Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi föður félagsmálaráðherra

Rúm­lega 500 millj­óna króna skuld­ir hvíla á kúa­búi Daða Ein­ars­son­ar, föð­ur Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra. Með­al lán­anna eru 50 millj­ón­ir króna frá ótil­greind­um hand­hafa. Þórólf­ur Gísla­son hjá KS hef­ur beitt sér fyr­ir því að Ásmund­ur Ein­ar Daða­son verði valda­mað­ur og ráð­herra í Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi  föður félagsmálaráðherra
Skrifaði undir sem vottur Ásmundur Einar Daðason skrifaði undir tryggingarbréfið sem vottur en lánveitandi Þverholtabúsins er ekki tekinn fram í bréfinu. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

50 milljóna króna lán frá óþekktum lánveitanda hvílir á Þverholtabúinu, stórbýli Daða Einarssonar, föður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra, í Borgarbyggð á Vesturlandi. Ásmundur Einar var um tíma skráður með lögheimili á Þverholtabúinu en hann er í dag með lögheimili í Borgarnesi. Um er að ræða handhafabréf, tryggingarbréf upp á 50 milljónir sem þinglýst var á jörðina í byrjun þessa árs. Með tryggingarbréfinu er „handhafa tryggingarbréfs þessa“ veitt veð í fasteignum Þverholtabúsins ehf. sem á bújarðir og býli á jörðunum Þverholtum og Vindás í Borgarbyggð. 

Enginn lánveitandiEnginn lánveitandi eða handhafi er tekinn fram á tryggingarbréfinu sem Ásmundur Einar skrifaði undir.

Yfirleitt eru lánveitendur og handhafar tryggingarbréfa teknir fram í þeim en það var ekki gert í þessu tiltekna dæmi. Þetta var til dæmis ekki heldur gert í fyrra þegar Kvika lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna en þáverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár