Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir ósatt og beitir sér gegn rannsókn þingnefndar

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra bregst við dóm­um og upp­ljóstr­un­um í Lands­rétt­ar­mál­inu með því að halla réttu máli og beita sér gegn því að Al­þingi rann­saki störf sín.

Segir ósatt og beitir sér gegn rannsókn þingnefndar
Varar við „tvöfaldri málsmeðferð“ Sigríður Andersen óttast að rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum sínum gangi gegn réttarreglu sem er ætlað að verja mannréttindi sakborninga í refsimálum. Mynd: Pressphotos.biz

Sigríður Á. Andersen fullyrti ranglega í viðtölum við Morgunblaðið og Mbl.is í síðustu viku að skjöl úr dómsmálaráðuneytinu sem birtust á vef Stundarinnar mánudaginn 22. janúar hefðu einungist verið afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Gögnin voru bara send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Við höfum engum öðrum sent gögnin,“ sagði hún.

Með þessum röngu staðhæfingum komst Sigríður hjá því að viðurkenna að ráðuneytið hafði þegar þurft að afhenda eftirlitsaðila, umboðsmanni Alþingis, öll tiltæk gögn ráðuneytisins um málið vegna hugsanlegrar frumkvæðisathugunar embættisins á verklagi ráðherra. Um leið ýtti hún undir þá hugmynd að stjórnmálamenn væru að leka gögnum til að koma höggi á hana. 

Ráðherra hefur sett fram harða gagnrýni á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrir að hafa tekið embættisfærslur hennar í Landsréttarmálinu til sérstakrar skoðunar. Eins og Stundin hefur áður fjallað um gerði ráðuneyti Sigríðar jafnframt nefndinni erfitt fyrir með því að virða ekki lögbundinn frest þingskapalaga þegar óskað var eftir gögnum um málsmeðferðina við skipun dómara. 

Talar um sig eins og sakborning

Sigríður vísaði til þess í þingræðu á dögunum að ráðherra, líkt og aðrir, ættu ekki að þurfa að „sæta tvöfaldri málsmeðferð eða ítrekaðri rannsókn á einhverjum atvikum“. 

Hún sagði að Alþingi þyrfti að „fjalla sérstaklega um hver aðkoma stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða jafnvel Alþingis í heild geti verið að því að rannsaka tiltekna stjórnsýsluathöfn sem þegar er fallinn dómur um“ og beindi því sérstaklega til þingheims að „huga að þessu réttarfarsatriði“.  

Með orðum sínum um „tvöfalda málsmeðferð“ vísar Sigríður til réttarreglunnar ne bis in idem, banni við tvöfaldri refsingu eða endurtekinni málsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi sem á sér stoð í 4. gr. viðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu. 

Orð dómsmálaráðherra verða vart skilin öðruvísi en svo að hún óttist að rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á embættisfærslum sínum stangist á við þessa grundvallarreglu sem er ætlað að verja mannréttindi sakborninga í refsimálum.

Landsréttur hóf störf í janúarbyrjun í skugga dómsmála þar sem Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipun dómara. 

Gerir þingmönnum upp andúð á nýjum dómurum

Áður höfðu margir varað við því að verklag ráðherra og Alþingis í málinu kynni að grafa undan trausti til Landsréttar og valda þannig hinu nýja millidómsstigi varanlegum skaða.  

„Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ skrifuðu Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, þá forystukonur í stjórnarandstöðu, þann 6. september síðastliðinn. 

Eftir að dómur Hæstaréttar féll hefur Sigríður Andersen ekki sýnt sérstaka viðleitni til að auka traust á hinu nýja dómstigi né á dómskerfinu almennt.  Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi greip hún til þess að gera tilteknum þingmönnum upp óvild í garð ellefu einstaklinga sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt. „Af hverju greiddi flokkur háttvirts þingmanns, fyrirspyrjanda hér, ekki atkvæði með tillögum hæfisnefndarinnar?“ sagði hún í svari við fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata. „Þeir sátu ekki einu sinni hjá eins og þeir gera alltaf heldur greiddu atkvæði

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár