Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Leik­hús­stjór­an­um Jóni Páli var gert að víkja taf­ar­laust frá störf­um í gær þar sem ekki ríkti leng­ur traust um störf hans hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar vegna máls sem kom upp í tengls­um við #met­oo bylt­ing­una.

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

„Starfslok mín hafa bara ekkert með þetta mál að gera.“ Þetta sagði Jón Páll Eyjólfsson, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, þegar Stundin spurði hann í lok desember hvort starfslok hans hefðu eitthvað með alvarlegar ásakanir að gera, í anda þess sem fjallað hefur verið um undir formerkjum #MeToo. Þá hafði Jón Páll birt yfirlýsingu á Facebook um að hann hygðist segja starfi sínu lausu sem leikhússtjóri frá og með 1. janúar 2018. Sagði hann ástæðurnar tengjast rekstri og fjárframlögum til leikhússins. 

Í dag var svo greint frá því að Jóni Páli hefði verið gert að víkja tafarlaust frá störfum í gær þar sem ekki ríkti lengur traust um störf hans hjá leikfélaginu. „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu,“ segir í yfirlýsingu frá Menningarfélagi Akureyrar. 

Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi RÚV nú laust eftir hádegi segir hann að málið snúist um atburð sem gerðist fyrir áratug og ekki innan leikhússins. „Fyrir 5 árum hófst samtal við þolandann að hans frumkvæði og í kjölfarið höfum við átt í samskiptum og stefnt að sátt,” skrifar Jón Páll. „Þegar Metoo vakningin fór af stað gerði ég framkvæmdastjóra MAK strax grein fyrir málinu og stöðunni.” Um svipað leyti tilkynnti hann um starfslok sín hjá leikfélaginu. 

Þegar Stundin ræddi við Jón Pál þann 29. desember tók hann hins vegar skýrt fram að starfslok hans hefðu ekkert með ásakanir um kynferðisbrot að gera. „Ég skrifaði mjög langt bréf á Facebook og þetta var ekki auðveld ákvörðun taka þennan gambít. Ég kláraði að gera hér það sem ég ætlaði að gera, fullviss um að fylgt yrði eftir stefnumálunum. Svo sit ég uppi með að það kemur ekki leikhópur hérna,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár