Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Húsnæðis- og leiguverð hækka áfram næstu árin

Ólík­legt er að byggt verði nóg til að mæta eft­ir­spurn, að mati grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka. Gríð­ar­leg fólks­fjölg­un er í vænd­um sem bygg­inga­geir­inn þarf að mæta.

Húsnæðis- og leiguverð hækka áfram næstu árin

Húsnæðisverð mun halda áfram að hækka næstu árin, sér í lagi í úthverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögum, að mati greiningardeildar Arion banka. Byggja þarf hátt í 9.000 íbúðir á landinu öllu til ársloka 2020 til að halda í við uppsafnaða þörf og fólksfjölgun, en ólíklegt er að það náist. Þá hefur leiguverð hækkað talsvert umfram launaþróun síðasta ár.

Greiningardeild Arion banka birti í dag skýrslu sína „Húsnæðismarkaðurinn: Frá hæli til heilsu“, en samkvæmt niðurstöðum hennar er markaðurinn í þenslu og verður áfram til ársloka 2020 hið minnsta. Gott efnahagsástand, aukinn kaupmáttur og lægri vextir muni áfram ýta undir spurn eftir húsnæði. Hins vegar sé ólíklegt að byggt verði nóg af íbúðum næstu árin til að mæta þeirri eftirspurn. Húsnæðisverð haldi því áfram að hækka.

Öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu í verði árið 2017, en utan þess hækkaði fasteignaverð mest í nágrannasveitarfélögum á suðvesturhorninu, svo sem á Selfossi og Suðurnesjum. Hægt hefur þó á hækkun fasteignaverðs í miðborg Reykjavíkur. Greiningardeild Arion spáir 6,6% hækkun húsnæðisverðs í ár, 4,1% hækkun á næsta ári og 2,3% hækkun árið 2020.

Ljóst er að nýir kaupendur þurfa sífellt meira á milli handanna til að komast inn á markaðinn. Sé dæmi tekið um 25 milljón króna íbúð sem keypt er í dag, þarf kaupandi að eiga 3.750.000 kr. í útborgun, taki hann 85% lán. Gangi spár eftir mun kaupandi þurfa að reiða fram rúmlega hálfri milljón meira, eða 4.257.000 krónur, til að tryggja sér sömu íbúð eftir þrjú ár.

Verðtryggð lán eru enn mun algengari meðal almennings en óverðtryggð, en aðeins 22% nýrra útlána bankanna til heimila árið 2017 voru óverðtryggð.

Þróunin hefur einnig haft töluverð áhrif á leigumarkaðinn. Leiguverð hækkaði talsvert umfram laun á árinu 2017, sem skýrist að einhverju leyti á sama skorti á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt nýlegri rannsókn Íbúðalánasjóðs kom fram að 80% leigjenda vilja komast af leigumarkaði og kaupa sér íbúð í framtíðinni.

Nýr Garðabær á hverju ári

Útlit er fyrir að fólksfjölgun verði mikil á næstu árum, samkvæmt greiningunni, en einstaklingum 22 ára og eldri mun fjölga um nær 14 þúsund á ári næstu ár, eða sem nemur tæpum fólksfjölda Garðabæjar. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir að byggja þurfi 60 þúsund íbúðir á landinu öllu fram til 2065, en til samanburðar eru rúmlega 50 þúsund íbúðir í sveitarfélaginu Reykjavík sem stendur.

Fjöldi nýbygginga er þó að aukast jafnt og þétt og æ hagstæðara verður að byggja fjölbýlishús. Mikið stökk varð í nýbyggingu smærri íbúða í fjölbýli á árinu 2017 og virðast því fleiri 1-3 herbergja íbúðir undir 100 fermetrum á leið út á markaðinn á næstu árum. Á höfuðborgarsvæðinu er þorri nýrra íbúða í Reykjavík og Kópavogi, en þó mest í póstnúmeri 101.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár