Hjónin Þuríður Jónsdóttir og Viðar Gunnarsson áttu fjórar heilbrigðar dætur á aldrinum fjögurra til 12 ára þegar fimmta dóttirin fæddist fyrir 23 árum.
„Ég fann strax þegar hún fæddist að það var eitthvað að en það tók mig 10 mánuði að fá lækna til að viðurkenna að svo væri,“ segir Þuríður.
„Ég talaði um þetta við lækna á fæðingardeildinni en þeim fannst þetta vera óttalegt vesen í mér; mér var til dæmis sagt að ef við færum að gera eitthvert mál úr þessu þá þyrfti að skrá hana á vökudeild og þá gæti ég ekki haft hana eins mikið hjá mér. Mér fannst eins og það væri verið að koma inn samviskubiti hjá mér þannig að ég hætti að tala um þetta og fór með hana heim.
Hún var óvenju róleg fyrsta árið. Það þurfti alltaf að kíkja í vagninn til að athuga hvort hún væri vakandi eða sofandi. Hún …
Athugasemdir