Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 75,1 prósent frá byrjun árs 2011 samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Á sama tímabili hafa laun almennt hækkað um 64 prósent. Þannig rennur sífellt hærra hlutfall ráðstöfunartekna leigjenda í húsnæðiskostnað. Þetta þýðir að æ fleiri þeirra tekjulægstu eiga erfitt með að ná endum saman. Sumir bregða á það ráð að flytja út á land þar sem fasteignaverð er lægra eða einfaldlega úr landi eigi þeir þess kost. Þá eru dæmi um að fólk setjist að í tjöldum eða bílum líkt og rakið hefur verið í fréttum undanfarið. Við þetta bætist svo að ungt fólk er mun lengur í foreldrahúsum en áður. Almennur skortur á íbúðarhúsnæði, hækkandi fasteignaverð, aukin umsvif sérhæfðra leigufélaga og útleiga íbúða til ferðamanna eru á meðal helstu ástæðna þess neyðarástands sem ríkir á íslenskum leigumarkaði, samkvæmt niðurstöðum helstu greiningaraðila.
Þegar verkamannabústaðakerfið var lagt niður í kringum síðustu aldamót fóru fimm þúsund …
Athugasemdir