Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir

Við­ar Guðjohnsen, sem býð­ur sig fram í odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar, vill ekki borga fyr­ir „klessu­feitt fólk“ eða „annarra manna börn“ og tel­ur að veik­ir fíkni­efna­neyt­end­ur eigi að mæta ör­lög­um sín­um óstudd­ir.

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir
Viðar Guðjohnsen Vill að sjúkir fíkniefnaneytendur mæti örlögum sínum óstuddir. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

„Vitið þið ekki að það er mannfjölgunarvandamál hérna?“ segir Viðar Guðjohnsen, frambjóðandi í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem vill að hætt verði að styðja sjúka fíkniefnanotendur, sérstaklega þá sem eru erlendir að uppruna. Hann vill skera niður í félagsþjónustu Reykjavíkurborgar með því að hætta þjónustu við þá sem verst eru haldnir.

Viðar, sem er einn af fimm frambjóðendum sem gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, kynnti skoðanir sínar í þættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu 977 fyrr í dag

Ekki eigi að halda lífi í fólki

Viðar segir að útigangsmenn og fíkniefnaneytendur eigi ekki að fá neina hjálp. Spurður hvað eigi að gera fyrir þá segir hann: „Ekkert. Þeir ákváðu sjálfir að vilja tortíma sjálfum sér. Á ég allt í einu að taka þátt í því að vekja þá til lífsins? Vitið þið ekki að það er mannfjölgunarvandamál hérna? Það vantar ekki að halda lífi í fólki sem vill ekki lifa.“

Þekkt er að tengsl eru milli geðsjúkdóma og misnotkun vímuefna. Þannig er því gjarnan haldið fram að án sálrænna vandamála sé ólíklegt að misnotkun vímuefna eigi sér stað. 

Reykjavíkurborg rekur gistiskýlið sem er neyðarnæturathvarf fyrir heimilislausa karlmenn með lögheimili í Reykjavík. „Öðrum er þó ekki vísað frá nema hvert rúm sé skipað,“ segir á vef borgarinnar. 

„Þeir vilja gera alla að aumingjum.“

Viðar vill úthýsa erlendum mönnum í fíknivanda sem leita ásjár. „Þessir jafnaðarmenn, þessi illmenni, vil ég nú oft kalla, vegna þess að þeir eru svo hugsunarlausir, þeir vilja gera alla að aumingjum. Og það á að halda utan um alla. Og það á að vera svo góður við alla og helst á að ná í sjúklinga erlendis frá. Og vitum það, hvernig þetta er í skýlinu hérna, niðri í bæ, að það er orðið allt fullt af útlendingum. Rónum frá útlöndum.“ 

Duglegir haldi ekki uppi sjúkum

Viðar heldur því fram að útlendir útigangsmenn hugsi sér gott til glóðarinnar: „Ryksugum úr þeim sem er duglegur!“ segir Viðar. 

Viðar hefur áður látið til sín taka í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vera harður hægrimaður og telur að sumir þeirra, sem eru veikir, keppist við það og eigi að mæta örlögum sínum óstuddir. 

„Ég myndi láta þá sem eru fyrir, og eru alvöru veikir, ekki þá sem eru að keppast við að vera veikir, ég myndi búa til hvatakerfi, að það yrði tekið meiri ábyrgð á því hvað þú setur upp í munninn á þér. Hvað þú dópar. Vegna þess að þetta er komið út í óáran, að láta einhvern annan, sem er duglegur, sem vinnur, píparann eða smiðinn, hann á allt í einu að fara að halda uppi einhverju fólki.“

Þá lýsir hann því að feitir eigi að taka ábyrgð á þeim heilbrigðisvandamálum sem þeir mæta. „Einstaklingurinn á að taka ábyrgð. Ekki að búa til einhverjar stofnanir og einhver kerfi og fundarhöld um það hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál eða of breiðar mjaðmir eða klessufeitt fólk.“ 

Vill hækka laun karla í skólum

Þá er Viðar andsnúinn því að skattfé renni til menntunar ungs fólks. „Þetta liggur í skólum. Og hver á að borga skólagjöldin? Jú, skattborgarinn! Sá duglegi.“

Þá telur hann undarlegt að 30 prósent drengja geti ekki lesið sér til gagns og tengir það við að 83 prósent kennara í grunnskólum séu konur. Hann vill hækka laun karlmanna í skólunum. „Við verðum að bjóða í þá. Þeir eru greinilega eftirsótt vara í grunnskóla. Því við getum ekki alltaf látið konurnar ráða yfir öllu. Þetta er orðið vandamál. Konurnar, femínisminn, hann vill búa til stofnanir sem ala upp börnin. Ég segi, ef þið getið ekki haft efni á því að eiga börn, eða hafið ekki tíma eða metnað, þá eigið þið bara ekkert að eiga börn. Því ég vil ekki borga fyrir annarra manna börn.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár