Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sögulega lágar vaxtabætur í ár

Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar verð­ur upp­hæð vaxta­bóta sögu­lega lág næstu ár. Fjár­veit­ing til vaxta­bóta er um 4 millj­arð­ar króna, en 40% fer til tekju­hærri helm­ings þjóð­ar­inn­ar og 90% til þeirra sem eiga meiri verg­ar eign­ir, sam­kvæmt rann­sókn Íbúðalána­sjóðs. Starf nefnda sem vinna að úr­bót­um hef­ur taf­ist.

Sögulega lágar vaxtabætur í ár

Upphæð vaxtabóta í ár verður sú lægsta síðan vaxtabótakerfið var sett á fót. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar munu reiknireglur vaxtabóta verða þær sömu fram til ársins 2023 og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta standa í stað að raungildi næstu árin. Endurskoðun stefnu um bótakerfi, tekjuskatt og húsnæðisstuðning frestaðist vegna stjórnarskipta og því óljóst hvaða upphæðir verða settar í málaflokkinn til lengri tíma.

Fjárhagslegur stuðningur við leigjendur hækkaði um áramótin en vaxtabætur halda áfram að dragast saman. Fjárheimildir vegna þeirra lækkuðu úr 4,3 milljörðum króna í 4 milljarða á milli ára á fjárlögum, en þær hafa aldrei verið lægri að raunvirði. Eru þær nú tæpur þriðjungur þess fjármagns sem ríkið leggur í húsnæðisstuðning. Húsnæðisbætur til leigjenda eru nú hærri en vaxtabætur til eigenda húsnæðis.

„Það vekur athygli hversu stór hluti vaxtabóta rennur til fólks í efri tekjuhópum,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs. „Þá renna vaxtabætur eðli málsins samkvæmt aðallega til fólks …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár