Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engeyingarnir greiddu sér 1.500 milljóna arð á árunum 2015 og 2016

Móð­ur­fé­lag Kynn­is­ferða hef­ur hagn­ast um 1.643 millj­ón­ir á und­an­förn­um tveim­ur reikn­ings­ár­um og greitt út um 2 millj­arða arð til hlut­hafa.

Engeyingarnir greiddu sér 1.500 milljóna arð á árunum 2015 og 2016

Alfa hf., móðurfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Kynnisferða, greiddi hluthöfum tæplega 2 milljarða arð á árunum 2015 og 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016, en í skýrslu stjórnar er gerð tillaga um 200 milljóna arðgreiðslu vegna reksturs síðasta árs. 

Alfa hagnaðist um tæplega 1200 milljónir á árunum 2013 og 2014 og greiddi hluthöfum samtals 80 milljónir í arð. Síðan hefur hagur fyrirtækisins vænkast enn frekar; hagnaður þess árið 2015 nam 1.479 milljónum króna og fyrirtækið hagnaðist um 164 milljónir í fyrra. 

Helstu eigendur Alfa, og þar með Kynnisferða, eru foreldrar, bróðir, föðurbróðir og frændsystkini Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra. Af 1.978 milljóna króna arðgreiðslum til hluthafa Alfa á árunum 2015 og 2016 skiptast um 1.500 milljónir niður á þessi nánustu skyldmenni hans. 

Stærstu hluthafar félagsins eru Einar Sveinsson, Benedikt Einarsson, Hrólfur Einarsson, Ásta Sigríður Einarsdóttir, Benedikt Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir auk Jóns Gunnsteins Hjálmarssonar, viðskiptafélaga Engeyinganna. 

Bjarni Benediktssoner eina barn Einars og Benedikts Sveinssonar sem á ekki hlut.

Sjálfur er Bjarni eina barn þeirra Einars og Benedikts Sveinssona sem ekki á hlut í Alfa og Kynnisferðum. Bjarni sagði sig frá allri viðskiptaþátttöku í desember 2008 og sagðist ekki telja við hæfi að vera bæði í stjórnmálum og viðskiptum þar sem íslenska ríkið væri orðið hluthafi í stóru viðskiptabönkunum. Ólíkt eiginkonu Einars Sveinssonar á eiginkona Benedikts, móðir Bjarna, um 10 prósenta hlut í Alfa.

Á meðal smærri hluthafa Alfa á reikningsárinu 2016 eru Guðrún Sveinsdóttir, Ingimundur Sveinsson, Sveinn Benediktsson, Halldór Jóhannsson, Hjalti Geir Kristjánsson og Björn Bjarnason. 

Hópurinn sem á Alfa og Kynnisferðir er að miklu leyti sá sami og átti olíufélagið N1 fyrir hrun. Eins og Stundin greindi frá í október var yfirtaka Engeyinganna á Olíufélaginu árið 2006 að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum frá Íslandsbanka, sem síðar hét Glitnir, en á þeim tíma var Einar Sveinsson stjórnarformaður bankans auk þess sem þeir Benedikt Sveinsson voru í hópi stærstu hluthafanna. Bjarni Benediktsson leiddi fjárfestahópinn ásamt Hermanni Guðmundssyni, sem svo varð forstjóri N1 en Bjarni varð stjórnarformaður BNT og N1 eftir viðskiptin. Engeyingarnir eignuðust svo Kynnisferðir eftir hrun þegar það var selt út úr BNT-samstæðunni sem þá hafði lent í miklum fjárhagskröggum og stóð í tugmilljarða skuld við Glitni þegar bankinn féll.

Í ágúst 2015 var greint frá því að Alfa hf. hefði selt 35 prósenta hlut í fyrirtækinu til fjárfestingarsjóðsins SÍA II sem er í rekstri Stefnis, sjóðsstýringarfyrirtækis Arion banka. Kaupverðið var ekki gefið upp en í tilkynningu um viðskiptin sagði Kristján Daníelsson, þáverandi framkvæmdastjóri Kynnisferða, að rekstur fyrirtækisins hefði breyst mikið. „Rekstur Kynnisferða hefur tekið miklum breytingum á liðnum árum og hefur félagið ráðist í umtalsverðar fjárfestingar til að mæta vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Við munum halda áfram að stækka og efla félagið á komandi árum og töldum því rétt að fá inn nýja hluthafa í félagið á þessum tímapunkti. Við fögnum aðkomu nýrra fjárfesta og teljum að innkoma þeirra muni styrkja félagið verulega til framtíðar.“ Eigendur Kynnisferða virðast hafa hagnast vel á sölunni þegar litið er til þess hve sterk staða félagsins er.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskiptafléttur

Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól
FréttirViðskiptafléttur

Eign­ar­haldi fjöl­skyldu Hreið­ars Más í sjóði Stefn­is leynt í gegn­um skatta­skjól

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar og tengdra að­ila hef­ur síð­ast­lið­in ár ver­ið í eigu Tor­tóla­fé­lags sem eig­in­kona hans á. Sjóð­ur í stýr­ingu Stefn­is, dótt­ur­fé­lags Ari­on banka, var form­leg­ur hlut­hafi en á bak við hann er Tor­tólu­fé­lag. Fram­kvæmda­stjóri Stefn­is seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki vit­að hver hlut­hafi sjóðs­ins var.
Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál
Fréttir

Leita sann­leik­ans um harm­þrung­ið leynd­ar­mál

Mæðg­urn­ar Astra­ea Jill Robert­son og Amy Robert­son, af­kom­end­ur konu sem fóst­ur­móð­ir Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar sendi í fóst­ur í Skotlandi ár­ið 1929, komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyld­una. Þeim finnst tími til kom­inn að stíga fram og segja sögu móð­ur þeirra og ömmu sem var alltaf hald­ið í skugg­an­um.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár