Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

„Fleiri ættu að stofna eig­in rekst­ur og láta drauma sína ræt­ast. Það virð­ist gef­ast vel hjá þeim hafa út­hald til lengri tíma og vinna sín verk vel,“ skrif­ar Her­mann Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri N1.

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund
Hermann Guðmundsson Fyrrverandi forstjóri N1 telur umræðu um að þúsund einstaklingar ráði yfir 98% eiginfjár íslenskra fyrirtækja vera öfund. Mynd: Skjáskot af Youtube

Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1 sem hefur verið umfangsmikill í íslensku viðskiptalífi um árabil, telur að umfjöllun fjölmiðla um ójöfnuð að því er varðar dreifingu eiginfjár einstaklinga í fyrirtækjum sé drifin áfram af öfund. 

„Mér finnst sjálfum að punkturinn sé augljóslega sá að fleiri ættu að stofna eigin rekstur og láta drauma sína rætast. Það virðist gefast vel hjá þeim hafa úthald til lengri tíma og vinna sín verk vel,“ skrifar Hermann á Facebook. 

Sam­an­­tekt sem Cred­it­in­fo vann fyr­ir Við­skipta­Mogg­ann hefur vakið talsverða athygli í dag, en þar er sýnt hvernig fámennur hópur fólks á nær allt eigið fé ein­stak­l­inga í íslenskum fyrirtækjum. Um þús­und manns eiga ríf­lega 98 pró­sent af öllu því eig­in fé sem er í eigu ein­stak­l­inga eða tæpa 1.200 millj­arða króna. Þá kemur fram að tíu eigna­­mestu ein­stak­l­ing­ar lands­ins eiga tæp­­lega þriðj­ung af eiginfé einstaklinga í fyrirtækjum. 

„Í dag virðist stóra fréttin vera sú að 1.000 manns eiga 1.200 milljarða af eigin fé fyrirtækja í rekstri. Ekki er minnst á að almenningur á ca. 1.520 milljarða af þessu sama eigin fé í gegnum lífeyrissjóði auk þess sem mörg hundruð milljarðar hvíla í ríkisfyrirtækjum í eigu almennings,“ skrifar Hermann.

„Fréttin er sett fram með svipuðu sniði og gert var í árdaga sósialista sem vildu ríkisvæða allar eignir. Það var reyndar víða gert með skelfilegum afleiðingum. Öfundin er drifkraftur en ekki góður leiðsögumaður.“

Hermann hefur komið víða við í viðskiptalífinu, meðal annars setið í stjórnum Samtaka atvinnulífsins, Samtaka verslunar og þjónustu, Klaks hf. og Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann var viðskiptafélagi Bjarna Benediktssonar, núverandi fjármálaráðherra, og fjölskyldu hans um árabil og til dæmis lykilmaður í kaupum Engeyinga og fleiri fjárfesta á Olíufélaginu árið 2006 sem síðar fékk nafnið N1. Þar gegndi hann stöðu forstjóra til 2012, en í dag er hann forstjóri fyrirtækisins Kemi ehf og situr í stjórnum fjögurra einkahlutafélaga samkvæmt tiltækum upplýsingum Credit Info. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vaxandi misskipting

Lausnin felst í samstöðu grasrótarinnar, aukinni menntun og algjörri hugarfarsbreytingu
FréttirVaxandi misskipting

Lausn­in felst í sam­stöðu grasrót­ar­inn­ar, auk­inni mennt­un og al­gjörri hug­ar­fars­breyt­ingu

Hvernig bregst fólk við þeg­ar at­vinnu­ör­yggi minnk­ar og mis­skipt­ing eykst? Æ fleiri leita í fang sterkra leið­toga sem boða auð­veld­ar lausn­ir á með­an þeir egna ólík­um þjóð­fé­lags­hóp­um sam­an. Stund­in ræddi við fræði­menn um mis­skipt­ing­una í ís­lensku og al­þjóð­legu sam­hengi. Þeir benda með­al ann­ars á að auk­in mennt­un stuðli að meiri jöfn­uði.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár