Fastanefnd Íslands svarar Evrópuráðinu sem taldi fjölmiðlafrelsi ógnað á Íslandi

„Þannig stað­festi dóm­ur­inn að rétt­ur­inn til frjálsra og lýð­ræð­is­legra kosn­inga er ná­tengd­ur rétt­in­um til frjálsr­ar tján­ing­ar, en hvort tveggja eru horn­stein­ar lýð­ræð­is­þjóð­fé­lags,“ seg­ir í bréfi fasta­nefnd­ar Ís­lands hjá Evr­ópu­ráð­inu.

Fastanefnd Íslands svarar Evrópuráðinu sem taldi fjölmiðlafrelsi ógnað á Íslandi

Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu hefur sent Evrópuráðinu bréf þar sem brugðist er við áhyggjum þess af lögbanni íslenskra stjórnvalda á fréttaflutning af fjármálum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra. 

Ísland lenti á eins konar válista Evrópuráðsins vegna ógna við fjölmiðlafrelsi þann 18. október 2017 eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti beiðni Glitnis Holdco um lögbann á umfjöllun og upplýsingamiðlun Stundarinnar og Reykjavik Media um viðskiptagjörninga þáverandi forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Á vef Evrópuráðsins kemur fram að ógnin við fjölmiðlafrelsi stafi frá íslenska ríkinu og að  um sé að ræða atburði sem geti haft kælingaráhrif á frelsi fjölmiðla. 

Í bréfinu frá fulltrúum íslenskra stjórnvalda er fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 2. febrúar síðastliðinn.

Bent er á að dómurinn hafi hafnað lögbannskröfunni á þeim grundvelli að fréttaflutningurinn hafi ekki falið í sér brot gegn friðhelgi einkalífs, enda hafi upplýsingarnar varðað forsætisráðherra og haft mikilvæga þýðingu fyrir lýðræðislega umræðu hér á landi. 

„Vert er að athuga að í dóminum er byggt á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og vísað til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu við mat á því hvort takmarkanir á tjáningarfrelsi geti talist nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi. Sú staðreynd að lögbannsins var krafist 12 dögum fyrir þingosningar var einnig talin hafa þýðingu í málinu. Þannig staðfesti dómurinn að rétturinn til frjálsra og lýðræðislegra kosninga er nátengdur réttinum til frjálsrar tjáningar, en hvort tveggja eru hornsteinar lýðræðisþjóðfélags.“ Tekið er fram í bréfinu að Glitnir HoldCo hafi enn kost á því að áfrýja dómnum til efra dómstigs; þannig verði lögbannið áfram í gildi á meðan beðið er endanlegrar dómsúrlausnar. 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmálinu sem hér er fjallað um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár