Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Drullusama hvað öðrum finnst

Heiða Rún Sig­urð­ar­dótt­ir leik­kona fer með að­al­hlut­verk­ið í þáttar­öð­inni Stella Blóm­kvist sem sýnd er í Sjón­varpi Sím­ans Premium. „Hún er allt öðru­vísi per­sóna en ég hef leik­ið áð­ur,“ seg­ir Heiða Rún sem hef­ur sleg­ið í gegn víða um lönd í hlut­verki Elisa­beth í bresku fram­halds­þátt­un­um Poldark.

Drullusama hvað öðrum finnst
Heiða Rún Sigurðardóttir „Það er líka frábært að geta verið hluti af því að sjá fleiri aðalkvenpersónur í sviðsljósinu. Það er mikilvægt fyrir okkur að brúa bilið hvar sem við getum.“ Mynd: Saga Sig.

„Stella Blómkvist er ný þáttaröð í sex hlutum sem er byggð á samnefndum bókum um lögfræðing sem sér um að verja alls konar fólk og mikið af því ekki gott,“ segir Heiða Rún Sigurðardóttir, sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum. „Hún hugsar fyrst og fremst um að sjá fyrir sjálfri sér og tekur einungis að sér mál sem henni þykir áhugaverð og spennandi eða sem borga vel. Hún byrjar á að verja gamlan skjólstæðing fyrir morð sem var framið í Stjórnarráðinu, en flækist dýpra í málið en hún bjóst við í fyrstu.“

Heiða segir Stellu vera algjöran einfara. „Hún á enga vini nema Gunnu, leigusalann sinn, sem er sjálf vinafá. Hún vill geta látið sig hverfa hvenær sem hún þarf og sambönd við fólk koma í veg fyrir það. Hún á auðvelt með að fá það sem hún vill eða þarf með alls konar háttum. Hún er skörp, skondin og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu