Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fylgi Vinstri grænna fellur og stuðningsfólk vill síst Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn

Ný könn­un sýn­ir að 40 pró­sent þeirra sem kusu VG í al­þing­is­kosn­ing­un­um ætla ekki að gera það aft­ur. Meiri­hluti þeirra sem þó styðja VG vilja síst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé í rík­is­stjórn. Katrín Jak­obs­dótt­ir leið­ir hins veg­ar við­ræð­ur um að mynda rík­is­stjórn með flokkn­um.

Fylgi Vinstri grænna fellur og stuðningsfólk vill síst Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn
Katrín Jakobsdóttir Leiðir stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Mynd: Morgunblaðið / Eggert Jóhannesson

40 prósent þeirra sem kusu Vinstri græn í alþingiskosningunum í lok október segjast ekki myndu gera það aftur ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR, sem sýnir að fylgi VG hefur fallið um 4 prósent ef miðað er við kosningarnar.

Vinstri græn fengu 16,9 prósent stuðning í yfirstöðnum alþingiskosningum, en einungis 13 prósent segjast myndu kjósa flokkinn í dag. Á móti segjast 16 prósent nú ætla að kjósa Samfylkinguna, en flokkurinn fékk aðeins 12,1 prósent stuðning í kosningunum.

Hátt í hundrað meðlima VG hafa sagt sig úr flokknum eftir að þingflokkur VG, með stuðningi níu af ellefu þingmönnum flokksins, hóf stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Á móti hafa 20 til 25 skráð sig í flokkinn. Alls eru meðlimir í flokknum tæp sex þúsund.

Í könnun MMR kemur fram að 57 prósent kjósenda VG vilja síst að Sjálfstæðisflokkurinn sé í ríkisstjórn. Píratar eru hins vegar óvinsælastir hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, en 63 prósent þeirra vilja síst að Píratar séu í stjórn. 40 prósent kjósenda Samfylkingarinnar vilja síst af öllu Sjálfstæðisflokkinn í stjórn og 68 prósent Pírata. Því er ljóst að erkifjendur íslenskra stjórnmála eru Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. 

Kjósendur Samfylkingarinnar, VG, Pírata og Viðreisnar eru að öðru leyti mest andvígir því að Miðflokkurinn sé í ríkisstjórn, en 46 prósent kjósenda Miðflokksins vilja síst af öllu Pírata í stjórn.

Fylgi VG hefur hrunið á einum og hálfum mánuði. Þannig mældist VG stærsti stjórnmálaflokkurinn í könnun 365 sem birt var 11. október, með 29,9 prósent fylgi.

Hlé er nú á stjórnarmyndunarviðræðurm Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á meðan miðstjórn Framsóknarflokksins fundar í dag og á morgun.

Hverja vilja stuðnigsmenn síst?Aðeins 6 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins vill síst VG í ríkisstjórn, en 57 prósent þeirra sem styðja VG vilja síst Sjálfstæðisflokkinn.

Fylgi flokka í dag samanborið við kosningar:

24,4% Sjálfstæðisflokkurinn - 25,3% í kosningum

16% Samfylkingin - 12,1% í kosningum

13% Vinstri græn - 16,9% í kosningum

10,5% Miðflokkurinn - 10,9% í kosningum

9,9% Píratar - 9,2% í kosningum

9,5% Framsóknarflokkurinn - 10,7% í kosningum

8,4% Flokkur fólksins - 6,9% í kosningum

6,5% Viðreisn - 6,7% í kosningum

1,8% Annað - 1,5% í kosningum 

Niðurstöður könnunarinnarFylgi við flesta flokka er svipað og í síðustu alþingiskosningum, en Vinstri grænir falla mikið og fylgi bætist við Samfylkinguna.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár