Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna

Tekju­hæsta 1 pró­sent Ís­lend­inga sank­ar að sér æ stærri hlut­deild af heild­ar­fjármagn­s­tekj­um lands­manna í góðær­inu. Þessi fjár­sterki hóp­ur nýt­ur góðs af því að fjár­magn­s­tekj­ur eru skatt­lagð­ar minna en al­menn­ar launa­tekj­ur á Ís­landi og miklu minna en tíðk­ast í flest­um ríkj­um OECD.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna
Góðærisstemning í Kauphöllinni Undanfarin fjögur ár hafa einkennst af miklum uppgangi í efnahagslífinu. Hér má sjá forstjóra fasteignafélagsins Eikar hringja félagið inn í Kauphöll Íslands. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Tekjuhæsta 1 prósent Íslendinga hefur stóraukið hlutdeild sína í heildarfjármagnstekjum landsmanna frá 2012. Árið 2012 runnu 34 prósent af öllum fjármagnstekjum hjóna og sambúðarfólks á Íslandi til tekjuhæsta eina prósentsins, en á síðasta ári var hlutfallið komið upp í 45 prósent. 

Sams konar aukning kemur í ljós þegar fjármagnstekjur tekjuhæstu 10 prósentanna eru skoðaðar. Árið 2012 tók þessi hópur til sín 57,5 prósent fjármagnstekna, en árið 2016 runnu 71,5 prósent teknanna tekjuhæsta hópnum í hlut. Þetta er niðurstaðan þegar rýnt er í staðtölur ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga og hjóna.

Þessir fjársterku hópar njóta þeirra forréttinda á Íslandi að fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. Sú verður áfram raunin, jafnvel þótt áform nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um 2 prósentustiga hækkun fjármagnstekjuskatts verði að veruleika. Að sama skapi er hámarksálagning tekjuskatts á tekjuhæstu launþega minni á Íslandi en í flestum nágrannalöndunum. Ný ríkisstjórn hefur ekki boðað neinar breytingar á því.

„Raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður“

 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er hins vegar boðuð endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskattsins, en þar liggur engin útfærsla fyrir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þó gefið í skyn að fyrirhugaðar breytingar miði að því að skattleggja raunávöxtun frekar en nafnávöxtun og verja þannig fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi hans fyrir árið 2018 segir í greinargerð að „skattstofn fjármagnstekjuskatts [verði] tekinn til endurskoðunar, með það fyrir augum að raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður og alþjóðlegur samanburður [verði] um leið auðveldari“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár