Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Am­ir gift­ist ís­lensk­um unn­usta sín­um á dög­un­um. Nú þurfa þeir að selja bíl­inn sinn til þess að greiða ís­lensk­um yf­ir­völd­um kostn­að­inn við að flytja hann nauð­ug­an úr landi.

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning
Fluttur úr landi Amir Shokrgozar var fluttur á brott til Póllands og er nú á leið til Ítalíu. Mynd: Andri Snær Magnason

Amir Shokrgozar, samkynhneigður flóttamaður frá Íran, hefur auglýst bílinn sinn til sölu til þess að geta borgað íslenskum yfirvöldum reikning vegna flugfars lögreglumanna sem fóru með hann úr landi.

Amir bjó í tvö ár á Íslandi og hafði verið að læra íslensku, átt íslenskan unnusta og verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum ’78 og Rauða krossinum, áður en honum var vísað úr landi í febrúar. 

Amir hugði á endurkomu til Íslands, en verður að greiða skuld sína til íslenskra yfirvalda eigi það að ganga eftir. Hann giftist íslenskum unnusta sínum á Sikiley fyrr í mánuðinum.

SkuldayfirlýsingAmir ber að greiða ríkinu andvirði dagpeninga og ferðakostnaðar lögregluþjónanna fimm sem fylgdu honum úr landi.

Í skuldayfirlýsingu vegna kostnaðarins við brottvísun hans, sem hann birtir á Facebook, kemur fram að hann eigi að greiða 427.907 krónur fyrir fimm lögregluþjóna sem fylgdu honum úr landi. Þá skuldar hann íslenska ríkinu dagpeninga til handa lögregluþjónunum, samtals 120.422 krónur. Samtals er skuldin, að meðtöldu hans eigin flugfari við brottvísunina, 634.944 krónur.

Samkvæmt útlendingalögum er ríkinu heimilt að rukka hælisumsækjendur, sem ekki fá samþykkta beiðni um hæli, fyrir brottflutning þeirra úr landi.

„Útlendingur sem færður er úr landi samkvæmt lögum þessum skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að hann fer ekki úr landi af sjálfsdáðum. Krafan er aðfararhæf og hún getur auk þess verið grundvöllur frávísunar við síðari komu til landsins. Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ 

„Fyrir íslenskum yfirvöldum er ég einskis virði“

Amir segist í samtali við Stundina þakka Íslendingum fyrir stuðning sem hann hefur fengið, en hann kveðst hafa áhyggjur af framferði íslenskra yfirvalda. „Mannréttindi útlendinga eru ekki virt,“ segir hann. „Ég er utanaðkomandi og fyrir íslenskum yfirvöldum er ég einskis virði.“

Amir flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar, en samkynhneigðir geta átt von á refsingum í Íran. Hann segir yfirvöld hér á landi hafa staðið í vegi fyrir því að hann gæti gifst íslenskum unnusta sínum. „Við giftum okkur á Ítalíu vegna þess að íslensk yfirvöld synjuðu okkur um heimild til að gifta okkur hér. Við viljum selja bílinn okkar til þess að láta íslensk yfirvöld fá peninginn. Ég kem aftur til Íslands, en svo lengi sem ég borga ekki má ég ekki koma aftur.“

Bíllinn, sem er Toyota Avensis frá árinu 2004, er til sölu á 400 þúsund krónur. „Ég vona að bíllinn seljist eins fljótt og mögulegt er til þess að ég geti borgað íslenskum yfirvöldum og snúið aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Amir.

Amir er ekki eini innflytjandinn sem íslensk yfirvöld rukka fyrir að flytja úr landi. Eugene Imotu fær ekki að koma aftur til Íslands fyrr en hann hefur borgað fyrir brottflutning sinn úr landi. Hann var handtekinn í sumar, aðskilinn fjölskyldu sinni og fluttur úr landi, eftir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Stuttu síðar fengu börnin hans þrjú dvalarleyfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár