„Stella Blómkvist er ný þáttaröð í sex hlutum sem er byggð á samnefndum bókum um lögfræðing sem sér um að verja alls konar fólk og mikið af því ekki gott,“ segir Heiða Rún Sigurðardóttir, sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum. „Hún hugsar fyrst og fremst um að sjá fyrir sjálfri sér og tekur einungis að sér mál sem henni þykir áhugaverð og spennandi eða sem borga vel. Hún byrjar á að verja gamlan skjólstæðing fyrir morð sem var framið í Stjórnarráðinu, en flækist dýpra í málið en hún bjóst við í fyrstu.“
Heiða segir Stellu vera algjöran einfara. „Hún á enga vini nema Gunnu, leigusalann sinn, sem er sjálf vinafá. Hún vill geta látið sig hverfa hvenær sem hún þarf og sambönd við fólk koma í veg fyrir það. Hún á auðvelt með að fá það sem hún vill eða þarf með alls konar háttum. Hún er skörp, skondin og …
Athugasemdir