Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

GAMMA sankar að sér einbýlishúsum og raðhúsum fyrir allt að 100 milljónir

Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið GAMMA kaup­ir upp rúm­lega 40 fast­eign­ir, með­al ann­ars rað­hús og ein­býl­is­hús í dýr­um hverf­um í Reykja­vík. Keyptu 103 millj­óna króna ein­býl­is­hús við Sel­vogs­grunn og 96 millj­óna króna rað­hús við Laug­ar­ás­veg. Eign­irn­ar standa ut­an við Al­menna leigu­fé­lag­ið og eru í eigu sjóðs með ógagn­sætt eign­ar­hald.

GAMMA sankar að sér einbýlishúsum  og raðhúsum fyrir allt að 100 milljónir
Veðmál sem heppnaðist Veðmál GAMMA á íslenska fasteignamarkaðnum heppnaðist og heldur fyrirtækið áfram að kaupa upp fasteignir í stórum stíl. Gísli Hauksson, stofnandi GAMMA, sagði árið 2013 að GAMMA hygðist ekki kaupa meira en um 140 íbúðir en síðan hafa eignirnar meira en tífaldast.

Sjóðstýringarfyrirtækið GAMMA heldur áfram stórfelldum uppkaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú í auknum mæli fært sig yfir í raðhús og einbýlishús sem kosta allt að 100 milljónir króna. Þessar eignir GAMMA standa utan við Almenna leigufélagið svokallaða sem á 1.300 íbúðir og sem skráð verður á hlutabréfamarkað á næsta ári, samkvæmt  því sem Gísli Hauksson, stofnandi og starfandi stjórnarformaður GAMMA, sagði í viðtali við Bloomberg um miðjan nóvember. Auk uppkaupa á íbúðarhúsnæði mun Almenna leigufélagið ætla að reisa 4.000 leiguíbúðir. 

Aðspurður segir Gísli við Stundina að hugmyndin með uppkaupunum á þessum eignum sé að vera með þær í langtímaleigu: „Þessi félög sem þú nefnir hafa á síðustu tveimur árum keypt nokkra tugi stærri sérbýla í þeim tilgangi að leigja þau út í langtímaleigu. Eftirspurn eftir slíkum eignum hefur verið minni á fasteignamarkaði og verðið á þeim hefur að okkar mati ekki verið hátt í samanburði við minni íbúðir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
5
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.
Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár