Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Föðurmorð í sólkerfi langt, langt í burtu

Star Wars er ekki bara for­tíð­arnostal­g­ía. Rétt eins og all­ur al­vöru poppkúltúr spegl­ar hún sam­tím­ann. Keis­ara­veld­ið gamla var aug­ljós­lega byggt á erkitýpu illsk­unn­ar, nas­ist­un­um, en núna er­um við í Am­er­íku Don­alds Trumps.

Föðurmorð í sólkerfi langt, langt í burtu
Rey & Logi Lærlingur leitar lærimeistara. Mynd: Disney

Svarthöfði var ekki bara pabbi Loga geimgengils, hann var pabbi okkar allra. Þetta fullyrti bandaríski grínistinn Tom Shillue á uppistandi í Stúdentakjallaranum fyrir fáeinum árum og rifjaði upp þá gömlu góðu tíma þegar allir pabbar skipuðu okkur afkvæmunum fyrir í dimmrödduðum hásum baritón. Svarthöfði var yfirvaldið, sá sem gat skammað mann – maðurinn með grímuna sem stoppaði alla leikina áður en þeir urðu óþarflega skemmtilegir.

Tom Shillue er fæddur árið 1966 – sem rétt svo sleppur til að hann fatti Stjörnustríðs-myndirnar. Ef þú varst orðinn mikið eldri en fimmtán ára sumarið 1977 eru ekki miklar líkur á að þú skiljir þetta fjarlæga sólkerfi – því þú varst alinn upp í allt öðru sólkerfi.

Svarthöfði„Þeir voru strangi Svarthöfða-pabbinn sem fullyrti að Star Wars hefði eyðilagt bíómyndirnar.“

Fyrsta Star Wars-myndin breytti nefnilega öllu – við getum auðveldlega talað um Hollywood fyrir og eftir Star Wars. Vestrar, geimóperur, ævintýramyndir og flestar aðrar bíómyndir sem höfðuðu til krakka höfðu dottið rækilega úr tísku um miðjan áttunda áratuginn. Meira að segja Disney tókst ekki að framleiða hittara lengur. Þetta var alvarlega og hátimbraða Hollywood, þar sem epískum mafíósasögum og Víetnamuppgjörum var leikstýrt af leikstjórum sem voru svo alvarlegir að þeir urðu flestir fúlskeggjaðir fyrir aldur fram. Þeir – og gagnrýnendurnir sem elskuðu þá – voru strangi Svarthöfða-pabbinn sem fullyrti að Star Wars hefði eyðilagt bíómyndirnar, út af einhverri vafasamri sannfæringu um að áttundi áratugurinn hafi verið hin eina sanna gullöld hvíta tjaldsins. Samt var Lucas einn af þeim, hann var besti vinur Coppola og Scorsese og alveg jafn fúlskeggjaður og þeir. En hann sveik lit, myrkrarhliðin heillaði – eða voru Scorsese og Coppola kannski Svarthöfðarnir í þessari dæmisögu?

Eitt dæmi  um þetta er Ty Burr, gagnrýnandi The Boston Globe, sem viðurkenndi í dómi sínum um nýju myndina að upphaflega myndin hafi einfaldlega komið á versta tíma fyrir hann persónulega – þegar hann var tuttugu ára í kvikmyndaskóla, í miðju kafi að kynna sér helstu meistara hinnar alvarlegu kvikmyndalistar. Meira að segja sumir aðalleikarar upprunalegu myndanna ömuðust við þeim, Harrison Ford (35 ára árið 1977) fáraðist yfir textanum sem hann þurfti að fara með og öldungurinn Sir Alec Guinness plataði Lucas til þess að skrifa dauðasenu fyrir Obi van Kenobi svo hann þyrfti ekki að þylja þessar skelfilegu línur mikið lengur.

„Meira að segja sumir aðalleikarar upprunalegu myndanna ömuðust við þeim“

En hvað sem fólki kann að finnast um Star Wars er mikilvægt að skilja eitt: árið 1977 voru bíómyndir og sjónvarp fullorðinssport. Barnaefni var svo sjaldgæft að maður hljóp inn af leikvellinum tvisvar í viku til að sjá Tomma og Jenna og Stundina okkar, fleira var ekki í boði. Fyrir kynslóðinni sem ólst upp með upprunalegu myndunum var Star Wars því bernskan holdi klædd. Við sem komum næst á eftir upplifðum seríuna sem frummyndirnar, þótt okkar Star Wars væri kannski frekar Indiana Jones, Gremlins og Back to the Future. Svo hef ég meira að segja heyrt fólk sem er rúmlega tvítugt núna játa það að því þyki vænt um forleiksþríleikinn skelfilega – enda kom hann út þegar þau voru barnung – þótt þau séu fljót að taka fram að núna fíli þau upprunalegu myndirnar best.

„Leyfðu fortíðinni að deyja“

Nýjasta myndin, Síðasti væringinn (The Last Jedi), er öðrum Star Wars-myndum meðvitaðri um þessa arfleifð. Í síðasta kafla upplifðum við föðurmorð þegar Ben Solo – betur þekktur sem Kylo Ren – drap föður sinn Han Solo í geislasverðsbardaga. En núna eru í einhverjum skilningi aðalpersónur sögunnar systkinin Lilja og Logi, Liljan sem hvarf okkur í raunheimum fyrir ári síðan og Logi sem hvarf okkur úr Stjörnustríðsheimum í lok þessarar myndar. Stjörnustríð er orðin fjölskyldumynd þar sem kynslóðirnar takast á, ala hver aðra upp og leita hefnda fyrir erfiða æsku.

Lilja kveður Myndin er tileinkuð Liljunni okkar, með orðunum: „Í ástkærri minningu prinsessunnar okkar, hennar Carrie Fisher.“

Kylo Ren er kannski búinn að drepa pabba sinn en Logi var lærimeistari hans og frændi og Lilja mamma hans, hin unga Rey vill fá Loga sem lærimeistara og Lilja prinsessa og næstráðandi hennar kíma yfir ungu strákunum sem vilja endilega út að slást – áður en þær banna þeim það. Auk þess virðist sambandið á milli Kylo og Snoke, lærimeistara hans í svartagaldrinum, vera ansi stirt.

„Leyfðu fortíðinni að deyja“ 

Skúrkurinn Kylo fær líka eina af lykilsetningum myndarinnar: „Leyfðu fortíðinni að deyja.“ Hann gæti verið að tala fyrir leikstjórann Rian Johnson, þetta er hans helsta markmið með myndinni að virðist – að reisa Loga og Lilju verðugan minnisvarða en um leið að hreinsa sviðið og leyfa ungu kynslóðinni að berjast í næstu mynd. Það ætlunarverk tekst sérlega vel af því þau Mark Hammill og Carrie Fisher hafa sjaldan eða aldrei verið betri. Raunverulegur dauði Fisher veldur því að sérhver sena sem hún er í er þrungin merkingu – en myndirnar hafa heldur aldrei nýtt sér hana svona vel. Eftir upprunalegu seríuna fór það nefnilega að kvisast út að Carrie væri ein fyndnasta og klárasta leikkona Hollywood og sú hnyttni og viska skín vel í gegn hér. Mark Hammill var svo alltaf stærsti veikleiki upprunalega þríleiksins. En hann hefur lært sitthvað í leiklist á síðustu 40 árum, þótt það hafi að mestu verið utan sviðsljóssins, og á meðan síðasta mynd gaf okkur gamla góða Ford í síðasta sinn þá gefur þessi okkur splunkunýjan Hammill, gamla, geðstirða og fyndna Loga sem burðast með syndir heimsins á bakinu.

Mikki mús og fasisminn

En Star Wars er ekki bara fortíðarnostalgía. Rétt eins og allur alvöru poppkúltúr speglar hún samtímann, bæði meðvitað og ómeðvitað. Keisaraveldið gamla var augljóslega byggt á erkitýpu illskunnar, nasistunum, en núna erum við í Ameríku Donalds Trumps og hliðarsagan Rogue One, sem kom út fyrir ári síðan var stútfull af tilvísunum í þann nýja veruleika. Þetta er einnig að einhverju leyti til staðar í Síðasta væringjanum – sérstaklega í hliðarsögu sem gerist á spilavítisplánetunni Canto Bight. Þar útskýrir Rósa fyrir Finni að auðurinn hér sé allur tilkominn vegna vopnasölu – en við hittum líka fyrir götubörnin sem halda hagkerfinu gangandi, götubörnin sem Rósa var einu sinni hluti af, götubörnin sem við skynjum að muni leiða næstu uppreisn.

Rósa þessi er langstærsta nýja persóna myndarinnar – og mikilvæg á margan hátt. Hún er víetnamskrar ættar og með því heldur nýja serían áfram að gefa hvítu feðraveldinu fingurinn – en það sem skiptir eiginlega meira máli að hún er lúðastelpa úr verkamannastétt sem ýjað er að að gæti átt séns í hetjuna Finn, hugmynd sem sannarlega er byltingarkennd í glamúrheimi Hollywood.

„Loksins fær Stjörnustríðið almennilegan leikstjóra”

Svo kemur líka í ljós að leiðtogi þessarar nýju kynslóðar, Rey, er líka af verkamannaættum. Mögulega er það ástæða haturs sumra aðdáenda á myndinni  – aðdáenda sem eru aldir upp við konungsbornar Stjörnustríðshetjur. Anakin Skywalker virtist jafnvel vera eingetin og Logi, Lilja og Kylo eru öll afkomendur hans. Hvað er þá þessi almúgastelpa að vilja upp á dekk? Getur hún ekki verið launsystir Kylo eða dóttir Loga? En nei, hún er bara öreigabarn spilafíkla sem skildu hana eftir á ruslakistu alheimsins.

En áður en við gefum okkur að byltingin hefjist með Stjörnustríði er rétt að muna að rétt áður en myndin var frumsýnd keypti Disney Fox-kvikmyndafyrirtækið. Disney er tiltölulega nýbúið að kaupa Pixar, Marvel og Lucasfilm – og þar með réttinn af Star Wars. Disney er hægt og rólega að breytast í keisaraveldi, gæti lagt gervalla Hollywood undir sig á áratug eða svo ef fram heldur sem horfir. Þeir eru aldrei að fara að leiða byltinguna – þótt þeir njóti þess að selja okkur hana.

Græna mjólkin og undradýrin

En þetta er auðvitað miðjumynd á miðjuári. Það er búið að kjósa Trump og fátt virðist ætla að breytast í bili. Myndin fjallar ekki um að steypa nýja keisaraveldinu heldur bara um að lifa af, þessi mynd snýst ekki um að sigra neinar orustur heldur um að hörfa. Þannig kallast hún raunar á við helstu stríðsmynd ársins, Dunkirk, sem fjallaði einmitt um hetjuskapinn sem getur falist í því að hörfa til að halda áfram að berjast á morgun.

Sækýr Þessa furðuskepnu má mjólka og fá fagurgræna mjólk.

En það sem gerir myndina þó jafn góða og raun ber vitni er að loksins fær Stjörnustríðið almennilegan leikstjóra. Rian Johnson sannaði með Looper og frumraun sinni Brick að þar fer einn athyglisverðasti leikstjóri sinnar kynslóðar – og frumraunin Brick gaf raunar ákveðin fyrirheit um að hann gæti verið rétti maðurinn til þess að túlka Star Wars upp á nýtt. Brick er nefnilega í raun hálfgerð endurgerð á Möltufálkanum, nema núna er fálkinn dópklumpur og sagan gerist í gagnfræðaskóla. Johnson hefur óvenju gott lag á að finna gæða gamlar sögur nýju lífi – og hann er fljótur að átta sig á að Star Wars virkar best þegar hún man eftir að sýna okkur undrin í þessu fjarlæga sólkerfi. Helst þannig að maður hafi á tilfinningunni að David Attenborough sé að leikstýra sínum al-fríkaðasta dýralífsþætti í bakgrunninum. Og hér færir hann okkur furðuhesta og krystalsketti, froskanunnur og krúttlunda, og sækýr sem Logi mjólkar og tekur sér svo gúlsopa af fagurgrænni mjólk.

Og við viljum öll fá meira af þessari grænu mjólk, á meðan við klöppum krúttlegu porgunum (eða borðum þá). Þess vegna munum við halda áfram að mæta á Star Wars á hverju ári þangað til Disney verður búið að taka yfir gervalla heimsbyggðina.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár