Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna

Tekju­hæsta 1 pró­sent Ís­lend­inga sank­ar að sér æ stærri hlut­deild af heild­ar­fjármagn­s­tekj­um lands­manna í góðær­inu. Þessi fjár­sterki hóp­ur nýt­ur góðs af því að fjár­magn­s­tekj­ur eru skatt­lagð­ar minna en al­menn­ar launa­tekj­ur á Ís­landi og miklu minna en tíðk­ast í flest­um ríkj­um OECD.

Tekjuhæsta eina prósentið fékk 45 prósent fjármagnstekna
Góðærisstemning í Kauphöllinni Undanfarin fjögur ár hafa einkennst af miklum uppgangi í efnahagslífinu. Hér má sjá forstjóra fasteignafélagsins Eikar hringja félagið inn í Kauphöll Íslands. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Tekjuhæsta 1 prósent Íslendinga hefur stóraukið hlutdeild sína í heildarfjármagnstekjum landsmanna frá 2012. Árið 2012 runnu 34 prósent af öllum fjármagnstekjum hjóna og sambúðarfólks á Íslandi til tekjuhæsta eina prósentsins, en á síðasta ári var hlutfallið komið upp í 45 prósent. 

Sams konar aukning kemur í ljós þegar fjármagnstekjur tekjuhæstu 10 prósentanna eru skoðaðar. Árið 2012 tók þessi hópur til sín 57,5 prósent fjármagnstekna, en árið 2016 runnu 71,5 prósent teknanna tekjuhæsta hópnum í hlut. Þetta er niðurstaðan þegar rýnt er í staðtölur ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga og hjóna.

Þessir fjársterku hópar njóta þeirra forréttinda á Íslandi að fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD. Sú verður áfram raunin, jafnvel þótt áform nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um 2 prósentustiga hækkun fjármagnstekjuskatts verði að veruleika. Að sama skapi er hámarksálagning tekjuskatts á tekjuhæstu launþega minni á Íslandi en í flestum nágrannalöndunum. Ný ríkisstjórn hefur ekki boðað neinar breytingar á því.

„Raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður“

 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er hins vegar boðuð endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskattsins, en þar liggur engin útfærsla fyrir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þó gefið í skyn að fyrirhugaðar breytingar miði að því að skattleggja raunávöxtun frekar en nafnávöxtun og verja þannig fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi hans fyrir árið 2018 segir í greinargerð að „skattstofn fjármagnstekjuskatts [verði] tekinn til endurskoðunar, með það fyrir augum að raunverulegur ávinningur af fjármagni verði skattlagður og alþjóðlegur samanburður [verði] um leið auðveldari“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár