Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forseti Landsréttar um lögbrot ráðherra: Margir umsækjendur hæfir og „iðulega ágreiningur um skipan í dómaraembætti“

„Eins og mál hafa þró­ast hafa bæði dóm­nefnd­in og ráð­herr­ann ver­ið gagn­rýnd,“ seg­ir Hervör Þor­valds­dótt­ir for­seti Lands­rétt­ar í við­tali við Tíma­rit Lögréttu. Markús Sig­ur­björns­son hæsta­rétt­ar­dóm­ari seg­ist ekki velta sér mik­ið upp úr deil­um um val á dómur­um.

Forseti Landsréttar um lögbrot ráðherra: Margir umsækjendur hæfir og „iðulega ágreiningur um skipan í dómaraembætti“

Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, segir að deilur um skipun dómara séu algengar en að í tilviki Landsréttar hafi „margir hæfir umsækjendur“ sótt um og hún sé ánægð með þá dómara sem voru valdir. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Tímariti Lögréttu sem kom út skömmu fyrir jól.

Sem kunnugt er hafa bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi vanrækt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og brotið lög við skipun Landsréttardómara. Vísað er til málsins sem ágreinings og deilna í viðtölum sem birtast í tímaritinu sem er samstarfsverkefni nemenda og kennara við lagadeild HR.

„Eins og mál hafa þróast hafa bæði dómnefndin og ráðherrann verið gagnrýnd. Ég ætla ekki að lýsa neinni skoðun á því, en segi bara að ég er ánægð með þá sem valdir voru og þá sem sóttu um,“ segir Hervör.

Hervör bendir á að iðulega verði „ágreiningur um skipan í dómaraembætti“. Á meðal frægustu dæma um slíkt er þegar bróðir Hervarar, Ólafur Börkur Þorvaldsson, var skipaður hæstaréttardómari árið 2003 þótt tveir aðrir umsækjendur hefðu verið metnir hæfari en hann, og þegar náfrændi hennar og sonur Davíðs Oddssonar, Þorsteinn Davíðsson, var skipaður dómari við Héraðsdóms Norðurlands eystra árið 2007 þótt þrír aðrir umsækjendur hefðu verið metnir hæfari. 

Í Tímariti Lögréttu er einnig rætt við Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómara og fyrrverandi forseta Hæstaréttar, sem bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem upp koma deilur um val á dómurum. „Ég velti mér ekki mikið upp úr því,“ er haft eftir honum. 

Varar við því að lögð sé ofuráhersla á
dómarareynslu við val á dómurum

Markús hefur lengstan starfsaldur allra núverandi dómara við Hæstarétt, en hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1994 og var forseti réttarins um árabil. Í viðtalinu gerir hann athugasemd við þá áherslu sem lögð hefur verið á dómarareynslu, meðal annars í sambandi við skipun dómara við Landsrétt.

Þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra fór á svig við mat dómnefndar og skipaði Landsréttardómara án fullnægjandi rannsóknar á hæfni umsækjenda – í bága við ákvæði stjórnsýslulaga eins og margbent var á og Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands síðar staðfestu – vísaði hún sérstaklega til þess að nefndin hefði ekki gefið dómarareynslu nægilega vigt í hæfnismati sínu. Orð Markúsar, sem fram koma í viðtali Arnars Þórs Jónssonar og Þórs Jónssonar við hann í Tímariti Lögréttu, má skilja sem óbeina gagnrýni á framgöngu ráðherra, eða að minnsta kosti gagnrýni á yfirlýstan tilgang þeirra hrókeringa sem áttu sér stað við skipun dómara síðasta sumar.

„Stundum er ég hissa á hvernig menn hafa raðast, en líklega er það afleiðing af huglægri mælingu á einhverjum ákveðnum þáttum,“ segir Markús.

„Löngum hefur verið talað um dómarareynslu, eins og kom fram í sambandi við skipun dómara við Landsrétt, að það hafi hallað á hana í niðurstöðum dómnefndar, sem vel má vera rétt, en dómarareynsla, þótt hún sé góðra gjalda verð, þarf ekki að ráða úrslitum. Reynsla er samansett úr mörgum þáttum. Það þarf ekki endilega að vera sá sem verið hefur dómari lengst sem er besti dómarinn. Ef málum fækkar í Hæstarétti verður ekki eins nauðsynlegt að vera slípaður í vinnubrögðum í dómstólum eins og nú er. Þá fara menn kannski meira að horfa á hver sé fræðileg þekking eða vídd umsækjanda um dómarastöðu.“

„Það má vel vera að það hafi verið
fíflaskapur gegnum tíðina, bæði þegar
ég var í forsæti og aðrir, að stefna að
því að fara ekki fram úr fjárlögum“

Í viðtalinu er Markús spurður um fjárveitingar til dómskerfisins. Fram kemur að við setningu fjárlaga ársins 2017 hafi óskir Hæstaréttar um aukið fjármagn ekki verið teknar til greina.

„Hæstiréttur, að ég tali ekki um héraðsdómstólarnir, hafa alltaf búið við naumt skammtaðar fjárveitingar og það má vel vera að það hafi verið fíflaskapur gegnum tíðina, bæði þegar ég var í forsæti og aðrir, að stefna að því að fara ekki fram úr fjárlögum,“ segir Markús. „Það hefur ekki gerst síðustu fimmtán árin. Hvað höfum við fengið að launum? Meiri niðurskurð, það eru verðlaunin við að fara rétt að, og við höfum þurft að gera það með því að fækka starfsfólki. Þetta hefur alltaf verið vandamál og ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta verði vandamál áfram.“

Aldrei gott þegar það stendur styrr um dómstóla

Hervör Lilja, forseti Landsréttar, vill sem minnst tjá sig um það sem vísað er til sem „deilnanna um skipun dómara“, en segir að það sé aldrei gott þegar það stendur styrr um dómstólana.

„Reynslan hefur þó sýnt að iðulega verður ágreiningur um skipan í dómaraembætti. Í því tilviki sem hér um ræðir komu margir hæfir umsækjendur fram. Ég tel að þeir sem valdir voru hafi mjög góða reynslu að baki og muni valda þessu nýja hlutverki vel. Eins og mál hafa þróast hafa bæði dómnefndin og ráðherrann verið gagnrýnd,“ er haft eftir henni í Tímariti Lögréttu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár