Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kölluð kellingartussa og negri

Pascale Elísa­bet Skúla­dótt­ir, leið­sögu­mað­ur frá Ak­ur­eyri, varð fyr­ir al­var­leg­um kyn­þátta­for­dóm­um á bens­ín­stöð í Reykja­vík í vik­unni. Hún ætl­ar að kæra at­vik­ið til lög­reglu.

Kölluð kellingartussa og negri
Pascale Elísabet Skúladóttir varð fyrir kynþáttafordómum í vikunni. Mynd: Úr einkasafni

Pascale Elísabet Skúladóttir varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að verða fyrir alvarlegum kynþáttafordómum af hálfu fullorðins karlmanns á bensínstöð í Reykjavík í vikunni. Hún segir að hann hafi öskrað á hana, hrint henni aftur á bak, hrækt inn um opna hurðina á bílnum hennar, kallað hana kellingartussu, negra og sagt að hún komi frá „svertingjalandi“. Pascale greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni í dag og segist í samtali við Stundina ætla að kæra málið til lögreglu á mánudag. „Mér finnst svona hegðun ekki í lagi og þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta fyrst þetta er á þessu stigi,“ segir hún.

Pascale var, ásamt samstarfsfélaga sínum, að sendast eftir rúðupissi fyrir fyrirtækið sem hún starfar fyrir þegar atvikið varð. „Þar erum við að hringa planið þegar ég rek augun í starfsmann á plani við eina af bensíndælunum. Ég skrúfa niður gluggann og renni uppað honum til að spyrja hvert ég eigi að snúa mér til að fylla á tvo 20 l brúsa af rúðuvökva. Ég er ekki búin að bera upp erindið þegar flautað er á mig. Ég og starfsmaðurinn snúum okkur við og sjáum mann koma, sótillan á svip sem segir mér að drulla mér í burtu því hann sé næstur.“

„Ég er blönduð og fædd fyrir norðan, alin upp á Íslandi og Akureyringur í gegn.“ 

Hún segir að sér hafi brugðið verulega, sett bílinn í handbremsu og stigið út úr bílnum til þess að biðja manninn afsökunar. „Hann öskrar á mig að drulla mér burt, hrindir mér afturábak (ég datt samt ekki ), hrækir inn um opna hurðina á bílnum mínum, kallar mig kellingartussu og negra og segir mér með háði að ég komi frá svertingjalandi!! Ég gekk á eftir honum til að reyna að tala við hann en hann bara bölvaði mér og skellti hurðinni á nefið á mér.“

Pascale segist hafa verið mjög slegin yfir framkomu mannsins og algjörlega miður sín. Þetta sé hins vegar ekki í fyrsta skipti sem hún verður fyrir aðkasti vegna, að því er virðist, húðlit sínum hér á landi. „Ég er blönduð og fædd fyrir norðan, alin upp á Íslandi og Akureyringur í gegn,“ segir hún. 

Hilmar B. Þráinsson vörubílstjóri varð vitni að atvikinu. „Þarna var einhver karl sem var að bíða eftir dælu og svo losnar dælan og þá keyrir hún óvart fram fyrir hann. Tekur greinilega ekki eftir því að hann sé að bíða eftir dælunni. Keyrir upp að starfsmanni á plani sem stendur þarna og spyr hann hvar hún geti fyllt á rúðupiss. Þá kemur þessi maður öskrandi og gargandi, ýtir við henni, hrækir inn í bílinn hjá henni og kallar hana öllum illum nöfnum. Ég gerði nú ekkert til að byrja með en svo ætlaði hann greinilega ekkert að hætta og þá fór ég og spurði hann hvort hann vildi ekki bara koma sér í burtu. Þetta væri komið gott. Svona hagaði maður sér ekki.“

Hér má lesa færslu Pascale í heild:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár