Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið svar­aði upp­lýs­inga­beiðni þing­konu með vill­andi hætti og gaf rang­lega til kynna að um­boðs­mað­ur Al­þing­is hefði lagt bless­un sína yf­ir fram­ferði Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra.

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör
Réttast að skrá símtalið Umboðsmaður Alþingis lýsti því sjónarmiði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í september að dómsmálaráðherra hefði átt að skrá símtal sem hún átti við þáverandi forsætisráðherra þar sem hann var upplýstur um umsögn sem faðir hans hafði gefið barnaníðingi. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Dómsmálaráðuneytið veitti villandi upplýsingar í svari við upplýsingabeiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, og gaf ranglega í skyn að umboðsmaður Alþingis hefði lagt blessun sína yfir það hátterni ráðuneytisins að skrá ekki símtal Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við Bjarna Benediktsson þegar Bjarni var upplýstur um að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði veitt kynferðisbrotamanninum Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru. 

Hið rétta er að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, lýsti því sjónarmiði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 21. september að samkvæmt lögum og reglum hefði ráðherra átt að skrá umrætt símtal. Ráðuneytið sendi Þórhildi Sunnu bréf og baðst velvirðingar á ónákvæmum svörum eftir að umboðsmaður hafði samband við ráðuneytið og benti á að framsetning í bréfi þess væri til þess fallin að valda misskilningi. 

Sögðu umboðsmann hafa farið yfir málið 

Báðust velvirðingarRáðuneytið bað þingkonu Pírata um að afsaka villandi svör eftir að umboðsmaður Alþingis hafði samband,

Í fyrra bréfi ráðuneytisins til Þórhildar var fullyrt að ráðuneytinu hefði ekki borið að skrá símtalið og vitnað til fundar þingnefndarinnar með umboðsmanni því til stuðnings. „Í því ljósi var ekki skylt að skrá símtalið sbr. 2. [gr.] reglna um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands. Um þetta hefur verið fjallað ítarlega og hefur Umboðsmaður Alþingis m.a. farið yfir þennan þátt málsins með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hinn 21. september sl,“ sagði í bréfinu. Raunin er hins vegar sú að umboðsmaður tók skýrt fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann teldi að ráðherra hefði borið að skrá símtalið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár