Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Kjart­an Ad­olfs­son var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn elstu dótt­ur sinni ár­ið 1991. Hún gerði sitt besta til að vernda yngri syst­ur sín­ar fyr­ir Kjart­ani, en nú er hann ákærð­ur fyr­ir að hafa brot­ið gróf­lega gegn þeim báð­um um ára­bil.

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Kjartani Adolfssyni þar sem honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. 

Stundin hefur fjallað ítarlega um brot mannsins, en málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í gær. Í síðasta tölublaði birtist viðtal við Önnu Kjartansdóttur þar sem hún sagði frá misþyrmingunum sem hún mátti þola í æsku, bæði af hendi föður síns og ofbeldisfullrar stjúpu.

Kjartan var dæmdur í tíu mánaða fangelsi árið 1991 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni, Guðrúnu Kjartansdóttur, sem árangurslaust reyndi að vernda yngri systur sínar fyrir Kjartani.

Guðrún sagði sögu sína í viðtali við Stundina þann 25. nóvember 2017, en jafnframt var greint frá því að systir Kjartans hefði tilkynnt hann til barnaverndaryfirvalda án árangurs. Nýlega var Kjartan svo færður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa brotið gegn þriðju dótturinni, Lindu Bíu Kjartansdóttur. 

Ákæra héraðssaksóknara gegn Kjartani lýtur að brotum hans gegn Önnu og Lindu. Brotunum er lýst með ítarlegum hætti í ákæru, en þau voru margvísleg og gróf, framin þegar Anna var á aldrinum 5 til 12 ára og áttu sér stað á heimili þeirra og á gististað. Fjölskyldan var þá búsett í Tælandi, en Kjartani er einnig gefið að sök að hafa strokið Önnu um rassinn þegar hún var orðin fimmtán ára gömul og þau voru við störf í frystihúsi á Íslandi. Þá er hann ákærður fyrir brot gegn Lindu þegar hún var á aldrinum 7 til 9 ára.

Fram kemur í ákærunni að Kjartan hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart dætrum sínum og  traust þeirra og trúnað til sín sem föður. Háttsemin varði við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 202. gr. Jafnframt er honum gefið að sök að hafa brotið gegn nálgunarbanni árið 2016 með því að hitta Önnu af ásettu ráði í verslunarmiðstöð.

„Eftir hvert einasta skipti sem pabbi var búinn að misnota mig sagði hann fyrirgefðu og lofaði að gera þetta aldrei aftur. Samt gerði hann þetta alltaf aftur. Ég sagði við hann að þetta væri allt í lagi, ég veit ekki af hverju, ég vissi ekki að það væri rangt að gera þetta,“ sagði Anna í viðtalinu sem birtist á dögunum. „Ég hélt að þetta væri eðlilegt og allar stelpur lentu í því. Hann var líka búinn að segja að ef ég myndi segja einhverjum frá þessu þá myndi hann lenda í vondum málum og ég var hrædd við það. Hvað yrði þá um mig? Ég var búin að missa mömmu, og án pabba – hvar væri ég þá?“

Kerfið brást sytrum hennar 

Eldri systir hennar hefur verið mjög gagnrýnin á að faðir hennar, sem var dæmdur barnaníðingur, fékk eftirlitslaust að halda heimili með börnum. „Ísland er fámennt samfélag og þar væri ekki erfitt að halda skrá yfir dæmda menn og veita þeim eftirlit. Pabbi var dæmdur maður og hafði misst forræðið yfir mér þegar hann stofnaði nýja fjölskyldu. Það hefði ekki átt að vera erfitt að fylgjast með honum. Svo má velta því upp hvort hann ætti yfirhöfuð að vera með forræði yfir börnum og deila heimili með þeim,“ sagði Guðrún í samtali við Stundina. 

Engar eftirlitsheimildir eru í lögum með dæmdum barnaníðingum. Barnaverndarstofa hefur í tvígang sent Alþingi tillögu að breytingu á lögum sem myndi heimila eftirlit með mönnum sem eru taldir hættulegir og líklegir til að brjóta af sér aftur, en pólitískur vilji hefur ekki verið fyrir því. 

Kjartan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í október, þegar Linda kærði hann fyrir kynferðisbrot, en áður hafði Anna lagt fram kæru á hendur honum. Á heimilinu voru einnig tvö yngri systkini þeirra en börnin eru öll komin í fóstur. Guðrún sagði gott að vita af því að börnin væru komin í skjól. „Síðan vona ég að pabbi minn fái þann dóm sem hann verðskuldar. Fyrst hann vissi að hann gæti fengið sextán ára dóm fyrir þetta á hann að fá hann. Af því að hann valdi þetta sjálfur.“

Fram til þessa hefur Kjartan neitað sök. Lögreglustjóri hefur bent á að í frásögnum dætra hans sé hægt að greina ákveðið mynstur sem bendi til þess að hann sé hættulegur umhverfi sínu. Gæsluvarðhald yfir honum hefur ítrekað verið framlengt á þeim forsendum að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málin eru til rannsóknar. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár