Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir ekki hefð fyr­ir því að flokk­ur skipti sér af ráð­herra­vali sam­starfs­flokks síns. „Nei, þetta er ekki krafa af okk­ar hálfu,“ sagði hún, að­spurð um um­mæli vara­for­manns flokks­ins.

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé ekki krafa af hálfu flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum að ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, svo sem formaðurinn, verði utan ríkisstjórnar. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Vikulokunum í morgun. 

Sem kunnugt er hafa tvær síðustu ríkisstjórnir fallið vegna hagsmunaárekstra og umdeildra mála þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í brennidepli; í fyrra skiptið í tengslum við viðskipti í gegnum aflandsfélag og í síðara skiptið vegna leyndarhyggju í málum barnaníðinga sem fengu uppreist æru.

Fleiri hneykslismál hafa komið upp nú á árinu. T.d. var Bjarni staðinn að því að hafa setið á upplýsingum um aflandseignir Íslendinga fram yfir kosningar og Sigríður Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, braut lög að mati Héraðsdóms Reykjavíkur þegar hún skipaði dómara við Landsrétt á skjön við mat hæfnisnefndar án þess að gæta að reglum stjórnsýsluréttar.

Nokkrum vikum fyrir síðustu þingkosningar birti svo Stundin upplýsingar sem sýna að Bjarni Benediktsson hefur margsinnis dregið upp villandi mynd af viðskiptum sínum í aðdraganda bankahrunsins og ekki komið hreint fram í umræðu um eigin aðkomu að viðskiptum skyldmenna sinna. 

Vísir.is fullyrti í frétt í síðustu viku að Edward Hákon Hujbens, varaformaður Vinstri grænna, teldi að ekki gæti skapast sátt um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nema Bjarni Benediktsson, formaðurinn, yrði utan ríkisstjórnarinnar. Þegar Stundin hafði samband við Edward sagði hann að þetta væri ekki hans afstaða heldur sjónarmið sem flokksmenn hefðu viðrað við hann. 

Katrín Jakobsdóttir talaði með sama hætti í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Auðvitað hef ég heyrt þessar raddir. Þegar varaformaðurinn var að lýsa þessu var hann að endurspegla ákveðnar raddir innan Vinstri grænna þar sem mikil umræða var um þessar umræður á okkar innri vef,“ sagði hún og benti á að ekki væri hefð fyrir því að formenn flokka ákveddu hvaða þingmenn annarra flokka gegndu ráðherraembætti. „Ég hef ekkert verið að krefjast þessa,“ sagði Katrín. „Nei, þetta er ekki krafa af okkar hálfu.“ 

Í viðtalinu kom fram að viðræðunum væri hvergi nærri lokið, enda hefði ekki náðst lending í skattamálum þar sem stefnur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins eru ólíkar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár