Það var fyrir rétt rúmu ári síðan, þann 20. janúar 2017, sem Donald Trump var svarinn í embætti 45. forseta Bandaríkjanna í skugga einhverra fjölmennustu mótmæla í sögu Bandaríkjanna. Milljónir komu saman víðs vegar um landið og hrópuðu slagorð gegn nýja forsetanum, þar á meðal yfir hálf milljón í höfuðborginni Washington. Þrátt fyrir að mest hafi farið fyrir hinni svokölluðu kvennagöngu gegn Trump [e. Women’s March Against Trump] í fjölmiðlum, enda var hún fjölmennust, komu fjölmargir aðrir hópar að mótmælunum, svo sem Occupy-hreyfingin, samtök hernaðarandstæðinga og hópar andfasista sem skipulögðu sig undir slagorðinu DisruptJ20.
Yfir 200 einstaklingar sem tengjast síðasta hópnum voru handteknir …
Athugasemdir