Kölluð kellingartussa og negri

Pascale Elísa­bet Skúla­dótt­ir, leið­sögu­mað­ur frá Ak­ur­eyri, varð fyr­ir al­var­leg­um kyn­þátta­for­dóm­um á bens­ín­stöð í Reykja­vík í vik­unni. Hún ætl­ar að kæra at­vik­ið til lög­reglu.

Kölluð kellingartussa og negri
Pascale Elísabet Skúladóttir varð fyrir kynþáttafordómum í vikunni. Mynd: Úr einkasafni

Pascale Elísabet Skúladóttir varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að verða fyrir alvarlegum kynþáttafordómum af hálfu fullorðins karlmanns á bensínstöð í Reykjavík í vikunni. Hún segir að hann hafi öskrað á hana, hrint henni aftur á bak, hrækt inn um opna hurðina á bílnum hennar, kallað hana kellingartussu, negra og sagt að hún komi frá „svertingjalandi“. Pascale greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni í dag og segist í samtali við Stundina ætla að kæra málið til lögreglu á mánudag. „Mér finnst svona hegðun ekki í lagi og þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta fyrst þetta er á þessu stigi,“ segir hún.

Pascale var, ásamt samstarfsfélaga sínum, að sendast eftir rúðupissi fyrir fyrirtækið sem hún starfar fyrir þegar atvikið varð. „Þar erum við að hringa planið þegar ég rek augun í starfsmann á plani við eina af bensíndælunum. Ég skrúfa niður gluggann og renni uppað honum til að spyrja hvert ég eigi að snúa mér til að fylla á tvo 20 l brúsa af rúðuvökva. Ég er ekki búin að bera upp erindið þegar flautað er á mig. Ég og starfsmaðurinn snúum okkur við og sjáum mann koma, sótillan á svip sem segir mér að drulla mér í burtu því hann sé næstur.“

„Ég er blönduð og fædd fyrir norðan, alin upp á Íslandi og Akureyringur í gegn.“ 

Hún segir að sér hafi brugðið verulega, sett bílinn í handbremsu og stigið út úr bílnum til þess að biðja manninn afsökunar. „Hann öskrar á mig að drulla mér burt, hrindir mér afturábak (ég datt samt ekki ), hrækir inn um opna hurðina á bílnum mínum, kallar mig kellingartussu og negra og segir mér með háði að ég komi frá svertingjalandi!! Ég gekk á eftir honum til að reyna að tala við hann en hann bara bölvaði mér og skellti hurðinni á nefið á mér.“

Pascale segist hafa verið mjög slegin yfir framkomu mannsins og algjörlega miður sín. Þetta sé hins vegar ekki í fyrsta skipti sem hún verður fyrir aðkasti vegna, að því er virðist, húðlit sínum hér á landi. „Ég er blönduð og fædd fyrir norðan, alin upp á Íslandi og Akureyringur í gegn,“ segir hún. 

Hilmar B. Þráinsson vörubílstjóri varð vitni að atvikinu. „Þarna var einhver karl sem var að bíða eftir dælu og svo losnar dælan og þá keyrir hún óvart fram fyrir hann. Tekur greinilega ekki eftir því að hann sé að bíða eftir dælunni. Keyrir upp að starfsmanni á plani sem stendur þarna og spyr hann hvar hún geti fyllt á rúðupiss. Þá kemur þessi maður öskrandi og gargandi, ýtir við henni, hrækir inn í bílinn hjá henni og kallar hana öllum illum nöfnum. Ég gerði nú ekkert til að byrja með en svo ætlaði hann greinilega ekkert að hætta og þá fór ég og spurði hann hvort hann vildi ekki bara koma sér í burtu. Þetta væri komið gott. Svona hagaði maður sér ekki.“

Hér má lesa færslu Pascale í heild:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár