Örfirisey var talin besti kosturinn fyrir olíubirgðarstöð í rannsókn frá 2007 sem borgarstjóri kallaði eftir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar, hefur kallað eftir íbúabyggð með háhýsum í stað olíutankanna, en kostnaðurinn við flutning stöðvarinnar væri að minnsta kosti 13-16 milljarðar króna.
„Grandinn er nú þegar með margs konar hverfisverslun og þjónustu en þar er ekki ein einasta skipulögð íbúð enda er svæðið skipulagt atvinnu- og hafnarsvæði,“ skrifaði Eyþór í Fréttablaðinu 19. janúar. „Mögulegt er að byggja 10-15 þúsund manna byggð í áföngum í Örfirisey og bjóða þar fram myndarlega þróun byggðar sem myndi létta á ójafnvægi í umferð og vera valkostur fyrir fólk sem vill búa á miðsvæði.“
Sumarið 2006 óskaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri og samflokksmaður Eyþórs, eftir greiningu á staðsetningu olíubirgðarstöðvarinnar. Verkefnisstjórn skilaði af sér niðurstöðum í október 2007 og kom fjöldi aðila að verkinu, en danska ráðgjafarfyrirtækið COWI framkvæmdi áhættugreiningu á stöðinni. Fimmtán staðarvalkostir …
Athugasemdir