Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi föður félagsmálaráðherra

Rúm­lega 500 millj­óna króna skuld­ir hvíla á kúa­búi Daða Ein­ars­son­ar, föð­ur Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra. Með­al lán­anna eru 50 millj­ón­ir króna frá ótil­greind­um hand­hafa. Þórólf­ur Gísla­son hjá KS hef­ur beitt sér fyr­ir því að Ásmund­ur Ein­ar Daða­son verði valda­mað­ur og ráð­herra í Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi  föður félagsmálaráðherra
Skrifaði undir sem vottur Ásmundur Einar Daðason skrifaði undir tryggingarbréfið sem vottur en lánveitandi Þverholtabúsins er ekki tekinn fram í bréfinu. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

50 milljóna króna lán frá óþekktum lánveitanda hvílir á Þverholtabúinu, stórbýli Daða Einarssonar, föður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra, í Borgarbyggð á Vesturlandi. Ásmundur Einar var um tíma skráður með lögheimili á Þverholtabúinu en hann er í dag með lögheimili í Borgarnesi. Um er að ræða handhafabréf, tryggingarbréf upp á 50 milljónir sem þinglýst var á jörðina í byrjun þessa árs. Með tryggingarbréfinu er „handhafa tryggingarbréfs þessa“ veitt veð í fasteignum Þverholtabúsins ehf. sem á bújarðir og býli á jörðunum Þverholtum og Vindás í Borgarbyggð. 

Enginn lánveitandiEnginn lánveitandi eða handhafi er tekinn fram á tryggingarbréfinu sem Ásmundur Einar skrifaði undir.

Yfirleitt eru lánveitendur og handhafar tryggingarbréfa teknir fram í þeim en það var ekki gert í þessu tiltekna dæmi. Þetta var til dæmis ekki heldur gert í fyrra þegar Kvika lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna en þáverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár