Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi föður félagsmálaráðherra

Rúm­lega 500 millj­óna króna skuld­ir hvíla á kúa­búi Daða Ein­ars­son­ar, föð­ur Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra. Með­al lán­anna eru 50 millj­ón­ir króna frá ótil­greind­um hand­hafa. Þórólf­ur Gísla­son hjá KS hef­ur beitt sér fyr­ir því að Ásmund­ur Ein­ar Daða­son verði valda­mað­ur og ráð­herra í Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi  föður félagsmálaráðherra
Skrifaði undir sem vottur Ásmundur Einar Daðason skrifaði undir tryggingarbréfið sem vottur en lánveitandi Þverholtabúsins er ekki tekinn fram í bréfinu. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

50 milljóna króna lán frá óþekktum lánveitanda hvílir á Þverholtabúinu, stórbýli Daða Einarssonar, föður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra, í Borgarbyggð á Vesturlandi. Ásmundur Einar var um tíma skráður með lögheimili á Þverholtabúinu en hann er í dag með lögheimili í Borgarnesi. Um er að ræða handhafabréf, tryggingarbréf upp á 50 milljónir sem þinglýst var á jörðina í byrjun þessa árs. Með tryggingarbréfinu er „handhafa tryggingarbréfs þessa“ veitt veð í fasteignum Þverholtabúsins ehf. sem á bújarðir og býli á jörðunum Þverholtum og Vindás í Borgarbyggð. 

Enginn lánveitandiEnginn lánveitandi eða handhafi er tekinn fram á tryggingarbréfinu sem Ásmundur Einar skrifaði undir.

Yfirleitt eru lánveitendur og handhafar tryggingarbréfa teknir fram í þeim en það var ekki gert í þessu tiltekna dæmi. Þetta var til dæmis ekki heldur gert í fyrra þegar Kvika lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna en þáverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár