Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna

Tekju­hæsta 1 pró­sent Ís­lend­inga sank­ar að sér æ stærri hlut­deild af heild­ar­fjármagn­s­tekj­um lands­manna í góðær­inu. Þessi fjár­sterki hóp­ur nýt­ur góðs af því að fjár­magn­s­tekj­ur eru skatt­lagð­ar minna en al­menn­ar launa­tekj­ur á Ís­landi og miklu minna en tíðk­ast í flest­um ríkj­um OECD.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna
Góðærisstemning í Kauphöllinni Undanfarin fjögur ár hafa einkennst af miklum uppgangi í efnahagslífinu. Hér má sjá forstjóra fasteignafélagsins Eikar hringja félagið inn í Kauphöll Íslands. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Tekjuhæsta 1 prósent Íslendinga hefur stóraukið hlutdeild sína í heildarfjármagnstekjum landsmanna frá 2012. Árið 2012 runnu 34 prósent af öllum fjármagnstekjum hjóna og sambúðarfólks á Íslandi til tekjuhæsta eina prósentsins, en á síðasta ári var hlutfallið komið upp í 45 prósent. 

Sams konar aukning kemur í ljós þegar fjármagnstekjur tekjuhæstu 10 prósentanna eru skoðaðar. Árið 2012 tók þessi hópur til sín 57,5 prósent fjármagnstekna, en árið 2016 runnu 71,5 prósent teknanna tekjuhæsta hópnum í hlut. Þetta er niðurstaðan þegar rýnt er í staðtölur ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga og hjóna.

Þessir fjársterku hópar njóta þeirra forréttinda á Íslandi að fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. Sú verður áfram raunin, jafnvel þótt áform nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um 2 prósentustiga hækkun fjármagnstekjuskatts verði að veruleika. Að sama skapi er hámarksálagning tekjuskatts á tekjuhæstu launþega minni á Íslandi en í flestum nágrannalöndunum. Ný ríkisstjórn hefur ekki boðað neinar breytingar á því.

„Raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður“

 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er hins vegar boðuð endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskattsins, en þar liggur engin útfærsla fyrir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þó gefið í skyn að fyrirhugaðar breytingar miði að því að skattleggja raunávöxtun frekar en nafnávöxtun og verja þannig fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi hans fyrir árið 2018 segir í greinargerð að „skattstofn fjármagnstekjuskatts [verði] tekinn til endurskoðunar, með það fyrir augum að raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður og alþjóðlegur samanburður [verði] um leið auðveldari“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár