Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framsókn slítur viðræðunum – Katrín boðuð á Bessastaði

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins töldu meiri­hlut­ann of tæp­an og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son vill „mynda rík­is­stjórn með breiða skír­skot­un“. Pírat­ar vilja fá fleiri flokka að borð­inu.

Framsókn slítur viðræðunum – Katrín boðuð á Bessastaði

Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata hefur verið slitið.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var þetta gert að frumkvæði Framsóknarflokksins en þingmenn flokksins höfðu lýst áhyggjum af því að meirihlutinn væri of tæpur til að stjórnarsamstarfið gæti gengið upp.

Uppfært kl. 14:00:

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar á Facebook:

„Það eru mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn Vinstri-grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata að þessu sinni. Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu.“

Kl. 13:20:

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook:

„Að mati okkar Framsóknarmanna þarf að mynda trausta ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum, félagslegum og efnahagslegum stöðugleika. Framundan eru stór verkefni í íslensku samfélagi, eins og kjarasamningar, sem þarfnast þess að mynduð sé ríkisstjórn í landinu sem býr að traustum meirihluta. Stóra verkefnið í íslenskum stjórnmálum í dag er að endurreisa traust og skapa sátt í samfélaginu okkar. Það þarf að mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun.“

Kl. 13:10:

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur til fundar við sig á Bessastöðum kl. 17:00.

Kl. 12:50:

Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Þingflokkur Pírata telur ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Samtalið hefur gengið vel og telja Píratar alla hafa komið að borðinu með það að markmiði að ganga í þau stóru mál sem bíða okkar. Píratar skilja áhyggjur af naumum meirihluta og telja hinu augljósu leið að bjóða fleirum að borðinu. Milli flokkanna fjögurra ríkir mikið og gott traust.

Þolinmæði almennings fyrir stjórnmálum spillingar, eiginhagsmuna og sjálfhverfu er á þrotum. Það er von Pírata að aðrir stjórnmálaleiðtogar hafi heyrt þau skilaboð og gangi ekki til stjórnarviðræðna þar sem slík stjórnmál fá áfram að viðgangast. Þingflokkur Pírata hefur í þessum viðræðum haft það að markmiði að skila stjórnarsáttmála sem er almenningi til heilla. Þar liggur hugur okkar enn.

Þær samningaviðræður sem fram fóru voru ánægjulegar og jákvæðar miðað við áherslur Pírata í nýafstöðnum kosningum. Mál sem ágreiningur hefur verið um hafa verið rædd í sátt.

Píratar eru flokkur málefnalegra vinnubragða og kerfisumbóta. Við erum hreyfing sem hefur það að markmiði að stunda ábyrg stjórnmál til ávinnings fyrir almenning og til raunverulegra umbóta. Niðurstaða kosninga skilaði engum augljósum meirihluta. Píratar lýsa sig tilbúna til að leita að breiðari samstöðu og halda samtalinu áfram. Píratar skilja að verkefnið er stærra en við sjálf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu