Móðurfélag Kynnisferða ehf., ferðaþjónustufyrirtækis bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona og fjölskyldna þeirra sem yfirleitt eru kallaðir Engeyingarnir þegar rætt er um viðskiptaumsvif þeirra, hagnaðist um rúmlega 400 milljónir króna í fyrra og greiddi út tæplega 50 milljóna króna arð til hluthafa. Móðurfélagið heitir Alfa hf. og kemur þetta fram í ársreikningi þess fyrirtækis sem skilað var til ársreikningaskrár í lok september.
Núverandi eigendur Kynnisferða eignuðust fyrirtækið eftir að það var keypt af félagi í eigu olíufélagsins N1 í nokkuð sérkennilegum viðskiptum eftir hrunið 2008.
Athugasemdir