Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kölluð kellingartussa og negri

Pascale Elísa­bet Skúla­dótt­ir, leið­sögu­mað­ur frá Ak­ur­eyri, varð fyr­ir al­var­leg­um kyn­þátta­for­dóm­um á bens­ín­stöð í Reykja­vík í vik­unni. Hún ætl­ar að kæra at­vik­ið til lög­reglu.

Kölluð kellingartussa og negri
Pascale Elísabet Skúladóttir varð fyrir kynþáttafordómum í vikunni. Mynd: Úr einkasafni

Pascale Elísabet Skúladóttir varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að verða fyrir alvarlegum kynþáttafordómum af hálfu fullorðins karlmanns á bensínstöð í Reykjavík í vikunni. Hún segir að hann hafi öskrað á hana, hrint henni aftur á bak, hrækt inn um opna hurðina á bílnum hennar, kallað hana kellingartussu, negra og sagt að hún komi frá „svertingjalandi“. Pascale greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni í dag og segist í samtali við Stundina ætla að kæra málið til lögreglu á mánudag. „Mér finnst svona hegðun ekki í lagi og þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þetta fyrst þetta er á þessu stigi,“ segir hún.

Pascale var, ásamt samstarfsfélaga sínum, að sendast eftir rúðupissi fyrir fyrirtækið sem hún starfar fyrir þegar atvikið varð. „Þar erum við að hringa planið þegar ég rek augun í starfsmann á plani við eina af bensíndælunum. Ég skrúfa niður gluggann og renni uppað honum til að spyrja hvert ég eigi að snúa mér til að fylla á tvo 20 l brúsa af rúðuvökva. Ég er ekki búin að bera upp erindið þegar flautað er á mig. Ég og starfsmaðurinn snúum okkur við og sjáum mann koma, sótillan á svip sem segir mér að drulla mér í burtu því hann sé næstur.“

„Ég er blönduð og fædd fyrir norðan, alin upp á Íslandi og Akureyringur í gegn.“ 

Hún segir að sér hafi brugðið verulega, sett bílinn í handbremsu og stigið út úr bílnum til þess að biðja manninn afsökunar. „Hann öskrar á mig að drulla mér burt, hrindir mér afturábak (ég datt samt ekki ), hrækir inn um opna hurðina á bílnum mínum, kallar mig kellingartussu og negra og segir mér með háði að ég komi frá svertingjalandi!! Ég gekk á eftir honum til að reyna að tala við hann en hann bara bölvaði mér og skellti hurðinni á nefið á mér.“

Pascale segist hafa verið mjög slegin yfir framkomu mannsins og algjörlega miður sín. Þetta sé hins vegar ekki í fyrsta skipti sem hún verður fyrir aðkasti vegna, að því er virðist, húðlit sínum hér á landi. „Ég er blönduð og fædd fyrir norðan, alin upp á Íslandi og Akureyringur í gegn,“ segir hún. 

Hilmar B. Þráinsson vörubílstjóri varð vitni að atvikinu. „Þarna var einhver karl sem var að bíða eftir dælu og svo losnar dælan og þá keyrir hún óvart fram fyrir hann. Tekur greinilega ekki eftir því að hann sé að bíða eftir dælunni. Keyrir upp að starfsmanni á plani sem stendur þarna og spyr hann hvar hún geti fyllt á rúðupiss. Þá kemur þessi maður öskrandi og gargandi, ýtir við henni, hrækir inn í bílinn hjá henni og kallar hana öllum illum nöfnum. Ég gerði nú ekkert til að byrja með en svo ætlaði hann greinilega ekkert að hætta og þá fór ég og spurði hann hvort hann vildi ekki bara koma sér í burtu. Þetta væri komið gott. Svona hagaði maður sér ekki.“

Hér má lesa færslu Pascale í heild:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár