Tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, eru það mikil að þeir flokkast sem „nánir vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga. Þetta má lesa út úr stjórnsýslulögum og túlkunum fræðimanna á hæfisreglum þeirra.
Um tengsl sín við forsvarsmenn Samherja hefur Kristján Þór sagt að hann hafi: „... þekkt suma af helstu forsvarsmönnum fyrirtækisins frá því að við vorum ungir menn“. Kristján Þór og Þorsteinn Már þekkjast hins vegar það vel að þeir hafa í gegnum árin sést á götum Reykjavíkur saman. Þessi vinatengsl skipta máli þegar hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja er metið.
Í stjórnsýslulögum er ekki kveðið á um það með beinum og skýrum hætti að ráðamaður sem er vinur málsaðila megi ekki koma að opinberri ákvarðanatöku sem tengist hagsmunum þessa vinar hans. Þar er fyrst og fremst talað um blóðtengsl og eða mægðir sem ástæður vanhæfis: „Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls. …
Athugasemdir