Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð

Beiðni Björns Levís Gunn­ars­son­ar og fleiri þing­manna um skýrslu vegna við­bragða við rann­sókn­ar­skýrslu Al­þing­is vegna falls ís­lensku bank­anna 2008 var til um­ræðu á þingi í dag. Skýrslu­beiðn­in var stöðv­uð af stjórn­ar­þing­mönn­um í lok janú­ar.

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar gagnrýnir að ríkisstjórnarmeirihlutinn hafi ekki viljað afgreiða skýrslubeiðni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir fáheyrt og stórundarlegt að ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að skýrslubeiðni þingmanna hafi verið afgreidd. Skýrslubeiðni um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis vegna falls íslensku bankanna 2008 var til umræðu á þingi í dag, en atkvæðagreiðslu um beiðnina var frestað í lok janúar. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sagðist mundu taka það til skoðunar að setja skýrslubeiðnina aftur á dagskrá.

Beiðnin var lögð fram 24. janúar að frumkvæði Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, ásamt fleiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar og unnin í samráði við lögfræðinga á nefndasviði Alþingis. Óskað var eftir því að ráðherra flytti Alþingi skýrslu um ábendingar er varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og aðrir stjórnarþingmenn lögðust þá gegn skýrslubeiðninni, einkum á þeim grundvelli að skýrslunni væri ekki beint til rétts aðila og að ekki hefði farið fram kostnaðarmat á því að svara þeim spurningum sem fram koma. Þá væri það  ekki fjármálaráðuneytisins að taka saman efni á borð við það sem beðið er um í skýrslubeiðninni.

„Það er fáheyrt, stórundarlegt, að hér hafi hæstvirtur fjármálaráðherra og í rauninni ríkisstjórn Íslands komið í veg fyrir að skýrslubeiðni væri afgreidd,“ sagði Þorgerður Katrín á þingi í dag. „Þetta er fáheyrt og hefur ekki gerst í hátt í 30 ár að framkvæmdavaldið komi í veg fyrir það að löggjafarvaldið afgreiði hér eðlilega skýrslubeiðni.“

Verði tekin aftur á dagskrá

„Ég verð að gera alvarlega athugasemd við afskipti ráðherra af skýrslubeiðni þingmanna, þeim dómi sem hann lagði á vinnu þingmanna og gæðaeftirlit þingsins,“ sagði Björn Leví. „Orð ráðherra um skýrslubeiðnina standast ekki skoðun og þeir sem gagnrýndu hafa á tæpum mánuði ekki rökstutt mál sitt á neinn hátt. Því legg ég fram að skýrslubeiðnirnar verði á ný settar á dagskrá þingsins.“

Björn Leví sagðist hafa beðið og ýtt á eftir hugmyndum um betrumbætur frá þeim sem kvörtuðu, en ekkert fengið. „Á meðan fór ég yfir málið með sérfræðingum þingsins, sem sögðu að kannski væri hægt að sérstaklega taka það fram að ráðherra ætti auðvitað bara að svara fyrir þær ábendingar sem að heyrðu undir hans verksvið. Eitthvað sem ætti að segja sig sjálft. Engar aðrar athugasemdir var að finna, enda er skýrslubeiðnin faglega unnin með dyggri aðstoð frá sérfræðingum þingsins,“ sagði Björn Leví.

Að loknum umræðum undir liðnum „Um fundarstjórn“ sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætla að taka það til skoðunar að setja skýrslubeiðnina aftur á dagskrá þingsins. Enginn annar stjórnarþingmaður tók til máls um þetta atriði.

Hér má sjá skýrslubeiðnina í heild:

Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármála- og efnahagsráðherra flytji Alþingi skýrslu um ábendingar sem varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar.

Í skýrslunni verði samantekt á ábendingum þeim til stjórnsýslunnar sem settar eru fram í skýrslunum og fjallað verði m.a. um:

    1.      hversu margar ábendingar koma fram sem beint er til stjórnsýslunnar,      

    2.      hverjar þær ábendingar eru,

    3.      hvernig brugðist hefur verið við þeim og

    4.      hvaða ábendingum hefur ekki enn verið brugðist við.

Í þeim tilvikum sem brugðist hefur verið við ábendingum er óskað eftir að upplýst verði:

    1.      hvernig tryggt hafi verið að þeim hafi verið og verði fylgt eftir,

    2.      hver hafi verið tilnefndur ábyrgðaraðili og

    3.      hvernig ráðherra hyggist fylgja eftir ábendingum þar sem ekki hefur verið tilnefndur ábyrgðaraðili.

Óskað er eftir tæmandi lista yfir þær ábendingar sem ráðherra hyggst ekki bregðast við ásamt ástæðum þess og mati ráðherra á þeim árangri sem eftirfylgni hefur haft í för með sér og hvernig sá árangur er mældur.

Að lokum er farið fram á að ráðherra geri grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á starfsemi banka og sparisjóða í kjölfar ábendinga úr rannsóknarskýrslu Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
FréttirHrunið

Timot­hy Geit­hner um hrun­ið á Ís­landi: „Skakkt núm­er, hringdu í Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár