Sjóðstýringarfyrirtækið GAMMA heldur áfram stórfelldum uppkaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú í auknum mæli fært sig yfir í raðhús og einbýlishús sem kosta allt að 100 milljónir króna. Þessar eignir GAMMA standa utan við Almenna leigufélagið svokallaða sem á 1.300 íbúðir og sem skráð verður á hlutabréfamarkað á næsta ári, samkvæmt því sem Gísli Hauksson, stofnandi og starfandi stjórnarformaður GAMMA, sagði í viðtali við Bloomberg um miðjan nóvember. Auk uppkaupa á íbúðarhúsnæði mun Almenna leigufélagið ætla að reisa 4.000 leiguíbúðir.
Aðspurður segir Gísli við Stundina að hugmyndin með uppkaupunum á þessum eignum sé að vera með þær í langtímaleigu: „Þessi félög sem þú nefnir hafa á síðustu tveimur árum keypt nokkra tugi stærri sérbýla í þeim tilgangi að leigja þau út í langtímaleigu. Eftirspurn eftir slíkum eignum hefur verið minni á fasteignamarkaði og verðið á þeim hefur að okkar mati ekki verið hátt í samanburði við minni íbúðir …
Athugasemdir