Úti er tæplega 10 stiga hiti. Arna Magnúsdóttir situr á kaffihúsi í svartri, þykkri úlpu. Hún ber hálskeðju með skildi þar sem fram kemur að hún sé flogaveik og með ofnæmi fyrir vissum lyfjum.
Arna er 75% öryrki vegna kuldatengdrar flogaveiki.
Of kalt á Íslandi
Arna segir að sjúkdómurinn stafi af því að heilafrumurnar og -bylgjurnar vinna öðruvísi þegar hún er í kulda. „Köstin byrja á fullu þegar fer að kólna en ég er góð í hita. Ég get ekki farið í sund og þarf að takmarka allt sem ég geri. Það er einfaldlega of kalt að vera á Íslandi.“
Hún segir að hún liggi fyrir eftir köstin. „Ég gleymi íslenskunni eftir stærstu köstin og man ekkert í hvaða landi ég er og man ekkert hvað ég var að gera. Ég næ stundum ekki áttum fyrr en tveimur sólarhringum síðar.“
„Ég gleymi íslenskunni eftir stærstu köstin“
Fyrsta greining á …
Athugasemdir