Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður Andersen braut lög þegar hún handvaldi dómara í Landsrétt

Dóms­mála­ráð­herra fór gegn lög­um þeg­ar hún hand­valdi sjálf dóm­ara í Lands­rétt og sneiddi hjá nið­ur­stöðu sér­stakr­ar hæfis­nefnd­ar. Hún skip­aði eig­in­mann sam­starfs­konu sinn­ar og eig­in­konu þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem ekki voru val­in af hæfis­nefnd. Þing­menn Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar sam­þykktu að­gerð­ina, ásamt þing­mönn­um Sjálf­stæð­is­flokks.

Sigríður Andersen braut lög þegar hún handvaldi dómara í Landsrétt

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra braut lög þegar hún ákvað að fara ekki að áliti sérstakrar hæfisnefndar þegar hún ákvað að velja sjálf fjóra af fimmtán dómurum í nýjan dómstól, Landsrétt.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í kærumáli Ástráðar Haraldssonar, eins umsækjendanna, gegn íslenska ríkinu. Ástráður hafði verið metinn meðal fimmtán hæfustu af hæfisnefnd, en Sigríður Andersen ákvað að velja aðra í hans stað.

Ráðherra óheimilt að handvelja dómara

Í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur segir að sýnt hafi verið fram á að „stjórnsýslumeðferð ráðherra hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins um rannsókn máls, mat á hæfni umsækjenda og innbyrðis samanburð þeirra.“

Í 12. grein laga um dómstóla er kveðið á um að ráðherra skipi þá sem hæfisnefnd velur, en ráðherra geti þó gert breytingar ef Alþingi samþykkir það. 

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda“

„Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið. Ráðherra skal þá leggja slíka tillögu fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar er afhent honum,“ segir í lögunum.

Þingmenn Viðreisnar og BF samþykktu

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykkti hins vegar inngrip Sigríðar í málið á Alþingi. Björt Ólafsdóttir, ráðherra úr Bjartri framtíð, gagnrýndi þannig femínista fyrir að leggjast gegn breytingu Sigríðar. Hún sagði að „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ á umsækjendum væri í anda „gamla Íslands“.

„Það er ótrúlegt að hlusta á femínistanna alla í stjórnarandstöðunni gagnrýna að 7 konur og 8 karlar eru skipaðir í Landsrétt af dómsmálaráðherra í stað 10 karla og 5 kvenna sem að svokallað faglegt mat hæfisnefndar lagði til. Það er gamla Ísland,“ skrifaði Björt á Facebook. „Ég fagna því að dómsmálaráðherra leggur til eitthvað meira í anda 2017, og furða mig á því að aðrir geri það ekki.“

Valdi sér tengda aðila í dóminn

33 umsækjendur voru um stöðu fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður valdi meðal annars mann sem metinn var 30. hæfastur, Jón Finnbjörnsson, sem er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu Sigríðar og vinnuveitanda til margra ára á lögfræðistofunni Lex. 

Einnig valdi Sigríður eiginkonu Brynjars Níelssonar, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ástráður Haraldsson, sem var í 14. sæti í mati hæfisnefndar, hefur áður starfað fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð og var meðlimur í Alþýðubandalaginu á árum áður, og hefur því verið tengdur við flokka sem eru í pólitískri andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Ástráður ætti hins vegar ekki að fá fjárbætur vegna málsins, þar sem hann hefði ekki sýnt fram á fjártjón. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár