Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð

Beiðni Björns Levís Gunn­ars­son­ar og fleiri þing­manna um skýrslu vegna við­bragða við rann­sókn­ar­skýrslu Al­þing­is vegna falls ís­lensku bank­anna 2008 var til um­ræðu á þingi í dag. Skýrslu­beiðn­in var stöðv­uð af stjórn­ar­þing­mönn­um í lok janú­ar.

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar gagnrýnir að ríkisstjórnarmeirihlutinn hafi ekki viljað afgreiða skýrslubeiðni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir fáheyrt og stórundarlegt að ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að skýrslubeiðni þingmanna hafi verið afgreidd. Skýrslubeiðni um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis vegna falls íslensku bankanna 2008 var til umræðu á þingi í dag, en atkvæðagreiðslu um beiðnina var frestað í lok janúar. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sagðist mundu taka það til skoðunar að setja skýrslubeiðnina aftur á dagskrá.

Beiðnin var lögð fram 24. janúar að frumkvæði Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, ásamt fleiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar og unnin í samráði við lögfræðinga á nefndasviði Alþingis. Óskað var eftir því að ráðherra flytti Alþingi skýrslu um ábendingar er varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og aðrir stjórnarþingmenn lögðust þá gegn skýrslubeiðninni, einkum á þeim grundvelli að skýrslunni væri ekki beint til rétts aðila og að ekki hefði farið fram kostnaðarmat á því að svara þeim spurningum sem fram koma. Þá væri það  ekki fjármálaráðuneytisins að taka saman efni á borð við það sem beðið er um í skýrslubeiðninni.

„Það er fáheyrt, stórundarlegt, að hér hafi hæstvirtur fjármálaráðherra og í rauninni ríkisstjórn Íslands komið í veg fyrir að skýrslubeiðni væri afgreidd,“ sagði Þorgerður Katrín á þingi í dag. „Þetta er fáheyrt og hefur ekki gerst í hátt í 30 ár að framkvæmdavaldið komi í veg fyrir það að löggjafarvaldið afgreiði hér eðlilega skýrslubeiðni.“

Verði tekin aftur á dagskrá

„Ég verð að gera alvarlega athugasemd við afskipti ráðherra af skýrslubeiðni þingmanna, þeim dómi sem hann lagði á vinnu þingmanna og gæðaeftirlit þingsins,“ sagði Björn Leví. „Orð ráðherra um skýrslubeiðnina standast ekki skoðun og þeir sem gagnrýndu hafa á tæpum mánuði ekki rökstutt mál sitt á neinn hátt. Því legg ég fram að skýrslubeiðnirnar verði á ný settar á dagskrá þingsins.“

Björn Leví sagðist hafa beðið og ýtt á eftir hugmyndum um betrumbætur frá þeim sem kvörtuðu, en ekkert fengið. „Á meðan fór ég yfir málið með sérfræðingum þingsins, sem sögðu að kannski væri hægt að sérstaklega taka það fram að ráðherra ætti auðvitað bara að svara fyrir þær ábendingar sem að heyrðu undir hans verksvið. Eitthvað sem ætti að segja sig sjálft. Engar aðrar athugasemdir var að finna, enda er skýrslubeiðnin faglega unnin með dyggri aðstoð frá sérfræðingum þingsins,“ sagði Björn Leví.

Að loknum umræðum undir liðnum „Um fundarstjórn“ sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætla að taka það til skoðunar að setja skýrslubeiðnina aftur á dagskrá þingsins. Enginn annar stjórnarþingmaður tók til máls um þetta atriði.

Hér má sjá skýrslubeiðnina í heild:

Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármála- og efnahagsráðherra flytji Alþingi skýrslu um ábendingar sem varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar.

Í skýrslunni verði samantekt á ábendingum þeim til stjórnsýslunnar sem settar eru fram í skýrslunum og fjallað verði m.a. um:

    1.      hversu margar ábendingar koma fram sem beint er til stjórnsýslunnar,      

    2.      hverjar þær ábendingar eru,

    3.      hvernig brugðist hefur verið við þeim og

    4.      hvaða ábendingum hefur ekki enn verið brugðist við.

Í þeim tilvikum sem brugðist hefur verið við ábendingum er óskað eftir að upplýst verði:

    1.      hvernig tryggt hafi verið að þeim hafi verið og verði fylgt eftir,

    2.      hver hafi verið tilnefndur ábyrgðaraðili og

    3.      hvernig ráðherra hyggist fylgja eftir ábendingum þar sem ekki hefur verið tilnefndur ábyrgðaraðili.

Óskað er eftir tæmandi lista yfir þær ábendingar sem ráðherra hyggst ekki bregðast við ásamt ástæðum þess og mati ráðherra á þeim árangri sem eftirfylgni hefur haft í för með sér og hvernig sá árangur er mældur.

Að lokum er farið fram á að ráðherra geri grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á starfsemi banka og sparisjóða í kjölfar ábendinga úr rannsóknarskýrslu Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
FréttirHrunið

Timot­hy Geit­hner um hrun­ið á Ís­landi: „Skakkt núm­er, hringdu í Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
1
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár