Skúli Einarsson, föðurbróðir Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins og nýskipaðs félagsmálaráðherra, segir að þingmaðurinn hafi brotist inn í íbúðar- og útihús á jörðinni Lambeyrum í Dölum á þessu ári og lögreglan hafi staðið hann að verki. Áralangar deilur hafa staðið yfir um jörðina og íbúðarhús á henni á milli Ásmundar Einars og Daða Einarssonar, föður hans, annars vegar og systkina Daða hins vegar.
Í tölvupósti til Stundarinnar segir Ásmundur Einar að um sé að ræða sorgarsögu sem hann sé ekki inni í og bendir hann blaðinu á að ræða við föður hans: „Það sem við kemur þessari sorglegu erfðadeilu er ekki á mínum snærum. Til að fá upplýsingar þá bendi ég þér á að hafa samband við föður minn. “ Stundin náði hins vegar ekki tali af Daða til að spyrja hann um málið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Ásmundur Einar var bóndi á Lambeyrum þar til árið 2009 þegar hann …
Athugasemdir