Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

„Fleiri ættu að stofna eig­in rekst­ur og láta drauma sína ræt­ast. Það virð­ist gef­ast vel hjá þeim hafa út­hald til lengri tíma og vinna sín verk vel,“ skrif­ar Her­mann Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri N1.

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund
Hermann Guðmundsson Fyrrverandi forstjóri N1 telur umræðu um að þúsund einstaklingar ráði yfir 98% eiginfjár íslenskra fyrirtækja vera öfund. Mynd: Skjáskot af Youtube

Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1 sem hefur verið umfangsmikill í íslensku viðskiptalífi um árabil, telur að umfjöllun fjölmiðla um ójöfnuð að því er varðar dreifingu eiginfjár einstaklinga í fyrirtækjum sé drifin áfram af öfund. 

„Mér finnst sjálfum að punkturinn sé augljóslega sá að fleiri ættu að stofna eigin rekstur og láta drauma sína rætast. Það virðist gefast vel hjá þeim hafa úthald til lengri tíma og vinna sín verk vel,“ skrifar Hermann á Facebook. 

Sam­an­­tekt sem Cred­it­in­fo vann fyr­ir Við­skipta­Mogg­ann hefur vakið talsverða athygli í dag, en þar er sýnt hvernig fámennur hópur fólks á nær allt eigið fé ein­stak­l­inga í íslenskum fyrirtækjum. Um þús­und manns eiga ríf­lega 98 pró­sent af öllu því eig­in fé sem er í eigu ein­stak­l­inga eða tæpa 1.200 millj­arða króna. Þá kemur fram að tíu eigna­­mestu ein­stak­l­ing­ar lands­ins eiga tæp­­lega þriðj­ung af eiginfé einstaklinga í fyrirtækjum. 

„Í dag virðist stóra fréttin vera sú að 1.000 manns eiga 1.200 milljarða af eigin fé fyrirtækja í rekstri. Ekki er minnst á að almenningur á ca. 1.520 milljarða af þessu sama eigin fé í gegnum lífeyrissjóði auk þess sem mörg hundruð milljarðar hvíla í ríkisfyrirtækjum í eigu almennings,“ skrifar Hermann.

„Fréttin er sett fram með svipuðu sniði og gert var í árdaga sósialista sem vildu ríkisvæða allar eignir. Það var reyndar víða gert með skelfilegum afleiðingum. Öfundin er drifkraftur en ekki góður leiðsögumaður.“

Hermann hefur komið víða við í viðskiptalífinu, meðal annars setið í stjórnum Samtaka atvinnulífsins, Samtaka verslunar og þjónustu, Klaks hf. og Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann var viðskiptafélagi Bjarna Benediktssonar, núverandi fjármálaráðherra, og fjölskyldu hans um árabil og til dæmis lykilmaður í kaupum Engeyinga og fleiri fjárfesta á Olíufélaginu árið 2006 sem síðar fékk nafnið N1. Þar gegndi hann stöðu forstjóra til 2012, en í dag er hann forstjóri fyrirtækisins Kemi ehf og situr í stjórnum fjögurra einkahlutafélaga samkvæmt tiltækum upplýsingum Credit Info. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vaxandi misskipting

Lausnin felst í samstöðu grasrótarinnar, aukinni menntun og algjörri hugarfarsbreytingu
FréttirVaxandi misskipting

Lausn­in felst í sam­stöðu grasrót­ar­inn­ar, auk­inni mennt­un og al­gjörri hug­ar­fars­breyt­ingu

Hvernig bregst fólk við þeg­ar at­vinnu­ör­yggi minnk­ar og mis­skipt­ing eykst? Æ fleiri leita í fang sterkra leið­toga sem boða auð­veld­ar lausn­ir á með­an þeir egna ólík­um þjóð­fé­lags­hóp­um sam­an. Stund­in ræddi við fræði­menn um mis­skipt­ing­una í ís­lensku og al­þjóð­legu sam­hengi. Þeir benda með­al ann­ars á að auk­in mennt­un stuðli að meiri jöfn­uði.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár