Rekstrarfélög fimm bestu veitingastaða Íslands skiluðu samanlagt rúmlega fjórum sinnum meiri hagnaði árið 2016 en árið 2015 samkvæmt úttekt Stundarinnar á rekstri þeirra. Um er að ræða þá veitingastaði á Íslandi sem komast á tvo efstu lista veitingahúsasíðunnar White Guide um bestu veitingastaði Íslands en listarnir kallast „Masters level“ og „Very fine level“.
Samanlagður hagnaður þessara fimm veitingahúsa – veitingahúsið VOX er ekki tekið með þar sem það er hluti af starfsemi risavöxnu hótelkeðjunnar Flugleiðahótela – er 180 milljónir króna en voru rúmlega 43 milljónir króna árið 2015 samkvæmt úttekt Fréttatímans á þessum veitingastöðum í árslok í fyrra. Allir þessir staðir eru í Reykjavík.
Áfangastaður fyrir áhugamenn um mat
Ferðamannastraumurinn til Íslands hefur vitanlega jákvæð áhrif á rekstrarafkomu veitingahúsa í borginni og koma stöðugt fleiri og fleiri ferðamenn til landsins. Byrjað er að tala um Reykjavík sem matarborg í erlendum fjölmiðlum og er talað um að ferðamenn fari jafnvel til …
Athugasemdir