Guðni Th. Jóhannesson forseti hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til fundar við sig á Bessastöðum klukkan 16 í dag.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa viðræður formanna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata gengið vel og ríkir bjartsýni um að flokkunum takist að ná saman um myndun ríkisstjórnar. Slík ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á uppbyggingu innviða og styrkingu heilbrigðis- og menntakerfisins.
Fulltrúar flokkanna fjögurra sammæltust um það á fundi í hádeginu að vilji væri fyrir því að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Í kjölfarið var Katrín boðuð á fund forseta þar sem hún mun falast eftir táknrænu umboði til stjórnarmyndunar.
Athugasemdir