Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætla að sitja á upplýsingum um málin sem leiddu til stjórnarslita fram yfir kosningar

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið fer með­vit­að á svig við ákvæði upp­lýs­ingalaga og mun ekki af­greiða 29 daga gamla upp­lýs­inga­beiðni um embætt­is­færsl­ur ráð­herra fyrr en eft­ir helgi.

Ætla að sitja á upplýsingum um málin sem leiddu til stjórnarslita fram yfir kosningar

Dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að fylgja ákvæðum upplýsingalaga við afgreiðslu á upplýsingabeiðni Stundarinnar um málsmeðferð og embættisfærslur ráðherra í málunum sem leiddu til þess að stjórnarsamstarfi var slitið í september. 

Þetta er ljóst af samskiptum Stundarinnar við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, Jóhannes Tómasson, sem sagði um eftirmiðdaginn í dag að ólíklegt væri að ráðuneytið myndi afgreiða beiðni blaðsins fyrir lok vinnudags. „Það verður þá ekki fyrr en eftir helgi,“ sagði Jóhannes. 

Aðspurður hvort ráðuneytið, þ.e. yfirstjórn þess, væri meðvitað um að lögbundinn frestur til að svara upplýsingabeiðninni hefði runnið út fyrr í vikunni játti Jóhannes því. Hann sagðist ekki geta gefið neinar ástæður fyrir því að beiðnin væri afgreidd með þessum hætti. 

Ákvæði um málshraða ekki fylgt

Frestur vegna afgreiðslu upplýsingabeiðni er 20 dagar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Alls hafa 29 dagar, þar af 21 virkur dagar, liðið síðan Stundin sendi ráðuneytinu beiðni um aðgang að gögnum er snerta málsmeðferð og embættisfærslur ráðherra og samskipti milli ráðuneyta í tengslum við veitingu uppreistar æru og upplýsingagjöf þar um, einkum hvað varðar mál þeirra Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

Beiðnin er birt í heild hér að neðan en hún er útbúin í samráði við lögfræðing. Farið er farið fram á aðgang að gögnum sem telja má ljóst að ráðuneytinu beri lagaleg skylda til að veita á grundvelli upplýsingalaga en jafnframt er óskað eftir því að 11. ákvæði upplýsingalaga, um aukinn aðgang, verði virkjað. Umrætt ákvæði felur í sér heimild heimild stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er.

Að því er fram kemur í 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga ber stjórnvaldi að skýra fyrirspyrjanda frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan sjö daga frá því að hún berst. Ráðuneytið hefur ekki fylgt þessari reglu í samskiptum við Stundina og ekki svarað þremur ítrekunarpóstum þar sem vísað var sérstaklega til umræddra lagaákvæða. 

Eftirfarandi upplýsingabeiðni var send starfandi ráðherra, ráðuneytisstjóra, upplýsingafulltrúa, ritara ráðherra og staðgengli upplýsingafulltrúa þann 29. september:

Stundin óskar eftir aðgangi að neðangreindum gögnum og upplýsingum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ljósi atburða og umræðu undanfarinna vikna vísar Stundin jafnframt til 11. gr. laganna um aukinn aðgang, þ.e. heimild stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er.  

1. Óskað er eftir minnisblaði dómsmálaráðuneytis til dómsmálaráðherra, með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum ef þess þarf, þar sem mælt var með því að maður, sem fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, fengi uppreist æru. Spurt er hvenær umsóknin barst ráðuneytinu, hvenær mælt var með því við dómsmálaráðherra að skrifa undir tillögu um uppreist æru mannsins og hvenær ráðherra tók þá ákvörðun að skrifa ekki að svo stöddu undir tillöguna.

2. Óskað er eftir öllum málsgögnum er varða ákvörðun dómsmálaráðherra um að veita ekki fleiri einstaklingum uppreist æru og hefja endurskoðun á lagaákvæðum er varða uppreist æru sbr. 1. og 2. tl. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Sérstaklega er óskað upplýsinga um tímasetningu þess þegar ráðherra hóf vinnuna. Óskað er eftir tölvupóstum, minnisblöðum, dagbókarfærslum, fundargerðum eða öðrum gögnum sem staðfesta að ráðherra hafi sett vinnuna af stað, eða lagt drög að henni með einhverjum hætti, áður en umræða hófst um mál Roberts Downey þann 15. júní 2017. 

3. Óskað er eftir dagbókarfærslum, fundargerðum, minnisblöðum, tölvupóstum og öðrum sambærilegum gögnum er varða samskipti dómsmálaráðherra við forsætisráðherra þar sem forsætisráðherra var tilkynnt að faðir hans væri á meðal meðmælenda Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

4. Óskað er eftir öllum tiltækum gögnum, dagbókarfærslum, fundargerðum, minnisblöðum, tölvupóstum eða öðru, um þá ákvörðun ráðuneytisins að birta engar upplýsingar um mál Roberts Downey og meðmælendur hans. 

5. Í 20. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands segir að ráðherra skuli leita álits ráðuneytis til að tryggja að ákvarðanir og athafnir hans samræmist lögum. Óskað er eftir öllum tiltækum gögnum um lögfræðilega ráðgjöf sem ráðherra kann að hafa fengið innan ráðuneytisins áður en ráðherra ákvað að hafa samband við forsætisráðherra þann 21. júlí og greina honum frá því að Benedikt Sveinsson væri einn af meðmælendum Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

6. Í ljósi umræðu um að samskiptin við forsætisráðherra þann 21. júlí hafi verið til komin vegna rannsóknarskyldu ráðherra er óskað eftir öllum tiltækum gögnum um þá athugun sem fram fór af hálfu ráðherra sjálfs, eða í ráðuneytinu almennt, á hugsanlegri aðkomu forsætisráðherra að veitingu uppreistar æru til Roberts Downey eða annarra. 

7. Óskað er eftir öllum tiltækum upplýsingum, með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum ef þess þarf, um afgreiðslu ráðuneytisins á fyrirspurn Stundarinnar sem send var þann 6. september 2017 og ítrekuð margsinnis. Sérstaklega er óskað eftir afritum af tölvupóstum vegna málsins eða áframsendingum umrædds tölvupósts. Þá er óskað eftir upplýsingum um samskipti dómsmálaráðherra og/eða aðstoðarmanns hans við forsætisráðherra og/eða aðstoðarmanna hans vegna málsins, efni þeirra samskipta, hvenær samskiptin fóru fram og með hvaða hætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu