnar á Akureyri en lögreglan þar í bæ segist ekki vera með málið á sínu borði. Gunnar segist ekkert hafa heyrt frá lögreglunni eftir að hann var tekinn með eggin. „Ég hef ekki heyrt hósta eða stunu frá þeim. Ég veit ekkert, minna en þú.“

Gunnar segir að hann svari engu um það hvort hann hafi smyglað eggjum áður eða hvort háar fjárhæðir fáist fyrir slík egg erlendis. „No komment. En þetta er alveg stórkostleg frétt. Sérstaklega þar sem hluti eggjanna var keyptur út í búð, til dæmis langvíueggin,“ segir Gunnar. 

„Ég myndi giska á að þetta sé algengara en fólk heldur“

Algengara en fólk heldur

Gunnar segist ekkert ætla að segja um þetta mál fyrr en hann hafi heyrt í lögreglunni. „Ég hef ekki heyrt neitt í rottugenginu. Þangað til ætla ég ekki að segja neitt en það væri gaman að vita hver staðan er á þessu,“ segir Gunnar.

Aðspurður hvort hann telji að slíkt eggjasmygl sé algengt á Íslandi, segir Gunnar að hann telji að minnsta kosti að sjaldgæft sé að eggjasmyglarar séu staðnir að verki. „Það er líklega frekar sjaldgæft að þetta komist upp. Já, þetta er lokaður heimur fyrir flesta; ég myndi giska á að þetta sé algengara en fólk heldur. Þetta er bara alveg eins og með hassið, held ég,“ segir Gunnar. 

ingi@stundin.is

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“
FréttirLögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breið­holti: „Taldi lög­regl­an í al­vöru ekki mik­il­vægt að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar?“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir seg­ir frá árás­inni sem nú er rann­sök­uð sem hat­urs­glæp­ur. „Kona veitt­ist að þeim, fyrst með ókvæð­isorð­um en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði til­raun­ir til að rífa í hijab kvenn­anna sem er þekkt að­ferð hat­urs­glæpa­manna til að nið­ur­lægja múslima.“
Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Fréttir

Snapp­ari sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir af meintu sjálfs­vígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár