Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín um dómsmálaráðherra sem braut lög: „Hún situr bara áfram í ríkisstjórn“

Vinstri græn styðja Sig­ríði And­er­sen áfram sem dóms­mála­ráð­herra, þótt hún hafi brot­ið lög þeg­ar hún hand­valdi dóm­ara, og seg­ist vera ósam­mála Hæsta­rétti. Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir að lög­brot ráð­herra við skip­un í Lands­rétt „eigi ekki að hafa áhrif á traust­ið á dóm­stóln­um sem slík­um“.

Katrín um dómsmálaráðherra sem braut lög: „Hún situr bara áfram í ríkisstjórn“
Formenn við ríkisstjórnarmyndun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mynduðu ríkisstjórn með Framsóknarflokki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þingmenn Vinstri grænna hafa rætt saman um dóm Hæstaréttar yfir embættisfærslu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, sem braut lög við skipan dómara í Landsrétt, og ekki er útlit fyrir að krafist verði afsagnar hennar. Málið hefur þó ekki verið tekið til formlegrar afgreiðslu innan þingflokksins.

Í viðtali RÚV við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann Vinstri grænna, í gærkvöldi kom fram að staða Sigríðar Andersen hefði ekki breyst þótt Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og Alþingis hefði verið ólögleg þegar Sigríður handvaldi fjóra dómara í Landsrétt og vék frá niðurstöðum hæfisnefndar um hverjir væru 15 hæfustu umsækjendur um dómararstöður.

„Hún er náttúrulega ráðherra“

„Þessi gagnrýni sem birtist þarna í dómnum, hún auðvitað kom fram á þinginu í vor,“ sagði Katrín í samtali við Rúv í kvöld. „Staða hennar hefur ekki breyst að því leytinu til, eins og ég hef sagt, að hún situr bara áfram í ríkisstjórn.“ 

Þingmaður VGKolbeinn Óttarsson Proppé er fulltrúi VG í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Kolbeinni Óttarsson Proppé, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sagði að Sigríður yrði áfram ráðherra. „Hún er náttúrulega ráðherra í þessari ríkisstjórn áfram. Staðan hefur ekki breyst hvað það varðar.“ 

Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni 700 þúsund krónur í miskabætur. Kjarninn í niðurstöðu Hæstaréttar er að Sigríður hafi sem ráðherra ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni þegar hún mat hæfi þeirra sem hún valdi sem dómara, fram yfir þá sem sérstök hæfisnefnd hafði valið. Dómsmálaráðherra hefur brugðist við og sagt: „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að ég er ósammála efnislega niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli.“ 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun kalla eftir öllum gögnum málsins og yfirfara það. Formaður nefndarinnar, Helga Vala Helgadóttir, sagði að þverpólitísk sátt væri um að skoða málið og að það gæti skaðað traust til nýs dómsstigs, Landsréttar.

Ríkisstjórnin hafi stuðning þingsins

Birgir Ármannsson, þingamaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki leggjast gegn því að farið væri í „slíka athugun og slíkar umræður“, þótt hann teldi að dómurinn skýrði sig sjálfur. Hann sagði stöðu Sigríðar Andersen sem ráðherra ekki hafa breyst. „Ekki í þeim skilningi að þetta er ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta þingsins.“

Katrín sagði að læra þyrfti af dómnum.„Ég tel að við eigum að taka þennan dóm alvarlega og hann staðfestir að sumu leyti þá gagnrýni sem minnihlutinn skilaði nefndaráliti um við meðferð Alþingis síðastliðið vor, það er að segja að rannsóknarskyldan væri ekki uppfyllt með nægjanlega óyggjandi hætti. Það er mín skoðun að við verðum að læra af þessum dómi og það er mikilvægt að Alþingi fari yfir löggjöfina til þess að skýra málsmeðferðarreglur þannig að öll þessi málsmeðferð verði í framtíðinni algerlega hafin yfir allan vafa og að við lendum ekki aftur í svona atvikum.“  

Sigríður AndersenHandvaldi fjóra dómara af fimmtán í Landsrétt. Hæstiréttur taldi vinnubrögðin lögbrot.

Ráðherra ber að skipa þá sem hæfisnefnd velur

Í 12. grein laga um dómstóla er kveðið á um að ráðherra skipi þá sem hæfisnefnd velur, en ráðherra geti þó gert breytingar ef Alþingi samþykkir það. 

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið. Ráðherra skal þá leggja slíka tillögu fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar er afhent honum,“ segir í lögunum.

Valdi tengda aðila í dóminn

Sigríður valdi meðal annars umsækjenda, Jón Finnbjörnsson, sem metinn var 30. hæfastur, fram yfir aðra. Um var að ræða eiginmann samstarfskonu hennar til margra ára. 

Síðar var ákvörðun Sigríðar að handvelja fjóra af fimmtán dómurum Landsréttar rökstudd með því að um jafnréttisaðgerð væri að ræða, þótt karlmenn hefðu verið valdir, eins og í tilfelli Jóns. 

Þá var Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona þingmannsins Brynjars Níelssonar, einnig valin fram yfir þá sem metnir voru fimmtán hæfustu, en hún var metin 18. hæfust. Brynjar vék fyrir Sigríði í oddvitasætinu í kjördæmi þeirra, Reykjavík suður, fyrir síðustu alþingiskosningar.

Forsætisráðherra segir að þetta þurfi ekki að hafa áhrif á traust. „Þetta er auðvitað ekki heppileg byrjun, en ég vænti þess að þetta eigi ekki endilega að hafa áhrif á traustið á dómstólnum sem slíkum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í kvöld.

„Gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil“

Orð Katrínar í kvöld eru þó ekki í samræmi við yfirlýsingu hennar í júní í sumar, þegar hún sagði að nýtt dómstig þyrfti að glíma við vantraust um árabil. „Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ skrifaði Katrín í grein ásamt Svandísi Svavarsdóttur, nú heilbrigðisráðherra, á vef VG

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár