50 milljóna króna lán frá óþekktum lánveitanda hvílir á Þverholtabúinu, stórbýli Daða Einarssonar, föður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra, í Borgarbyggð á Vesturlandi. Ásmundur Einar var um tíma skráður með lögheimili á Þverholtabúinu en hann er í dag með lögheimili í Borgarnesi. Um er að ræða handhafabréf, tryggingarbréf upp á 50 milljónir sem þinglýst var á jörðina í byrjun þessa árs. Með tryggingarbréfinu er „handhafa tryggingarbréfs þessa“ veitt veð í fasteignum Þverholtabúsins ehf. sem á bújarðir og býli á jörðunum Þverholtum og Vindás í Borgarbyggð.

Yfirleitt eru lánveitendur og handhafar tryggingarbréfa teknir fram í þeim en það var ekki gert í þessu tiltekna dæmi. Þetta var til dæmis ekki heldur gert í fyrra þegar Kvika lánaði Framsóknarflokknum 50 milljónir króna en þáverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi forstjóri Kviku, Sigurður Atli Jónsson, eru …
Athugasemdir