Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Am­ir gift­ist ís­lensk­um unn­usta sín­um á dög­un­um. Nú þurfa þeir að selja bíl­inn sinn til þess að greiða ís­lensk­um yf­ir­völd­um kostn­að­inn við að flytja hann nauð­ug­an úr landi.

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning
Fluttur úr landi Amir Shokrgozar var fluttur á brott til Póllands og er nú á leið til Ítalíu. Mynd: Andri Snær Magnason

Amir Shokrgozar, samkynhneigður flóttamaður frá Íran, hefur auglýst bílinn sinn til sölu til þess að geta borgað íslenskum yfirvöldum reikning vegna flugfars lögreglumanna sem fóru með hann úr landi.

Amir bjó í tvö ár á Íslandi og hafði verið að læra íslensku, átt íslenskan unnusta og verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum ’78 og Rauða krossinum, áður en honum var vísað úr landi í febrúar. 

Amir hugði á endurkomu til Íslands, en verður að greiða skuld sína til íslenskra yfirvalda eigi það að ganga eftir. Hann giftist íslenskum unnusta sínum á Sikiley fyrr í mánuðinum.

SkuldayfirlýsingAmir ber að greiða ríkinu andvirði dagpeninga og ferðakostnaðar lögregluþjónanna fimm sem fylgdu honum úr landi.

Í skuldayfirlýsingu vegna kostnaðarins við brottvísun hans, sem hann birtir á Facebook, kemur fram að hann eigi að greiða 427.907 krónur fyrir fimm lögregluþjóna sem fylgdu honum úr landi. Þá skuldar hann íslenska ríkinu dagpeninga til handa lögregluþjónunum, samtals 120.422 krónur. Samtals er skuldin, að meðtöldu hans eigin flugfari við brottvísunina, 634.944 krónur.

Samkvæmt útlendingalögum er ríkinu heimilt að rukka hælisumsækjendur, sem ekki fá samþykkta beiðni um hæli, fyrir brottflutning þeirra úr landi.

„Útlendingur sem færður er úr landi samkvæmt lögum þessum skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að hann fer ekki úr landi af sjálfsdáðum. Krafan er aðfararhæf og hún getur auk þess verið grundvöllur frávísunar við síðari komu til landsins. Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ 

„Fyrir íslenskum yfirvöldum er ég einskis virði“

Amir segist í samtali við Stundina þakka Íslendingum fyrir stuðning sem hann hefur fengið, en hann kveðst hafa áhyggjur af framferði íslenskra yfirvalda. „Mannréttindi útlendinga eru ekki virt,“ segir hann. „Ég er utanaðkomandi og fyrir íslenskum yfirvöldum er ég einskis virði.“

Amir flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar, en samkynhneigðir geta átt von á refsingum í Íran. Hann segir yfirvöld hér á landi hafa staðið í vegi fyrir því að hann gæti gifst íslenskum unnusta sínum. „Við giftum okkur á Ítalíu vegna þess að íslensk yfirvöld synjuðu okkur um heimild til að gifta okkur hér. Við viljum selja bílinn okkar til þess að láta íslensk yfirvöld fá peninginn. Ég kem aftur til Íslands, en svo lengi sem ég borga ekki má ég ekki koma aftur.“

Bíllinn, sem er Toyota Avensis frá árinu 2004, er til sölu á 400 þúsund krónur. „Ég vona að bíllinn seljist eins fljótt og mögulegt er til þess að ég geti borgað íslenskum yfirvöldum og snúið aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Amir.

Amir er ekki eini innflytjandinn sem íslensk yfirvöld rukka fyrir að flytja úr landi. Eugene Imotu fær ekki að koma aftur til Íslands fyrr en hann hefur borgað fyrir brottflutning sinn úr landi. Hann var handtekinn í sumar, aðskilinn fjölskyldu sinni og fluttur úr landi, eftir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Stuttu síðar fengu börnin hans þrjú dvalarleyfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár