Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rannsóknarnefndin: Hugsanlega brotið gegn mannréttindum plastbarkaþeganna

Rann­sókn­ar­nefnd­in um plast­barka­mál­ið kynn­ir skýrslu sína. Vilja að ekkja And­emariams Beyene fái skaða­bæt­ur út af með­ferð­inni á eig­in­manni henn­ar. Tóm­as Guð­bjarts­son gagn­rýnd­ur harð­lega fyr­ir að­komu sína að hluta plast­barka­máls­ins en hreins­að­ur af að­komu sinni að öðr­um þátt­um.

Rannsóknarnefndin: Hugsanlega brotið gegn mannréttindum plastbarkaþeganna
Engar bætur Ekkja Andemariams Beyene, fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, hefur ekki fengið neinar bætur frá Karolinska sjúkrahusínu í Stokkhólmi eða frá Landspítalanum. Nefndin leggur til Landspítali aðstoði hana fjárhagslega. Andemariam sést hér með Paulo Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni á málþinginu í HÍ sem meðal annars er rætt um í skýrslunni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mannréttindi Erítreumannsins Andemariams Beyene, sem búsettur var á Íslandi, voru hugsanlega brotin þegar hann var sendur í plastbarkaaðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð í maí árið 2011. Þetta er ein af niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar um íslenska þætti plastbarkamálsins sem kynnti skýrslu sína um málið í norræna húsinu fyrr í dag.

Um þetta segir meðal annars í skýrslunni: „Það fyrirkomulag sem unnið var eftir á Karolinska háskólasjúkrahúsinu (KS) og Karolinsku stofnuninni (KI) fól aftur á móti í sér að lífi þriggja sjúklinga var stofnað í mikla hættu á kerfisbundinn hátt. Þetta var gert á grundvelli stefnumótunar þessara stofnana um uppbyggingu miðstöðvar fyrir háþróaðar öndunarvegarannsóknir á þessu sviði og er að mati nefndarinnar ekki hægt að útiloka að með þessu hafi 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu verið brotin.“

Þessi vinkill á plastbarkamálinu, að mannréttindi Andemariams Beyene og tveggja annarra einstaklinga, Yesim Cetirin og Christopher Lyles, hafi verið brotin hefur ekki áður komið fram í málinu í þeim skýrslum sem unnið hafa verið um það í Svíþjóð. Formaður nefndarinnar er Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og  dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, en aðrir nefndarmenn eru læknarnir Georg A. Bjarnason og María Sigurjónsdóttir. Nefndin var skipuð í fyrra eftir að Landspítali-háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands komust að þeirri niðurstöðu að skipa þyrfti óháða rannsóknarnefndar til að rannsaka þátt þessara tveggja stofnana í plastbarkamálinu. 

Um þetta segir meðal annars í niðurstöðukafla skýrslunnar: „Önnur grein mannréttindasáttmála Evrópu hefur m.a. verið skýrð svo að við dauða sjúklings á heilbrigðisstofnun verði að vera unnt að leita til sjálfstæðra og hlutlausra úrskurðaraðila, þ. á m. dómstóla til að fá úr því skorið hver sé dánarorsök viðkomandi og hlutur þeirra réttur sem misgert hefur verið við, eftir atvikum með skaðabótum.“

Engin ákæraÁkæruvaldið í Svíþjóð lagði niður rannsókn á meintum afbrotum Paulo Macchiarinis nú í haust. Rannsóknin snérist um manndráp af gáleysi og líkamsárásir út af plastbarkaaðgerðunum sem hann gerði.

Ekkja Andemariams fær engar bætur

Þetta mögulega meinta á brot á mannréttindum þessara þriggja einstaklinga setur nefndin í samhengi við þá staðreynd að ekkja Andemariams Beyene hefur ekki fengið neinar skaðabætur út af meðferðinni á honum Karolinska-sjúkrahúsinu eða á Landspítalanum. 

Um þetta segir í niðurstöðukaflanum: „Þó að vel hafi tekist til við eftirmeðferð ATBs á Landspítala, er aðfinnsluvert hvernig staðið var að vísindarannsókn á ATB á Landspítala, svo og meðferð persónuupplýsinga um hann í þágu þeirrar vísindagreinar sem birt var í Lancet. Telur nefndin því ástæðu til að Landspítali taki til athugunar hvort ekki sé rétt að veita ekkju ATBs fjárhagsaðstoð svo hún geti ráðið sér lögmann til að fara yfir það hvort um bótaskyld atvik sé um að ræða. Ástæðan er ekki síst sú að mál þetta á sér vart neina hliðstæðu á Íslandi og því er ástæða til að Landspítali sýni sérstakt frumkvæði við að leysa úr málinu á sanngjarnan og farsælan hátt fyrir eiginkonu og þrjá syni ATBs. Í þessu sambandi skal tekið fram að það vekur nokkra undrun að ekkja ATBs hefur komið þeim upplýsingum á framfæri við formann nefndarinnar að KS hafi ekki haft samband við hana til þess að fara yfir mögulega bótaskyldu fyrir þau mistök sem gerð voru í máli ATBs og rakin eru í hinum sænsku rannsóknarskýrslum sem vikið er að í kafla 3 í meginskýrslunni.“ 

Eiginkona Andemariams þurfti að flytja frá Íslandi eftir að eiginmaður hennar lést og er ekki vitað hvar hún er búsett í dag.  Í Fréttatímanum í byrjun árs kom fram að hún hefði flutt til Svíþjóðar frá Íslandi og lifði þar réttindalaus þar sem hún hefði ekki tilskilin leyfi til að dvelja í landinu.  

Forsíða FréttatímansÍ Fréttatímanum í janúar koma fram að ekkja Andemariams væri nú flóttamaður í Svíþjóð. Hún hefur engar bætur fengið út af meðferðinni á manni sínum.

 „Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að TG hafi mátt vera ljóst að hin mögulega gervibarkaaðgerð á ATB skorti öll nauðsynleg opinber leyfi“

Tómas gagnrýndur en líka sýndur skilningur 

Eins og Stundin hefur fjallað um margoft snýst plastbarkamálið um skurðaðgerðir sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini gerði í Svíþjóð á þremur einstaklingum á árunum 2011 til 2013. Í skurðaðgerðunum græddi Macchiarini plastbarka í þessa þrjá einstaklinga, meðal annars Andemariam Beyene. Læknir Andemariams á Íslandi, Tómas Guðbjartsson, leitaði til Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi eftir mati lækna þar á mögulegri meðferð við krabbameini sem Andemariam var með í hálsi. Tómas fór svo sjálfur út til Svíþjóðar og tók þátt í skurðaðgerðinni á Andemariam með Macchiarini. Aðgerðatæknin hafði hins vegar aldrei verið prófuð á dýrum og skorti öll tilskilin leyfi fyrir henni; plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi og Andemariam dó í ársbyrjun 2014. 

Í skýrslunni segir meðal annars að Macchiarini hafi verið byrjaður að skipuleggja plastbarkaaðgerðina á Andemariam Beyene áður en hann fór til Stokkhólms til skoðunar í maí 2011. Sjálfur vissi Andemariam ekkert að slíkt aðgerð stæði til enda gerði flugmiði hans í Svíþjóð einungis ráð fyrir fjögurra daga heimsókn, frá 23. til 27. maí. Ein af niðurstöðum nefndarinnar er að Tómas hafi vitað að:„Macchiarini og samstarfsmenn hans væru í það minnsta að velta fyrir sér barkaígræðslu sem meðferðarúrræði fyrir ATB áður en hann var innritaður á KS [Karolinska sjukhuset].“  Nefndin telur einnig að Tómasi hefði átt að gruna að um væri að ræða ígræðslu á gervilíffæri og að honum hefði mátt vera ljóst að um tilraunaaðgerð hafi verið að ræða.

Tómas er hins vegar hreinsaður af því að hafa vitað um og verið þátttakandi í að skipuleggja aðgerðina og að hann hafi vitað að það skorti öll tilskilin leyfi fyrir henni. „Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að TG hafi mátt vera ljóst að hin mögulega gervibarkaaðgerð á ATB skorti öll nauðsynleg opinber leyfi og yrði því í andstöðu við sænsk lög og viðteknar siðareglur á þessu sviði. Telja verður að framangreind bréfaskipti við Macchiarini hafi veitt honum réttmætar væntingar um að unnið væri að því að afla nauðsynlegra opinberra leyfa.“ 

Á einum stað í niðurstöðum skýrslunnar er það orðað svo að Tómas hafi verið „blekktur af Macchiarini“. 

Á öðrum stað í niðurstöðukaflanum er Tómas einnig hreinsaður af því að hafa beitt Andemariam mögulegum þrýstingi að fara í viðkomandi aðgerð hjá Paulo Macchiarini. Á myndabandsupptöku sem til er sést Andemariam Beyene sjálfur segja að Paulo Macchiarini hafi sagt við sig að búið hefði verið að prófa aðgerðatæknina á svínum áður en hún var reynd á mönnum. Þetta reyndist svo vera lygi þar sem tilraunir á ígræðslu plastbarka í dýr voru ekki gerðar fyrr en eftir aðgerðina á Andemariam og þá mistókust þær gjörsamlega. Tómas beitti Andemariam því ekki sams konar þrýstingi og Macchiarini virðist hafa gert. 

Um þetta segir í niðurstöðukaflanum: „Það er mat nefndarinnar að í ljósi þeirra gagna sem nefndin hefur náð að afla um þennan þátt málsins, hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um það að TG [Tómas[ eða aðrir íslenskir læknar hafi ýtt á ATB[Andemariam] að fara í umrædda tilraunaraðgerð.“ 

 

Reyndi að draga úr lýsingumÝmislegt er nefnt Tómasi Guðbjartssyni til framdráttar í skýrslunni eins og sú staðreynd að hann beitti Andemariam Beyene ekki þrýstingi um að gangast undir plastbarkaaðgerðina og að hann hafi reynt að draga úr jákvæðum lýsingum á bata hans.

„Það er niðurstaða nefndarinnar að TG hafi haft villandi ummæli opinberlega um framkvæmd aðgerðarinnar“

Málflutningur Tómasar sagður „villandi“ og „ámælisverður“

Miðað við þetta er það mat nefndarinnar að Tómas hafi einfaldlega ekki gert sér grein fyrir því hversu illa var staðið að skipulagningu aðgerðarinnar á Andemariam í Svíþjóð á þessum tíma og að hann hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar um það frá Macchiarini hvað aðgerðartæknin stóð á veikum vísindalegum grunni. 

Nefndin gagnrýnir Tómas hins vegar fyrir að gera opinberlega meira úr þætti sínum í aðgerðinni en efni stóðu til. Í niðurstöðum skýrslunnar er þetta orðað svona: „Annað mál er að eftir að hafa aðstoðað við þennan afmarkaða þátt aðgerðarinnar, leit út fyrir í umfjöllun fjölmiðla eins og að TG væri orðinn virkur þátttakandi í rannsóknarteymi Macchiarinis við framkvæmd plastbarkaaðgerðarinnar og hefði annast fleiri þætti aðgerðarinnar. Það er niðurstaða nefndarinnar að TG hafi haft villandi ummæli opinberlega um framkvæmd aðgerðarinnar þegar hann notar orðið „við“ um framkvæmd einstakra þátta hennar, sem hann tók ekki þátt í.“ 

Í andmælum sínar vísar Tómas því á bug að hafa viðhaft „villandi“ ummæli að þessu leyti.  

Beitti Andemariam pressu til markaðsstarfa

Nefndin átelur Tómas Guðbjartsson einnig fyrir að hafa fengið Andemariam Beyene til að taka þátt í markaðsstarfi bandaríska fyrirtækisins Harvard Bioscience Inc., framleiðanda plastbarkans sem hann fékk græddan í sig, á málþingi sem haldið var um sumarið 2012 til að fagna því að eitt ár var liðið frá plastbarkaaðgerðinni á honum. 

Í niðurstöðukafla nefndarinnar segir um þetta: „Nefndin tók til athugunar hvort það hefði verið rétt af TG að koma á sambandi milli ATB og þeirra fjölmiðlamanna sem Harvard Bioscience Inc. (framleiðandi plastbarkans) hafði ráðið til þess að mynda málþingið í eigin auglýsingaskyni. Það er mat nefndarinnar að: það orki mjög tvímælis að TG hafi verið milligöngumaður um að koma spurningalistum til ATBs og ýta á hann að svara þeim. og að TG hafi sett ámælisverða pressu á ATB að aðstoða fyrirtækið við að svara spurningalistum, þar sem fyrirtækið hefði gefið plastbarkann sem græddur var í hann.“ 

Í andmælabréfi sínu til nefndarinnar viðurkennir Tómas að það hafi verið misráðið af honum að fá Andemariam til að taka þátt í markaðsstarfi fyrir TG kom þetta m.a. fram: „Þarna er rætt um að ég hafi haft milligöngu um að koma spurningalista frá Susan Forman til A. Eftir á að hyggja var það misráðið af mér, en tek þó fram að tilgangur minn var alls ekki að auglýsa Harvard Bioscienc, enda hafði ég aldrei haft nein tengsl við það fyrirtæki.“ 

„...höfðu þeir aðeins einn boðlegan og siðlegan kost í stöðunni“

Röng fullyrðing í vísindagrein

Nefndin gagnrýnir Tómas Guðbjartsson, og Óskar Einarsson, einnig fyrir aðkomu þeirra að vísindagrein um aðgerðina á Andemariam sem birt var í The Lancet í lok árs 2011. Þar kom fram að öndunarvegur Andemariams væri „nánast eðlilegur“ og byggðu sú niðurstöðu á berkjuspeglunum sem læknarnir gerðu á Landspítalanum. Um þetta segir nefndin: „… sú lýsing á ATB, þar sem tekið er fram að hann hafi „nánast eðlilegan öndunarveg“ og að fullyrðing sem fram kemur í greininni um að ATB hafi verið einkennalaus hvort sem litið er til heilsufars hans fjórum eða fimm mánuðum eftir aðgerð fái ekki staðist miðað við þær upplýsingar og niðurstöður rannsókna sem TG [Tómas] og ÓE [Óskar] höfðu um heilsufar ATBs þegar vísindagreininni var skilað inn til The Lancet.“ 

Nefndin metur það Tómasi til málsbóta að hann reyndi að tóna niður lýsingar á meintu góðu ástandi Andemariams og fagnaði ábendingum ritrýna. 

Í síðustu viku komst sænsk vísindasiðanefnd að þeirri niðurstöðu að greinin í The Lancet hefði falið í sér vísindalegt misferli og að The Lancet ætti að taka hana úr birtingu. 

Hins vegar segir nefndin líka að Tómas hefði átt að draga sig út úr samstarfinu um birtingu greinarinnar þegar honum tókst ekki að koma greininni í samræmi við veruleikann og raunverulegt ástand Andemariams eftir aðgerðina. „Þegar ljóst var að TG varð ekki ágengt í því að koma lýsingu vísindagreinarinnar í ásættanlegt samræmi við niðurstöður rannsókna berkjuspeglana, klínískt ástands ATB og að aukaverkanir sem ATB hafði eftir aðgerðina og TG og ÓE vissu um voru ekki nefndar í greininni, höfðu þeir aðeins einn boðlegan og siðlegan kost í stöðunni en það var að hafna þátttöku í frekari skrifum greinarinnar og draga nöfn sín út af lista meðhöfunda. Það gerðu þeir ekki og því verður að telja að vinnubrögð þeirra, sem meðhöfunda að framangreindri vísindagrein, uppfylli ekki þær gæðakröfur sem gera verður til starfa vísindamanna.“

Nefndin bendir svo á að Tómas og Óskar hafi reynt að láta taka nöfn sín af greininni í The Lancet í febrúar árið 2017 en að þetta hafi ekki gengið og að Lancet hafi ekki svarað þeim. „Hinn 24. febrúar 2017 rituðu TG og ÓE bréf til The Lancet og óskuðu eftir því að nöfn þeirra yrðu afmáð af greininni og gáfu upp þá ástæðu að komið hefði í ljós í sænskum skýrslum sem ritaðar hefðu verið um aðgerðina að hvorki Macchiarini né KS hefðu aflað samþykkis siðanefndar fyrir aðgerðinni. The Lancet hefur ekki orðið við erindinu.“ 

Komu upp um máliðSænsku læknarnir fjórir sem komu upp um Macchiarini málið með kærum á hendur honum. Mathias Corbascio, Thomas Fux, Karl-Henrik Grinnemo og Oscar Simonson sjást hér á mynd.

Greininni hafnað

Í skýrslunni er einnig rakið hvernig og af hverju vísindagreininni um Andemariam var hafnað í virtasta læknartímariti í heimi, The New England Journal of Medicine, áður en hún var send til The Lancet. 

Þetta er atriði sem ekki hefur verið mikið rætt um í tengslum við plastbarkamálið, hvorki á Íslandi né í Svíþjóð. Í höfnunarbréfinu sem Macchiarini sendi Tómasi þann 6. Október 2011 sagði á ensku: „Your manuscript, Tracheobronchial Transplantation Using A stem Cell-Seeded Bioartificial nanocomposite“, was evaluated by external reviewers and was discussed among the editors. The editors share some of these concerns and have decided to decline the paper.“ Gagnrýni ritrýna bandaríska læknablaðsins er reifuð í skýrslunni. 

Daginn eftir, þann 7. október 2011, var Macchiarini kominn í samband við The Lancet og skrifaði væntanlegum meðhöfundum sínum að tímaritið væri spennt fyrir greininni og að þeir þyrftu að drífa í gera greinina birtingarhæfa.  

Fjölmörg dæmi eru svo nefnd um að Tómas hafi reynt að fá Macchiarini til að vanda betur til verka í greininni en að þetta hafi gengið erfiðlega hjá honum. Greinin í The Lancet var svo birt í lok árs 2011 og leiddi til margra frétta og mikilla umræðna um allan heim þar sem aðgerðin á Andemariam var einsdæmi á þessum tíma.

Það tók hins vegar meira en tvö þangað til aðrar upplýsingar um aðgerðir Macchiarinis byrjuðu að koma fram í dagsljósið og það sem áður var talað um sem vísindalegt kraftaverk er nú stimplað sem vísindalegt misferli. 

Á þessari stundu er óljóst hvaða afleiðingar niðurstaða rannsóknarnefndarinnar mun hafa á störf Tómasar Guðbjartssonar og Óskars Einarssonar á Landspítalanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár