Á rúmu ári hefur Elísabet Ólafsdóttir orðið fyrir síendurteknum persónulegum áföllum. Fyrst missti hún vinnuna, svo heilsuna, gekk í gegnum skilnað og varð að leita sér nýs heimilis á hörðum leigumarkaði. Aðstæður hennar breyttust hratt og tekjur heimilisins rýrnuðu mjög, en Elísabet er nú einstæð tveggja barna móðir að glíma við erfið veikindi. Hún segist alltaf hafa verið skynsöm hvað fjármál varðar og þegar hún sá á heimilisbókhaldinu að hún myndi ekki ná að borga endurgreiðslu LÍN að fullu síðasta vor hafði hún samband við Lánasjóðinn, lét vita af aðstæðum sínum og bað um undanþágu frá endurgreiðslunni á grundvelli skyndilegra breytinga. Svarið var nei.
„Þegar ég fékk fyrstu synjunina frá LÍN þá fór ég niður á skrifstofurnar þeirra og grét,“ rifjar Elísabet upp, en hún greindist með alvarlega geðlægð sumarið 2016 og var metin óvinnufær. „Ég var umkomulaus og vanmáttug gagnvart stöðunni. Ráðgjafi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna benti mér hins …
Athugasemdir